Tíminn - 19.12.1982, Síða 18

Tíminn - 19.12.1982, Síða 18
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 * • «• Horl Hvítur leikur. ■ Tékkneski stórmeistarinn Hort þykir venjulega friösamur stöðubar- áttuskákmaður sem aldrei teflir hvassar byrjanir. Hann teflir einfald- lega vel og sér lakari skákmenn vinnur hann af miklu öryggi. Stund- um verða skákirnar langar, en auð- vitað getur hann teflt beina kóngssókn, gefist tækifæri til þess. Þetta á við um eftirfarandi skák frá Olympíuskákmótinu í Luzern, en hér mætast Tékkóslóvakía og Skotland. Hvítur: Hort. Svartur: Mc Kay. Pirc-vörn. 1. e4 d6 2. d4 g6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 Bg7 5. h3 a6 6. Be3 0-0 7. Bd3 bS 8. a4 (Ástandinu á drottningarvæng er samstundis komið á hreint og Rc3 sendur yfir á kóngsvæng.) 8. . b4 9. Re2 Bb7 10. Rg3 d5 11. e5 Re4 12. 0-0 (Vlastimil er í árásarhug. Hann lýsir sig reiðubúinn til að taka á sig tvípeð, en fá í staðinn f-línuna.) 12. . c5 13. c3 Rxg3 (Ekki 13. . bxc3 14 bxc3 Rxc3? 15. Db3) 14. fxg3 Rc6 15. Rg5 e6 (15. ,hó 16. Rxf7 HxH' 17. Dg4gefur hvítum sterkasókn 15. . Dd77 ersvarað með 16. Hxf7! Hxf7 17. e6.) 16. Dg4 Dc7? 17. Bxg6! fxg6 (17. . hxg6 18. Dh4 er búið blessað tafl.) 18. Dxe6+ Kh8 19. Hf7! Dc8 (Takið eftir vendingunni 19. . Hxf7 20. Rxf7+ Kg8 22. Rd6+ Kh8 23. Rxb7. Riddarinn lokar fyrir drott- ninguna á þýðingarmildu augna- bliki). 20. Hxf8+ Bxf8 (Ef 20.. Dxf8 21. Rf7+ Kg8 22. Rd6+ Kh8 23. i Rxb7.) 21. Df7 Bg7 22. Re6 Dg8 23. Dxb7 (Endalokin. Það sem á eftir kemur er aðeins til að fylla út í blaðið.) 23. . Ra5 24. Dxg7+ Dxg7 25. Rxg7 Kxg7 26. dxc5 Rc4 27. Bd4 b3 28. Hfl Kh6 29. Hf7 Rxb2 30. Hb7 Rxa4 31. Be3+ g5 32. Hxb3 Hc8 33. g4 Hc6 34. Hb8 Kg6 35. c4(!) d4 36. Bxd4 Rxc5 37. Hg8+ KÍ7 38. Hxg5 Re6 39. Hf5+ Ke7 40. Bb2 Hxc4 41. Hh5 Rf4 42. Hxh7+ Ke6 43. Hh6+ Kd5 44. Hd6+ Ke4 45. e6 Ke3 46. Bd4+ Gefið. Klækir ■ í nokkur ár hefur Tatai verið- annar tveggja snjöllustu skákmanna Ítalíu. Hinn er Mariotti sem þykir nokkuð mistækur. Tatai er hinsvegar öruggur, en hefur aldrei náð þeim topppárangri sem þarf til að öðlast stórmeistaragráðu. Hann kann firnin öll í byrjanafræðum m.a. nokkur skörp afbrigði. Hið merkilega er, að öruggir meistarar hafa ekkert á móti hvössum lciðum, svo lengi sem þær fylgja þekktum farvegi. Mér bregður í brún þegar ég fer yfir eftirfarandi skák. Hefur Tatai ekki teflt þetta afbrigði á svart? Jú, ég gref upp skák frá 1975. Ekki var því sérlega klókt að tefla þetta gegn honum. Það sýnir sig, að hann veit meira en í bókunum stendur. Hvítur: Tatai Svartur: de Blaiso, Róm 1982. Drottningarbragð, Prinsafbrigði. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 c5!? 5. cxd5 cxd4 (Jafn tvíeggjaður er Canal-afbrigðið, 5. . Db6. Tvö órökrétt afbrigði sem erfitt er þó að hrekja.) 6. Dxd4 Be7 7. e4 Rc6 8. Dd2(!) Rxd5 (Mannsfórn. 8. . Rxe4 9. Rxe4 exd5 11. Bxe7 Dxe7 12. Dxd5 f5 13. Bb5 er hvítum í hag. Ekki dugar 12.. 0-0 vegna 13. f3 Rb4 14. Dc4!! Be6 15. Dc5!) 9. exd5 Bxg5 10. f4 Bh4+ 11. g3 exd5 12. gxh4 Dxh4+ 13. Df2 De7+ 14. De2 Be6 15. Rf3 d4 16. Re4(!). (Byrjana- fræðin mælir með 16. Rb5, en Tatai óttaðist heimarannsóknir. Re4 telst óljóst framhald vegna d3 17. De3 0-0-0 18. Bg2 Bd5, en Tatai var viðbúinn með 18. Kf2!) 16. . 0-0-0 17. Kf2! Hh-e8 (Eða 17. . Bd5 18. Bh3+ Kb8 19. Hh-el) 18. Re-g5 Dc5 19. Db5 Dc2+ 20. Kg3 a6 21. Bd3! STÖÐUMYND (Þar með er hinni fræðilegu bar- áttu lokið, og úrslit skákarinnar ráðin.) 21. . axb5 22. Bxc2 d3 23. Rxe6 Hxe6 24. Bb3 Hg6+ 25. Kf2 Hf6 26. Hh-gl g6 27. Kg3 Kc7 28. Ha-dl Kb6 29. Hg-el Rd4 30. Rxd4 Hxd4 31. Hfl Hd7 32. Hd2 Hfd6 33. Hcl f6 34. Kf3 g5 35. f5 Hd4 36. Be6 Hd8 37. Hel Hf4+ 38. Kg3 Hf-d4 39. Bb3 Kc5 40. He3 h5 41. h3 Gefið. Bent Larsen, stórmeistari skrifar um skák ■ Eftir heimsstyrjöldina síðari hófu Sovétmenn kerfisbundna uppbyggingu skálistarinnar í Sovétríkjunum. Allt var gert til að uppgötva og hlúa að efnilegum skákmönnum, sovézki skákskólinn skyldi verða sá fremsti í heimi. Árangur- inn lét heldur ekki á sér standa. Hver stórstjarnan eftir aðra kom fram á sjónarsviðið og eftir heimsmeistara- keppnina 1948 settist Botvinnik sigri hrósandi í hásætið, krýndur sem heims- meistari í skák. Næstu ár gekk Sovét- mönnum allt í haginn. Botvinnik átti að vísu fullt í fangi með að verja titil sinn, hélt honum á jöfnu gegn löndum sínum Bronstein og Smyslov, en þetta mátti skoða sem meinlausar heimiliserjur. Sovétmenn röðuðu sér venjulega í nær öll efstu sætin í kandidatamótunum, sá eini sem þeim stóð einhver hætta af var Bandaríkjamaðurinn Reshevsky, en hvers mátti hann sín einn gegn öllum Rússunum? Árin liðu og Sovétmenn gættu heims- meistarátitilsins dyggilega. Botvinnik „lánaði" Smyslov og Tal hann að vísu sitthvort árið, en heimti hann jafnóðum aftur. Loks tókst þó Petrosian að hrifsa titilinn endanlega úr höndum gamla Arftaki Fischers heimsmeistarans árið 1963, og fékk að baða sig í sviðsljósinu fram til 1969. Þá var komið að Boris Spassky, og allt virtist í stakasta lagi. En nú fóru að sjást blikur á lofti. í Bandaríkjunum var nefnilega fram kominn ungur ákveðinn maður sem lýsti því yfir af mikilli sannfæringu, að hann væri öflugasti skákmaður heims og kvað hlutverk sitt vera að taka titilinn af Sovétmönnum. Fischer var kominn fram á sjónarsviðið og gerði meira en tefla. Hann krafðist þess að keppnisfyrirkomulagi heims- meistarakeppninnar skyldi breytt, So- vétmenn skyldu ekki geta nýtt sér fjöldann og stillt liðinu upp gegn utanaðkomandi hættu. Fischer lét sér víti Reshevskys til varnaðar verða, svo og reynslu sjálfs síns frá heimsmeistaramót- inu í Curacao 1962, en þar fannst honum Sovétmenn mynda bandalag gegn sér. Fischer talaði ekki fyrir daufum eyrum. Smám saman breyttist kerfið og sam- hliða fór skákstyrkur Fischers sífellt vaxandi. Og í heimsmeistarakeppninni 1971 féll höggið. Ötsláttareinvígin urðu hrein martröð fyrir andstæðinga Fischers. Fyrstur féll Taimanov út á núlli, 6:0. Larsen fékk sömu afgreiðslu, en Petrosi- an klóraði í bakkann með 6Ví: 2V5. Aðeins ein hindrun var nú milli Fischers og heimsmeistaratitilsins, Boris Spassky. Og hér í Reykjavík féll síðasta virkið 12’A: 8!ó og Fischer hafði tekið völdin í ríki skákgyðjunnar Caissu. Þetta voru dimmir dagar hjá sovéskum skák- mönnum. Allt úrvalsliðið lá í valnum og til að bæta gráu ofan á svart lýsti Fischer því yfir að næst á dagskrá væri að slá met Laskers, og halda titlinum í 30 ár. Það yrði því ekki fyrr en um næstu aldamót sem þetta skákundur, sprottið upp í fátækrahverfum Brooklyn hygðist hverfa af sjónarsviðinu. Og eftir snilld Bandaríkjamannsins að dæma gat þessi ætlan Fischers hæglega orðið að veru- leika. I Sovétríkjunum, þessu Mekka skáklistarinnar var nú farið að svipast um eftir nýrri von, einhverjum sem hugsanlega gæti fært heimsmeistaratitil- in heim aftur. Varla þyrfti að leita meðal fórnarlamba Fischers. Svo rækilega hafði meistarinn gengið frá þeim, að fæstir þeirra náðu aftur sínum gamla styrk- leika. Nei finna varð ungan efnilegan skákmann, yngri en Fischer og þjálfa hann upp af kostgæfni. Fljótlega fannst slíkt efni. í skákskóla Botvinniks var lágvaxinn pasturslítill unglingur sem gaf góð fyrirheit. Margir hristu að vísu höfuðið í vantrú, þessi piltungi hefði alls ekki þá líkamsburði til að bera sem þyrftu í atlögu að heimsmeistaratigninni. En í skák ráða líkamskraftar ekki mestu, heldur andlegir hæfileikar og sjálfur skólastjórinn Botvinnik spáði pilti æðstu metorðum. En hvað hafði Karpov sjálfur til málanna að leggja? „Ég tel mig ekki eiga möguleika gegn Fischer fyrr en 1978“. Karpov tók þroska sinn hraðar út en flestir áttu von á. Eftir næsta umgang í hemsmeistarakeppninni stóð þessi grannvaxni piltur uppi sem næsti áskor- andi Fischers. Framhaldið þekkja síðan allir. Fischer var hættur, búinn að missa áhugann fyrir skákiðkunum og gleyma meti Laskers. Tómarúm blasti við tóma- rúmi sem enginn megnaði að fylla fyrst á eftir. Karpov var krýndur heimsmeistari en stóð f skugga Bandaríkjamannsins til að byrja með. Jafnvel landar hans viðurkenndu að svo væri og Kortsnoj lýsti því yfir að Karpov ætti enga möguleika gegn Fischer. í kjölfarið fylgdu hatröm einvígi Karpovs: Kortsnojs, K-ain tvö börðust við yfirráð- in í skákheiminum, annars vegar von Sovetríkjanna, Karpov, hinsvegar land- flótta Kortsnoj, útskúfaður af flestum löndum sínum. Brátt kom í Ijós að Karpov var verðugur heimsmeistari. Styrkleiku hans fór sífellt vaxandi og úr 21 skákmóti hafði hann 18 sinnum sigur, og slíkum ferli getur enginn skákmaður í sögunni státað af. Sovétmenn hafa því aftur öruggt tak á heimsmeistaratitilinum. Enginn utan- aðkomandi ógnar titlinum , sá eini sem Karpov gæti stafað hætta frá er Kaspar- ov, og hannerjú Sovétmaður. Um Karpov hafa verið rituð ósköpin öll. M.a. hefur komið út um hann bók á íslensku, í samantekt Gunnars Arnar Haraldssonar. Bókin sem er lipurlega skrifuð lýsir ferli Karpovs, allt frá 9 ára fram til Olympíuskákmótsins á Möltu 1980. Hér getur að líta allar merkustu skákir Karpovs á þessu tímabili. bæði tap og vinningsskákir. Fágætt mun vera að alls óþekktur skákmaður ráðist í verk sem þetta. En Gunnar Örn tefldi talsvert á sínum yngri árum, eða þar til hann gerði sjómennskuna að lifibrauði sínu. Skáklistin hefur jafnan átt hug hans, og á frívöktum úti á reginhafi hefur þessi bók hans orðið til. Að lokum þykir við hæfi að láta Karpov sjálfan eiga síðasta orðið. Það gerir hann með vinningsskák gegn Portisch á síðasta Olympíuskákmóti. Ungverjinn sem sjaldnast virðist egia sér viðreisnar von gegn heimsmeistaranum, velur hér Petroffs vörnina á svart. Þessa sömu vörn hefur hann reyndar notað tvisvar sinnum áður á þessu ári og jafnan fengið hálftapað tafl út úr byrjuninni. Hvítur: Karpov Svartur: Portisch Luzern 1982. 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 (Leikur Steinitz, 3.d4 hefur ekki notið vinsælda í seinni tíð. Framhaldið 3. . exd4 4. e5 Re4 5. Dxd4 d5 6. exd6 Rxd6 þykir leiða til dauflegrar stöðu á hvítt.) 3.. d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6 7. 0-0 Be7 8. Hel Bf5 (Þannig lékKarpov sjálfur með svörtu gegn Kavalek í Torino 1982. Framhaldið varð 9. a3 0-0 10. c4 Bf6 11. Rc3 Rxc3 og staðan er í jafnvægi. í einvígi Karpovs: Kortsnojs 1974 lék Kortsnoj 8. . Bg4 9. c3 f5!? 10. Db3 0-0 11. Bd-d2 Kh8 12. h3 Bh5? 13. Dxb7 og hvítur fékk yfirburðastöðu og vann í 31. leik.) 9. c4 Rb4 10. Bfl 0-05 (10.. dxc4? 11. Rc3 Rf6 12. Bxc4 0-0 13. a3 Rc6 14. d5 þykir gefa hvítum betra tafl. Karpov: Portisch, Tilburg 1982.) 11. a3. Rc612. cxd5 Dxd5 13. Rc3 Rxc3 14. bxc3 Bg6 (14. . Bf6 hefði gert hvftum erfiðara fyrir.) 15. c4 Dd716. d5 Bf617. Ha2! Ra5 18. Bf4 (Það sem skiftir sköpum í þessari skák, eru hin gömlu sannindi að riddari úti á kanti standi illa.) 18. . Hf-e8 19. Ha-e2 Hf-c8? (Uppskifti á e2 hefðu létt á stöðu svarts. Nú leggur hvítur undir sig borðið.) 20. Re5 (20. . Bxe5 21. Hxe5 gæfi hvítum eftir 7. línuna. (21. . He8? 22. Hxe8+ Hxe8 23. Hxe8+ Dxe8 24. Bxc7) þannig að Portisch leitar annarra leiða.) 20. . Df5? 21. Bd2! (Með ógnuninni 22. g4 sem vinnur drottninguna. Ef 21. . Bxe5 22. Hxe5 og riddarinn á a5 fellur.) 21.. Rxc4 22. g4 Rxe5 23. gxf5 Rf3+ 24. Kg2 Bh5 2 5 . Da4 Rh4+ 26. Kh3 Bxe2 27. Bxe2 Gefið. Jóhann Örn Sigurjónsson. •• Jóhann Orn Sigurjónsson, skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.