Tíminn - 19.12.1982, Síða 25

Tíminn - 19.12.1982, Síða 25
SALAT — „Hlustið þér á Mozart?" eftir Auði Haralds ■ Auður Haralds -„hömlulcysið verður henni að falli“ Auður Haralds: Hlustið þér á Mozart? Iðunn 1982 ■ Undirtitill þessarar þriðju bókar Auðar Haralds er „Ævintýri fyrir roskn- ar vonsviknar konur og eldri menn“. Aðalpersóna bókarinnar er einmitt ein slíkt roskin vonsvikin kona, húsmóðir í fínu hverfi sem hefur ekkert að gera allan daginn nema bíða eftir því að eiginmaðurinn, sem er alger gufa, komi heim. Hún unir sér við lestur ástarsagna, heilaspuna um móður sína inni í skáp og dagdrauma um prinsa og froska. Auður vill sýnilega lýsa tilgangsleysi lífs hennar og tilgangsleysi dagdrauma sem aldrei munu rætast. Petta er ekki verra söguefni en hvað annað og margt í þessari bók hefði getað orðið að ágætum sögum ef Auður hefði haft taumhald á sjálfri sér og löngun sinni til að vera fyndin. En eins og áður er það hömlu- leysið sem verður henni að falli. Auður á, þótt undarlegt megi virðast, alltof auð- velt með að skrifa. Snjallar hugmyndir, sem hún fær oft og tíðum, teygir hún og togar það til allt púður er farið úr þeim og lesandi verður þreyttur. Þar má nefna sögu af Spánarferð heimskra og þröng- sýnna Islendinga, og reyfaralestur seinna í bókinni. Ástarsagan sem Auður endur- segir er vissulega fyndin, en fyrir minn smekk er hér of mikið af því góða. Þá eru persónur bókarinnar skopgerðar um of, svo að lesandi á erfitt með að hafa snefil af áhuga á þeim. Gildir það bæði um söguhetjuna Lovísu, mann hennar Þorstein og ekki síst um Mussju Chalin, viðskiptavin eiginmannsins. Auður Har- alds ætti nú að fara að taka sjálfri sér tak svo þeir hæfileikar sem hún hefur glatist ekki í takmarkalausum tilraunum til fyndni. Bókmenntir eru annað og meira en samanraðaðir brandarar. Það er til marks um lýsingagleði bókarinnar að mér er sagt að eftir þeim kafla sem fjallar um matartilbúning Lovísu megi laga hið ágætasta salat. En varla hefur það verið áætlunin, að skrifa tæpra 200 síðna bók utan um eina mataruppskrift. Illugi Jökulsson. ■ Álfrún Gunnlaugsdóttir - „aldrei þessu vant má taka undir með forlaginu: Óvenju glæsileg frumsmíð“ er búin að fá nóg af ófriði um dagana.“ (113) Hún virðist öryggið uppmálað en undir niðri er flakandi sár og síðar fréttist að hún hafi fyrirfarið sér. Það er Rakel sem mælir þau orð er mætti segja mér að væri eins konar lykilsetning bókarinnar: „Það er enginn griðastaður til. Hvergi." (123) Þá hefur meira að segja Sviss brugðist. Og sögunni, og þar með bókinni, lýkur á hugleiðingum sögumanns um sjálfsmorðið: „Varð kannski enginn til að taka hlýtt og einlæglega um hendurnar á þér? Eins og forðum. Þegar þú varst á flótta. Lítil stúlka." (124) Þannig tengist síðasta sagan óbeint hinni fyrstu, þar sem einnig er lítil stúlka á flótta. Sögur sem vilja sitja eftir Þetta eru sögur sem vilja endilega sitja eftir í huga lesara eftir lesturinn, búa þar um sig og ekki fara alveg strax. Það er einhver undarleg kynngi í bókinni sem erfitt er að festa hendur á. Stíllinn er knappur og lætur oft það mikilvægasta ósagt; ýmiss konar tákn um hlutskipti mannanna má finna hvar sem maður leitar. Eða leitar ekki; sumum kann að virðast bókin næstum ofhlaðin slíkum táknum, of meitluð og eitthvert blóð vanta. Slíkt hlýtur að fara eftir smekk manna, en hinu verður ekki neitað að hér er um afskaplega þroskað verk að ræða, hljóðlátt en þroskað og sterkt. Álfrún hefur, trúi ég, ritað eina eftirtekt- arverðustu bók þessa árs og aldrei þessu vant má með góðri samvisku taka undir með forlaginu: Óvenju glæsileg frumsmíð. Hún hefur fyrirtaks vald á því formi sem hún hefur kosið sér og sálfræðilegt innsæi skortir ekki. Vönduð bók... I Illugi Jökulsson skrifar um bsekur Makalaust þreyttar mömmur ,,Viltu byrja með mér” eftir Andrés Indriðason Andrés Indriðason: Viltu byrja með mér? Mál og Menning 1982 ■ Það var með nokkrum spenningi að ég hóf lestur þessarar bókar. Andrés er enda verðlaunaður fyrir barnabækur sínar, - þótt það þurfi í sjálfu sér ekki að vera neinn gæðastimpill - sem mér þóttu á sínum tíma ansi góðar. í nýjustu bók sinni tekur Andrés fyrir unglingana. Aðalpersónan er Elías Þór Árnason sem er að byrja í sjöunda bekk. Hann verður fyrir þeim ósköpum að sitja við hliðina á stelpu. Það er hún Hildur frá Húsavík, aldeilis hress stúlka og ófeimin það. Elías hinsvegar alger andstæða, hlédrægur og inní sig. En eins og lög gera ráð fyrir fella þau skötuhjú hugi saman. Og kvöld eitt eftir skólaball biður hún hann að byrja með sér? Eiginlega fannst mér höfundur skjóta framhjá þar; að mínu viti gat ég enga ástæðu séð fyrir bónorðinu. Elías hafði framað því lítið gert annað en að roðna og horfa oní borðið sitt, meðan að hún lék á alls oddi. Og með þessari alltof einföldu persónusköpun missir sagan að miklu leyti marks. Eg fann aldrei fyrir nokkrum áhuga á þessum persónum, til þess voru þær of einfalt dregnar. Elías að auki hálfgerður leiðindapúki og stelpan var svo hress að mér nærri ofbauð. En vel að merkja þá tekur Andrés fleira fyrir, fjölskylduna' auðvitað, mamman sem alltaf var þreytuleg (ein spurning: afhverju skyldi mömmurnar hans Andrésar alltaf vera svona maka- laust þreyttar og lúnar?) Pabbinn hins- vegar, hægur og rólegur sjómaður sem ekki lét nokkuð verða til að koma sér úr jafnvægi. Og auðvitað einn dæmigerður stóri- bróðir: allur í bílunum og stelpunum. Andrés Indriðason segir ekki merkilega sögu í þetta sinnið. Hann segir sögu sem hefur verið sögð áður, og ekkert umfram það. Það má segja að hugmynd Andrésar hafi verið góðra gjalda verð: fjalla um tilhugalífið og fjölskyldulífið og félags- lífið hjá blessuðum unglingunum. En með því að Andrés dregur upp þetta ófrumlega og ófullgerða mynd, þá nær sagan aldrei neinu flugi. Ekki þar fyrir: alltílagi að lesa þessa bók, en hún skilur ekkert eftirsig og segir ekkert nýtt. Það er meinið. Og það er slæmt því Andrés er að mínu viti býsna snjall penni. Og ég vona sannarlega að Andrés gefi sér tíma til þess að finna sér nýjar og ferskar hugmyndir áður en hann byrjar á næstu bók. Hrafn Jökulsson Öldungis stórskemmtilegt „Sólarblíðan, Sesselia og mamman í krukkunni” — eftir Véstein Lúðvíksson Vésteinn LúðvQrsson: Sólarbliðan, Sesselía og mamman í krukkunni Mál og Menning 1982 ■ Bók þessi er sjálfstætt framhald Sólarblíðunnar sem kom út í fyrra. Og í lok nýjustu bókar sinnar gefur Vésteinn fyrirheit um þá þriðju. Einsog titilinn ber með sér þá eru aðalpersónur þessarar bókar þær Sólar- blíðan og Sesselía auk mömmunnar í krukkunni. Auk þeirra kemur við sögu Stebbi Stelpustrákur, sérdeilis skrítinn piltur að sumra mati. Sólarblíðan tekst á hendur að bjarga vinkonu sinni, Sesselíu frá leiðinlegum og frekum foreldrum. Sér til fulltingis hefur hún stórmerkilegan stein sem stelpustrákurinn lét henni í té. Ég hygg að mér sé óhætt að segja, að þetta sé. ærsla og ýkjusaga, altént þykir mér ólíklegt að atburðir þeir sem eiga sér stað í bók Vésteins séu daglegt brauð á venjulegum heimilum. OgVésteinitekst mætavel upp að mínu mati, skapar skemmtilegar persónur sem lenda í ýmsum undarlegum uppákomum. Þetta er saga með ævintýrablæ yfir sér, - þótt að sönnu sé erfitt að skipa ævintýri Vésteins á bekk með hefðbundnum ævintýrafrásögnum. Persónumar hans eru svosem engir guðsenglar, huxa stundum ljótt og haga sér oft illa. Illa á mælikvarða fullorðna fólksins, vem vill að börnin þeirra séu pen og þæg og huxi einsog það vill að þau huxi. En persónur Vésteins fara sínar eigin leiðir, gera grín að fullorðna fólkinu, sem höfundur dregur sundur og saman í býsna skemmtilega framsettu háði. Til að munda nefni ég, að þegar mamma Sesselíu er orðin agnarsmá, þá verða hlutverkaskipti með þeim mæðgum. Sesselía sýnir henni framá hve fram- koma fullorðna fólksins sé hraksmánar- leg við afkvæmin. Fleira mætti nefna, Vésteinn gerir stólpagrín að Tískudrottn- ingunni, sem ætlar að lesa hug Sesselíu og athuga hvort hún hefur smitast af hinum hræðilega sjúkdómi XR-13-B, og aðgæta þá í leiðinni hvort barnið huxi ljótt. Það mætti kannski álykta, að þarna fengi uppeldissálfræði ogfélagsfræðinga- liðið pillu. ■ Vésteinn I.úðvíksson En fyrst og fremst er þetta saga um böm sem fara sínar eigin leiðir og gefa ekkert í það mynstur sem fullorðna fólkið vill setja það í. Þetta má segja að sé raunsæis ævintýri með ádeilublæ, - vonandi gerist ég ekki um of frasakenndur, - og að mínu viti tekst höfundi öldungis stórskemmtilega upp. Ekki þar fyrir, þessi bók gæti hneyksl- að ýmsar viðkvæmar sálir, en það er von mín að skynsemin verði jennískunni sterkari. Og svona í lokin: henni Kolbrá systur minni fannst bókin æðisleg. Hrafn Jökulsson Venjulegt folk „Viðburðaríkt sumar” eftir Þorstein Marelsson Þorsteinn Marelsson: Viðburðaríkt sumar, Lystræninginn 1982 ■ Merkilegt kompaní Lystræninginn. Eitt af fáum forlögum sem að ráði sinnir yngri lesendahópunum og sem ekki hefur eingöngu peningagróða að mark- miði. Þetta litla forlag gefur nú út tvær barna og unglingabækur, mér að vitandi. Annarsvegar Einkamál Hans Hansen, höfund bókarinnar Sjáðu sæta naflann minn og tveggja sem þar fylgdu í kjölfarið. Því miður sér Tíminn sér ekki fært að fjalla um nema íslenskar bækur, en ég get látið það fylgja hér með, að nýjasta bók Hansen er að mínu viti afbragðsgripur og vonandi er að hún njóti sömu útbreiðslu og fyrri bækur höfundar. Viðburðaríkt sumar, eftir Þorstein Marelsson fjallar um ósköp venjulega fjölskyldu og er sögð frá sjónarhóli tíu ára gamals stráks. Upphafskaflar bókar - innar eru eiginlega einsog litlir þættir, frekar en liðir í stærra verki. Svolítíð fálmkenndir. Þar er lýst hinum ýmsustu ævintýrum og persónur kynntar. í seinni hluta bókarinnar er mun meira samhengi í allri atburðarás, þótt hann sé að sama skapi ekki alveg eins líflegur, að mínu mati. Þorsteinn Marelsson kynnir okkur fyrir venjulegu fólki og alls ekkert óvenjulegum atburðum og tekst með ágætum að halda athygli lesandans. Að sönnu verður frásögnin aldrei sérlega rismikil, það er sagt frá á ósköp hefðbundinn hátt og ekkert skrúð eða nein sérstök orðlist. Strákurinn tíu ára sem segir söguna og veltir ýmsu fyrir sér um ieið er ekki sérlega lifandi pcrsóna. Mér liggur við að segja að hann fcli sig í stílnum. Meira mæðir því á öðrum persónum, þ.e. fjölskyldunni. Allt er fjarska dæmi gert: Pabbinn sem er með bíladellu, rólyndi afinn, venjulega (því miður fann ég ekkert annað orð) mamman, leiðinlega frænkan, freka systirin. Þetta mun vera fyrsta bók Þorsteins Marelssonar. Sem slík lofar hún nokkuð góðu, altént þykir mér sýnt að hann geti náð til lesenda sinna, barnanna. - Hrafn Jökulssun.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.