Tíminn - 23.12.1944, Qupperneq 2

Tíminn - 23.12.1944, Qupperneq 2
2 T í M I N N Karl Kristjánsson, Húsavfk: { Með sjálfum sér „Hann er ekki með sjálfum sér,“ er sagt um þann mann, sem er ekki með réttu ráði og gætir sín því ekki. Honum er ekki sjálf- rátt. Sá maður er til sjúklinga talinn. En þú, sem ert bæði í þínum augum og annarra heilbrigður, — ert þú nægilega með sjálfum þér? Tungan geymir margan dýrmætan-sann- leika í talsháttum sínum. Þarna ef tals- háttur, sem reynsla kynslóðanna hefir skapað, mótað og fágað. Horfir þú í fjpti hans, eru þeir sem skuggsjá. Þú sér í þess- um flötum mörg stig þess að vera ekki með sjálfum sér, án þess þó að vera sjúklingur í þess orðs eiginlegu merkingu. Þú kemst að þeirri niðurstöðu, að þroski þinn fari mjög eftir því, hvort þú átt þess kost áö vera með sjálfum þér, og hvort þér tekst að vera það nægilega. Ég hugsa mér, að þú hafir verið sveita- maður, en sért orðinn bæjarbúi, eins og svo margir íslendingar þeir, sem nú eru uppi. Ég geri ráð fyrir, að þú sért alinn upp við að gæta ánna um sauðburðinn, — smala fé af víðáttumiklum heiðum til vorrúnings og haustrétta, - sækja viðsjála hesta í haga, — flytja um misjafna vegu hey af engj- um, — fara sendiferðir alllangar leiðir milli bæja, stundum í vondu færi og áhlaups- veðri — o. s. frv. Þú hafir þess vegna van- izt því að þurfa að beita eigin aðgát, — með öðrum orðum: að vera með sjálfum þér. Ég geri mér í hugarlund, að þú hafir, þegar þú gættir lambánnp^ hlustað hug- fanginn á raddir vorsins. Sál þín hafi þá laugazt ,í fegurð náttúrunnar, morgun- skærri og kvöldværri. Ég þykist viss um, að þú hafir kunnað og haft yfir klökkum huga kvæðið „Haust- kvöld“ eftir Steingrím, þegar haustlitirnir komu á landið umhverfis bæinn þinn. Mér finnst líka, að ég heyri þig, þegar þú hleypur yfir hjarnið heim úr sendiför og horfið upp í alstirndan himininn, hafa yfir þessar hendingar Einars Benedikts- sonar: < „Taugarnar þúsundir ísvetra ófu. Ennið kvöldhimnaskararnir hófu.“ þar sem svona er með sjálfan þig? Vita þau, „að því verri eru heimskra manna ráð-sem fleiri koma saman“? Hefir þú gert þeim skiljanlegt, að í skrif- stofum og sölubúðum gengur úr sér arfur norrænna kyhslóða: „taugarnar“, sem „þúsundir ísvetra ófu“? Hefir þú látið þeim verða ljóst, að fólkið í sveitinni gætir fjöreggs íslenzks þjóð- ernis? Bera þau þann hug, sem skylt er, til sveitafólksins? Ég efast ekki um, að þér fannst illa mælt og óviturlega það, sem Halldór Laxness sagði í greininn ',,Þjóðlýgi“ í Þjóðviljan- um 6. apríl s. 1. En gaztu verndað börn þín frá að bíða tjón á sálu sinni við lestur þess? ^ Hann sagði: „Við byggjum vegi, brýr, síma, og kost- um byggingar og landbúnaðarstarfsemi á afskekktum, óbyggilegum stöðum, þar sem fáeinar sálir stunda sveitabúskap sér til skemmtunar, án þess að starfsemi þeirra hafi nokkurt þjóðhagslegt gildi eins og hún er rekin. í þessa skemmtistarfsemi köstum við sum árin'tugmiljónum króna, án þess að hugsa okkur um, — auðvitað alltaf með því sama gamla viðlagi: við íslendingar erum fátæk þjóð. Við kostum gufuskipaþjónustu meðfram strjálbýlli strandlengju, sem er svo dýr, að frá þjóðhagslegu sjónarmiði myndi borga sig betur fyrir ríkíð að kosta íbúa sumra þessara staða á spítala og láta mata þá þar árið um kring, heldur en kasta fé og orku í að flytja þeim nauðsynjar.“ Er sá maður, sem þannig talar, með sjálfum sér? Er það ekki hópsál borgarinnar, sem þannig reiknar og ályktar, smituð af styrj- aldarfári heimsins? Þetta er sú helgrimma vélvirkjahugsun, sem vill mala mannlifið eins og korn í einni stórri kvörn, handa einhverri óhemjulegri Brauðgríði, sem síðan hnoðar, bakar og éturr" Það er ekki nóg, samkvæmt þessari hugs- un, að mannskepnan eigi að lifa af einu saman ■brauði, — heldur á hún líka að vera brauð. Mér er meira aðsegja ekki grunlaust um, að þú hafir reynt að yrkja sjálfur á þeim árum. Þannig varstu meðan þú varst í sveitinni. Þar gaztu ekki án sjálfs þín verið, ef svo mætti að orði komast. En nú? Hvað segir þú í fréttum af þér í þessum efnum nú? Þú býrð ennþá að uppeldinu. Þú hugsar talsvert í einrúmi. En samt er það svo, að stundum ertu hættulega lítið með sjálf- um þér. Þú ert þá meff öffrum, — einhverj- um, sem þú veizt ekki, að er annar en þú, og máske er ekki einn heldur margir, sem vita ekki af sjálfum sér sem einstakling- ar. Þú ferð ekki þinna ferða, heldur berst með straumi, sem þú ræður ekki við. Þann- ig ertu t. d. á fundum sérhagsmunaflokks þíns. Þú ert á leiðinni til þess að verða hóp- menni'— hópsál, ef þú gætir þín ekki. Hvernig heldur þú, að börn þín séu'sett, En Halldór Laxness hefir líka sagt ann- að, sem meira mark er á takandi. .Eitt sinn er hann kom frá útlöndum eft- ir ársdvöl í Suður-Evrópu, fór hann til Austurlands. Kom hann þá síðla sumars í Hallormsstaðaskóg og- orti þar um sjálf- an sig: „Hann, sem var áður afglapinn á torgum, er orðinn skáld í Hallormsstaðaskóg.“ Um veturinn gekk hann á skíðum að aust- an til Norðurlands. Segir hann í bók sinni „Dagleið á fjöllum“ frá þessu. Bar það við á leiðinni til Norðurlands, að hann og fé- lagar hans villtust í dimmviðri og vondri færð. Lúðist skáldið og varð mannlegra en oft endranær. „Mig var farið að verkja í skrokkinn," segir hann. „Sérstaklega lagð- ist þreytan ofarlega í hrygginn, upp undir hálsliðunum, og ekki laust við, að ég væri meiddur undan skíðaböndunum.“ Áður en ver væri komið, náðu ferða- mennirnir til bæjar. Þetta var, segir Laxness, „lítill, fátæk- legur bær, illa hýstur. Við vöktum upp og var tekið með kostum og kynjum af ung- um, velmenntum hjónum. Við höfðum ver- ið nær átján stundum á fjalli milli byggða, og þóttumst nú vel að húsaskjóli komnir, enda var slegið upp veizlu fyrir okkur strax um nó'ttina---------. Síðan háttuðum við niður í mjúk og notaleg rúm, og það er ein- hver ljúfasta hvíld, sem ég hefi notið, að leggjast til svefns á þessum litla bæ uppi við brjóst landsins." Við skulum gera ráð fyrir því, að sú reynsla, sem Halldór Laxness varð fyrir þarna, hafi gert það að verkum, að óhætt sé að slá því föstu, að hann hafi vitað hvað hann sagði, þegar hann talar um „brjóst landsins“. Að hann, sem nýlega í Hallormsstaðaskógi hafði losnað við af- glapa sinn frá torgunum, orðið skáld og síðan gengið sig náttúrlega þreyttan í vetr- arveðri á íslandsheiðum, hafi skilið, að Fjallkonan hafði lagt hann á brjóst sér, og tekið hann um stund í það fóstur, sem mannað hefir börn hennar bezt. Þá var Halldór Kiljan Laxness meff sjálf- um sér. Flestir menn á íslandi, sem búa í bæ eða kauptúni, eru fluttir þangað úr sveit, eða eru börn foreldra, sem fluttu úr sveit. .Flutningur fólksins úr dreifbýlinu í þétt- býlið hefir verið svo ör, að þjóðsögu líkist! Margt er það, sem hlýtur að vera hverj- um hugsandi manni, sem er góður íslend- ingur, áhyggjuefni í þessu sambandi. Ýmsir spyrja t. d.: hvar eru skáldin, sem þéttbýlið hefir alið upp? Kannske er of snemma spurt. Ég held þó ekki. Þögnin er farin að verða sönnun þess, að rætur hafa slitnað og menningarskilyrði . breytzt stórkostlega. Eitt hið alvarlegasta er, að alltof mikill hluti fólksins í bæjunúm er hætt að vera nægilega mikið með sjálfu sér. Það er um of hætt að hugsa sem ein- staklingar — og þroska sig á því. Hin litla, íslenzka þjóð, sem réttilega hefir verið sagt um, að hún sé.of fámenn til þess aff geta orðið stérk heild meðal þjóðanna, en aftur á móti sterkir oig merki- legir einstaklingar, hún á nú að ýmsra áliti — að því er virðist — að fara að leggja megináherzlu á að efla fjöldastyrk- inn á kostnað einstaklingsræktarinnar.Það felst í hrópinu um þjóðhagslegan dýrleika strjálbýlisins. v En — á fólkið, sem síðdegi eftir síðdegi og kvöld eftir kvöld olbogar sig áfram í mannösinni í Austurstræti, að sjá eftir því fé, sem ríkið ver til þess að rækta Hall- #

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.