Tíminn - 19.12.1982, Side 30

Tíminn - 19.12.1982, Side 30
30 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 ■ Pá er komið að þeim þætti í lófalestri, sem ýmsir munu hafa einna mestan áhuga á en hér er átt við hjónabönc! og önnur sambönd af tilfinn- ingalegum toga.Þeir sem aðeins hlusta með öðru eyranu, meðan við segjum þeim frá skapgerðareinkennum, starfs- ferli og hæfileikum, munu draga stólinn nær lófalesaranum, þegar hann minnist á horfurnar í ástamálunum. En munum að ekki er rétt að byrja á því að lesa urn þessi efni í lófanum, því ekki er hægt að ráða í hverning þessi sambönd munu æxlast, fyrr en við vitum hver sú persóna er, sem við erum að lcsa í lófa á. Einhverjar undarlegar ástæður ráða því (einginn veit hvers vegna) að sá tími cr fólk mun vcrða ástfangið er fyrirfram ákveðinn þegar í vöggu. Svo er að sjá að fyrirfram séu „stimpluð" inn hjá okkur sérstök tímabil fyrir þessar tilfinn- ingar. En mjög oft kemur það ekki í Ijós fyrr en síðar hvort þessi sambönd verða löng eða skammlíf og hvort þau færa viðkomandi gleði eða sorg. Við byrjum á því að Kta á handarjað- arinn sjálfan neðan við litla fingurinn, - svæði á milli hans og hjartalínunnar. Par má koma auga á eina til fimm lárréttar línur. Þær eru smáar og oft er gott að hafa hjá sér stækkunargler, þcgar þær eru athugaðar. Þcssar línur eru til auðkennis nefndar „giftingarlínurnar". En þar scm margir hafa þrjár eða fjórar svona línurjæstir færri en tvær, mundi Ktið vera um ókvænta menn og ógiftar konur, ef taka ætti bókstaflega mark á þessu. Því væri mikið réttara að kalla línur þcssar „ástarmálalínurnar." Er það komið und- ir öörum vísbetidingum hvort um hjóna- band verður að ræða eður eigi. ■ Tvær giftingarlínur á handarjaðrinum. Önnur línan er með „þverstriki“ við endann, sem merkir einhverjar alvarlegar hindranir. Hér er strikið í vinstri hendi, sem merkir að hindrunin kemur upp af hálfu eiganda þessarar handar. Hann er ef til vill þegar í hjónabandi...? ■ Þarna má sjá hönd með nokkrum áhrifalínum. Stundum eru þessar línur talsvert fleiri, - en einnig stundum ekki nema ein eða tvær. Þegar í vöggu er það ákveðið hve- nær ástin ber að dyrnm á ævinni! Giftingar og barnalínurnar í lofanum lagðar undir stækkunarglerið ■ Hér tengir hjónabandslínan giftingarlínu og eina áhrifalínanna. í þessu tilfelli ætti að vera óhætt að spá hjónabandi. Á kortinu má sjá ýmis fyrirbæri sem við munum fjalla um í næsta blaði, - ferðalínurnar, hálsmen Venusar, dulrænu Iínuna og fleira. Hver þessara lína vísar til eins á- kveðins ástarsambands og eftir því sem línan er lengri og skýrari, því lengra og nánara verður sambandið. Ætla má að sú línan sem skýrust er gæti helst táknað hjónaband. En á hvaða aldursskciöi mun ástin berja að dyrum'? Það þarf mikla kunn- áttu og langa æfingu til þess að svara þessu nákvæmlega. Auðveldlega getur okkur skcikað um tvö ár til eða frá. En í stórum dráttum lesum við Knurnar svona: Byrjið að lesa aldurinn frá hjartalínunni og upp í átt að litlafingri. Lína á fyrsta fjóðungi leiðarinnar sýnir ástasamband sem til er stofnað á aldrinum 17-24 ára. Lína á bilinu miðju merkir samband á aldrinum 24-30 ára, en línur þar fyrir ofan merkja sambönd á aldrinum 30-45 ára. Línufjöldinn er ekki alltaf sá sami í báðum höndum. Það er vegna þess að í nægri hendinni er að finna fólk sem elskar þig. en fólk scm þú clskar t hinni vinstri. Ast er oft aðeins á eina hlið, eins og við vitum. Sé því lína í vinstri hönd, sem ekki á sér hliðstæðu ( þeirri hægri, ætti viðkomandi að reyna að gleyma „hinum elskaða" og það fyrr en seinna. Astin verður ekki endurgoldin. Því er nú ver að ekki fá allar ástir góðan endi. Ef við viljum sannfæra okkur um að eitthvert samband endi með brúðkaupi, þá lítum á „áhrifalínurnar", en þær eru sýndar á kortinu hér með. Þetta eru langar og mjóar línur innan við líflínuna á Venusarfjallinu. Hver þessara Kna merkir fólk sem hefur áhrif á líf okkar á umtalsverðan hátt. Já,sé um giftingu að ræða, þá ætti einhver áhrifalínanna að tengjast ein- hverri „giftingarlínanna með mjórri Knu, sem liggur þvert yfir lófann. Þessi lína kemur þó oft ekki í lófann fyrr en fólk hefur mæst og er farið að kynnast. Þannig er oft ekki hægt að spá hjónabandinu með löngum fyrirvara. En þegar sKk lína er til staðar getum við verið viss í okkar sök og spáð veisluborð- um og klukknahljómi. En víkjum nánar að „áhrifalínunum." Við megurn ekki ætla að þær sýni þann fjölda clskhuga og ástmeyja sem á vegi okkar verða. Þær merkja einnig góða vini eða tengdir, sem skipta okkur miklu. Áhrifalína sem ekki er áföst líflínunni, en liggur meðfram henni frá byrjun táknar nær árciðanlega einhverja eldri persónu (Kklcga annað foreldra, en stundum barnfóstru, eldri bróður eða systur) sem skipt hefur miklu máli á barnsaldri. En eins og áður segir, - einhver sem við bindum við varanlegt tilfinningasam- band í ástum er oft merktur með „áhrifalínu". Tengilína sú sem áður er getið við giftingarlínu, þarf þó vissulega ekki að tákna löghclgað samband, - varanleg sambúð fólks án hjónvígslu kemur eins fram í lófanum. ( sumum lófum má sjá aðra tegund „áhrifallna" sem staðsettar eru við handarjaðarinn á Mánafjallinu. Tengj- ast þær iðulega örlagalínunni og merkja vini af gagnstæöu kyni. sem eru mönnum hjálplcgir í Kfsbaráttunni. Þarna getur auðvitað verið urn eiginkonu eða eigin- mann að ræða, en svo þarf samt alls ekki endilega að vera. En til þess að ganga úr skugga um hver endalok ástarsambanda okkar verða, þá gefum enn nánari gætur að litlu Knunum undir litlafingri. Sveigi línan niður á við í endann þá merkir það harm eða ekkju-(ekkils)-stand, en klofni Knan í endann, þá er þá vísbending um aðskilnað vegna fjarlægðar eða annars aðskilnaðar. Þetta þarf ekki að vera varanlegt. Slík merki hefur mátt sjá í höndum karla og kvenna sem lengi hafa verið skilin að skiptum á stríðstímum,- ef til vill tvö eða þrjú ár. Sé einhver Knanna jöfn og óslitin, þá er þar merki um hamingjusamt samband eða hjónaband. Þegar línan endar á „þverstriki" er annar aðili vanalega í hjónabandi fyrir. eða þá að trúarlegar hindranir og þvíumlíkt eru til fyrirstöðu. Haldi línan hins vegar áfram ýfir þverstrikið, mun leið finnast til þess að ryðja öllum fyrirstöðum úr vegi. Sé „þverstrikið" aðeins í vinstri lófanum er tálmanna að leita hjá eiganda handarinn- ar, en sé strikið í þeim hægri, tengist það hinum. Lesa beráhrifalínurnar ÍVenusarfjall- inu á sama hátt. Taki lína sem byrjar nærri Kflínunni að fjarlægjast hana æ meir mun viðkomandi persóna skipta æ minna máli í lífi okkar. Slitin áhrifaKna sýnir deilur og aðskilnað, eða þá einhver vandræði, til dæmis sjúkdóma, sem viðkomandi vinur okkar mun þjást af. Miða má upphaf áhrifalínana við aldurinn á Kflínunni. Viðkomandi pers- óna fer að hafa áhrif á þeim aldri æfi okkar, þegar áhrifalína hans hefst í lófanum. Línan sent tengir giningurlmu og áhrifalínu, ætti að vera skýr og vel mörkuð, ef við eigum að geta spáð hamingjusömu hjónabandi. Tengist grein frá henni Velgengnilínunni, verður eiginmaðurinn eða eiginkonan vel cfn- um búin og hinn ágætasti kostur Börnin sem við eignumst Flestir vilja fá að vita hvort og þá hve mörg börn þeir munu eignast. Nú errétt að taka fram stækkunarglerið, því börn eru merkt í lófann sem örlitlar lóðréttar Knur sem ganga upp frá þeirri af „giftingalínunum" sem helst viðist benda til að um hjónaband sé að ræða. Látum ckki leiðast til þess að telja örmjóar lóðréttar línur, sem ganga yfir allar giftingarlínurnar á Merkúrfjallinu barna línur. Raunverulegar barnalínur koma upp frá aðcins einni giftinarlínanna og snerta engar hinna. Hver glöggt mörkuð lína er merki um heilbrigt barn. Mjóar og, krókóttar línur sýna barn sem er ef til vill ekki lífs auðið cða er á einhvern hátt veikbyggt. Eyja á barna- Knu er merki um veikindi þess. Sagt er að sterkar og skýrar barnalínur merki drengi, en óskýrari línur stúlkur. En hér er úr vöndu að ráða, þegar um svo veigalitlar Knur cr að ræða og menn verða að hafa arnarsjón, ætli þeir aðlesa margt út úr barnalínunum. Fjarlægðin á milli bamalínanna ætti að segja okkur hve langt verður á milli þess að börnin fæðast, - lesist fyrst fjarst lófanum og þá nær miðju hans. Rétt er að bera alla spádóma um barneignir saman við það sem armbönd- in á úlfnliðnum segja, en um þau fjöllum við í næsta blaði og snúum við okkar þá að ýmsum ntinni merkjum í lófanum, sem iðulcga vantar. Sitthvað um lófalestur Tíunda grein

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.