Fréttablaðið - 22.01.2009, Page 11

Fréttablaðið - 22.01.2009, Page 11
FIMMTUDAGUR 22. janúar 2009 11 LÖGGÆSLUMÁL Foreldrar í Sand- gerði óttast að Ágúst Magnússon, dæmdur barnaníðingur, sé að setj- ast að í bænum. Þá hafa foreldrar í Breiðholti kvartað við lögreglu vegna búsetu hans í hverfinu. Um átta leytið í fyrrakvöld fengu tvær mæður í Sandgerði símtal frá manni sem kvaðst heita Ágúst Magnússon. Hann sagðist vera dæmdur barnaníðingur og honum bæri skylda til að láta vita af sér þar sem hann væri að flytja í hverfið þeirra. Þetta kom fram á vefsíðunni www.245.is, sem ber yfirskriftina Lífið í Sandgerði, í gær. Í fyrradag höfðu foreldrar í Breiðholti hins vegar samband við lögregluna í Breiðholti til að kvarta undan sama manni, að því er Fréttablaðið fékk staðfest. Ekki fæst uppgefið hjá fangelsismála- yfirvöldum hvar maðurinn býr nú um stundir. Maðurinn upplýsti einnig, í sam- tölum sínum við mæðurnar í Sand- gerði, að hann hefði byrjað á því að ganga í hús í hverfinu, en þar sem honum hefði verið illa tekið hafi hann ákveðið að hringja frek- ar í fólk. Hann hringdi úr leyni- númeri, að því er fram kemur á vefsíðunni. „Það bendir allt til þess að þarna sé á ferðinni ljótur hrekk- ur,“ segir Selma Hrönn Maríu- dóttir, annar umsjónarmanna www.245.is. - jss ÁGÚST MAGNÚSSON Foreldrar óttast nábýli við hann. Foreldrar óttast og kvarta undan nábýli við dæmdan kynferðisbrotamann: Óttast barnaníðing í hverfinu Hjónabönd samkynhneigðra Samkynhneigðir geta gengið í hjóna- band, samkvæmt frumvarpi sem þrír stjórnarflokkar hafa lagt fyrir sænska þingið. Hjónabönd samkynhneigðra verða leyfð frá 1. maí hljóti frumvarp- ið samþykki þingsins. SVÍÞJÓÐ LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Vest- fjörðum lagði hald á mun meira magn af fíkniefnum á árinu 2008 en fimm árin þar á undan. Árið 2008 lagði lögreglan hald á rúmlega 800 grömm af fíkni- efnum. Til samanburðar hefur lögreglan í umdæminu lagt hald á um 220 grömm af fíkniefnum að meðaltali á ári hverju, undan- farin fimm ár. Mest af efnunum, sem lagt var hald á í fyrra, voru kannabisefni. Einnig var hald lagt á E-töflur, amfetamín og lítilræði af kókaíni og ofskynjunarefnum. Þess ber að geta að hér eru ekki talin með lyf og sterar. - ovd Fíkniefni á Vestfjörðum: Mun meira magn fíkniefna STJÓRNSÝSLA Unnið er að undir- búningi tilraunar með rafræn- ar sveitarstjórnarkosningar árið 2010. Kjósa á rafrænt í tveimur sveitarfélögum. Ekki er ákveðið í hvaða sveitarfélögum. Í frétt frá samgönguráðuneyt- inu segir að til margs þurfi að líta; breyta þurfi lögum til að heim- ila rafræna kjörskrá og rafræna kosningu. Þá þurfi að tryggja að útilokað verði að tengja saman kjósanda og atkvæði hans. Starfshópur á vegum hins opin- bera vinnur að undirbúningi. - bþs Kosið rafrænt til sveitastjórna: Tilraun verður gerð árið 2010 SVEITARSTJÓRNIR Umhverfis- og skipulagsnefnd Voga óttast að fyrirhugað mótorhjólasvæði á Reykjanesi hafi neikvæð áhrif á framtíðarvatnstökusvæði nálægt Snorrastaðatjörnum. Þótt grunnvatnslíkanið, sem fylg- ir tillögunni, geri ráð fyrir að meginstraumar grunnvatns fari undir Stapann til norðurs er ekki hægt að tryggja að hluti þess ber- ist ekki lengra til austurs, sér- staklega þegar horft er til þess að sprungustefnan er til norð- austurs. Þetta er líka spurning um trúverðugleika þess að vatn í Vogalandi sé með öllu ómengað og þannig í hæsta gæðaflokki,“ segir umhverfisnefndin sem kveður að mengunarvarnir þurfi að vera sérlega strangar, meðal annars með tilliti til meðhöndlun- ar efna og olíuvara. - gar Umhverfisnefnd Voga: Óttast mengun af mótorhjólum MÓTOKROSSHJÓL Vinsæl íþrótt sem ætlað er nýtt svæði á Reykjanesi. Tekinn með þorsk Íslenski togarinn Venus var á mánu- dagsmorguninn tekinn með ólögleg veiðarfæri fyrir utan Finnmörku í Noregi og færður inn til Hammerfest. Um borð í togaranum fundust 50-60 tonn, aðallega af þorski. Skipstjórinn varð að greiða 15 þúsund norskar krónur í bætur, eða nokkur hundruð þúsund íslenskra, og útgerðin 150 þúsund norskar, eða um 3 milljónir íslenskra. NOREGUR VINNUMARKAÐUR Atvinnuleitend- ur geta tekið þátt í sérstökum átaksverkefnum, frumkvöðla- störfum og sjálfboðastörfum samhliða því að fá greiddar atvinnuleysisbætur samkvæmt reglugerð sem Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra hefur sett. Reglugerðin tekur einnig á búferlastyrkjum, atvinnutengdri endurhæfingu og fleiru. Meginmarkmið reglugerðar- innar er að sporna gegn atvinnu- leysi, auðvelda atvinnuleit og stuðla að tengslum þess við atvinnulífið og skapa leiðir til að bæta möguleika sína til atvinnu- þátttöku á nýjan leik. - ovd Ný vinnumarkaðsúrræði: Bætur greiddar samhliða starfi ÍS LE N SK A SI A. IS M SA 4 45 68 0 1/ 09 20% læg ra verð á öllum b ragðtegu ndum sk yr.is dryk kjarins!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.