Tíminn - 23.12.1944, Side 17

Tíminn - 23.12.1944, Side 17
T f M I N N 17 ekki ríða með sér út að Látrum. Ég hélt það nú, óg er það ein fegursta stund, sem ég hefi lifað, að sjá sólsetrið á Látrum það kvöld. Annað skipti fórum við allmargt heimilisfólkið á hestum í Vaglaskóg — hina ánægjulegustu för um Fnjóskadalinn og nutum við, unaðs hins fagra skógar á leiðarenda. — Stutt var til Grenivíkurkirkju En ekki man ég eftir messum séra Árna, en vel eftir hans söngelsku, fjörugu og skemmtilegu börnum: Gunnhildi, Stein- gerði, f>órgunni, Þórhalli og Ingimundi, síðar söngstjóra „Geysis“ á Akureyri. Ein- um gesti, er kom að Höfða, man ég sérstak- lega vel eftir. Það var Matthías Jochums-' son skáld, er var þá um áttrætt. En hann var eldfjörugur, ungur í anda, glaður og reifur, þó að árin væru orðin svona mörg að baki. Hann var einar þrjár nætur í Höfða og talaði svo að segja látlaust, nema rétt á meðan hann svaf, seinni hluta næt- ur. Baldvin var allra iðnastur að ræða við hann, enda fróðleiksfús og kunni sjálfur frá mörgu að segja. Ekki man ég setningar, er ég heyrði Matthías segja, nema þegar ég var með að sýna honum mjög reisu- leg ný fjárhús, úti á túninu. Þegar Matthías kom inn úr dyrunum, varð honum að orði: „Nú munar mann í að vera orðinn að sauð- kind.“ Fagna ég yfir því að hafa fengið tæki- færi til þess að sjá og heyra Matthias, það víðsýna og bjartsýna skáld — og mann- vin. Rétt fyrir fjallgöngurnar brá til með veð- ur og gerði grimmdarbyl með mikilli fann- komu. Höfðabræður áttu að láta einn mann í leitir „út í Fjörðu“ þ. e. Hvalvatnsfjörð og Þorgeirsfjörð. Varð ég fyrir valinu, enda ljúft að fara í leitir og kanna ókunna stigu. Riðum við leitarmennirnir út yfir Leirdals- heiði í ófærð og hríð, en komumst heilu og höldnu um kvöldið að Þönglabakka í Þorgeirsfirði, sem var gamalt prestssetur, og gistum þar yfir nóttina. Næsta dag leit- .uðum við upp um fjöllin og fundum all- margt fé. Varð ég viðskila við aðra leitar- menn, vegna tveggja lamba, er ég fann léngst inn á Bakkadal. en ófærðin var svo mikil, að ég varð að hálfbera þau í áttina til byggða. Snjórinn var sjaldnast minni þar uppi en i kálfa eða hné og oft dýpri. Loks tókst mér þó að koma lömbunum til leitarmannanna, sem voru með fullorðnar kindur í rekstri. Aftur gistum við að Þönglabakka. Heldur fannst mér lítil kirkjan þar, og kirkju- klukkan var í sálarhliðinu, því að turn fyrirfannst enginn. Að morgni drógum við féð sundur í Botnsrétt, skammt frá Þöngla- bakka, og rákum það svo yfir í Hvalvatns- fjörðinn og inn undir eyðibýlið Gil og leituðum jafnframt að fleira fé. Riðum svo til baka aftur í rökkrinu að Kaðalsstöð- um og gistum þar. Þar hafði Björn Líndal alþm. allstórt bú, einkum sauðabú. Fallegt þótti mér þarna í Fjörðunum, grösugt og svipfrítt, sléttar eyrar og engjar meðfram ánum og hlíðar til beggja handa, en opið hafið framundan með Grímsey úti við sjóndeildarhringinn. Allmargir bæir voru í eyði í Fjörðunum. Komum við að sumum þeirra, t. d. Kussungsstöðum, þar sem Sæmundur í „Virkum dögum“ fann konuefnið sitt. Þar var kafgras á túninu óg veggir reisulegir og jafnvel þak á göng- um og víðar. Byggðar jarðir munu þá hafa verið í Hvalvatnsfirði: Tindriðastaðir. Eyri og Kaðalsstaðir, en í Þorgeirsfirði: Þöngla- bakki, Botn og Hóll. Nú eru allar þessar jarðir farnar í eyði og byggð lögð niður í Fjörðum. Og er þar með einni fallegri byggð færra á íslandi. Frá Kaðalsstöðum fórum við með birt- ingu og rákum fjársafnið og leituðum inn Leirdalsheiðina. Snjólaust var niðri í Fjörð- um, en til heiðp, var svo mikill snjór að trauðla var fé rekandi þar. Yfir Leirdals- heiði, frá Gili, sem var venjulega um 2—3 klukkutíma ferð, vorum við allan daginn að reka féð og komum því loks í rökkr- inu inn að Bárðartjarnarrétt, þar sem skyldi rétta. Ekki gaf ég mér tíma til að vera við réttina daginn eftir, því að ég hafði ætl- að mér að fara á Hraunsrétt í Aðaldal. Um aldamótin las ég í tímaritsgrein eftir Guðmund Friðjónsson eitthvað á þessa leið: Viljir þú kynnast ranghverfunni á lífi Þingeyinga, þá komdu í Hraunsrétt og vertu þar einn dag. Og einu sinni þegar Halldór skólastjóri á Hvanneyri var „í tíma“ að ræða um hitt og þetta, veik hann sér snöggt að einum skólapiltinum, sem var úr nágrenni Hraunsréttar og spurði: „Heyrðu, Þórhallur, voru þeir ekki 19 krakk- arnir, sem urðu til á Hraunsrétt þarna um árið?“ Margt fleira hafði ég heyrt um Hraunsrétt, er varpaði ævintýrablæ yfir lífið þar og fýsti mig, fyrst ég var svona nærri, að sjá það og heyra sjálfur. Morguninn eftir leitirnar söðlaði ég klára mína. Hélt ég inn allan Fnjóskadal yfir Ljósavatnsskarð, Skjálfandafljót og Fljóts- heiði. Gisti að Einarsstöðum í Reykjadal og fekk þar hinar allra beztu móttökur hjá systkinunum Jóni, Einari og Önnu Haralds- börnum og Árna Jakobssyni, sem nú er i Skógarseli. Næsta dag var^svo haldið á Hraunsrétt og þusti þar að fjöldi manna úr öllum áttum. Fé var einnig mjög margt — og fallegt. Viðskipiamenn Kaupfélags Siöðfirðinga Hver hygginn inaður brunutrygyir á hverjum tínia nœgUeya hátt eiyur sínar. En fyrir fleiru þnrf að tryggja en brunahættu. Á verðbret§tUifiatímum9 eins og nú standa j/íir, er tn i k il nauðsgn að tryggjja framtíð sína með einhverjju sparifé. v. Munið eftir Innlánsdeild kaupfélagsins og ávaxtið ]>ar sparifé yðar. Gleðileg jjól, farsœlt komandi ár. Þökkum samstarfið á liðna árinu. Kaupfélag Stoðfirðinga Stöðvarfirði — Breiðdalsvík. \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.