Tíminn - 23.12.1944, Page 24

Tíminn - 23.12.1944, Page 24
24 T í M I N N Eitt augnablik litu þeir hvor framan í annan, en því næst lét ungi maðurinn aug- un aftur og sneri höfði til veggjar. „Þá það,“ hvíslaði hann. Það var sárs- aukasvipur kringum munn hans. Fyrir utan dyrnar beið Hanna eftir Sadó. Hann varð fljótt var við það, hversu vand- ræðaleg hún var á svip. „Sadó! — Yunú hefir sagt mér, að þjón- ustufólkið geti ekki fengið af sér að vera hér áfram. ef við hýsum þennan Ame- ríkumann lengur. Hún sagði mér, að þjónarnir álitu, að við hefðum verið svo lengi í Ameríku, að við værum búin að gleyma því að hugsa um okkar eigiö land fyrst og fremst. Þeir halda, að við höfum mætur á Ameríkumönnum." „Þetta getur ekki verið satt,“ mælti Sadó. önuglega. „Ameríkumenn eru óvinir okkar. En mér hefir verið kennt að halda lífi í hverjum manni, ef ég gæti.“ „Það geta þjónarnir ekki skilið,“ sagði hún áhyggjufull. „Nei,“ sagði hann og var hryggur í bragði. Hvorugt þeirra virtist geta sagt neitt frekar og einhvern veginn hélt húshaldið áfram með sama sniði, eftir sem áður. En með hverjum degi sem leið urðu þjónarnir varari um sig. Framkoma þeirra var jafn hugulsöm og áður, en þeir litu frekar köld- um augum til húsbænda sinna annað slagið. „Það liggur í augum uppi, hvað herra okkar hefði átt að gera,“ sagði gamli garð- yrkjumaðurinn einn morguninn. Hann hafði allt sitt líf unnið við blómaræktun og var auk jjpss sérfræðingur í mosarækt. Hjá föður Sadós hafði hánn útbúið ein- hvern bezta mosagarð í Japan. Hann hafði snyrt svo vandlega hina fagurgrænu mosa- breiðu, að hvorki laufblað né greninál blettaði flosmjúkt yfirbörð hans. ,,Sonur míns gamla herra veit vel, hvað hann á að áðhafast,“ sagði hann og klippti brum af runna. „Úr því að maðurinn var aíveg að dauða kominn, — því þá ekki að láta honum blæða út?“ „Hinn ungi herra okkar er svo hreykinn af þeirri leikni sinni að bjarga manns- lífum, að hann bjargar hvaða mannslífi sem er,“ sagði eldabuskan með fyrirlitn- ing i. Og um leið hjó hún höfuð af alifugli, af mestu fimi, og lét blóðið úr sárinu renna niðuí í rætur vistaríu- vínviðarins. Blóðið þykir ágætt gróður- efni og gamli garðyrkjumaðurinn vill ekki að einn einasti dropi fari til ónýtis. „Það eru börnin, sem við verðum að hugsa um,“ sagði Yunú dapurleg. „Hvað ætli biði þeirra, ef faðir þeirra væri ákærð- ur landráðamaður?“ Þau reyndu ekki að draga fjöður yfir það, sem þau sögðu, syp Hanna, sem stóð í ver- öndirpi/rétt hjá þeim og var að hlynna að blómúm, vissi, að þau töluðu í þeim til- gangi, að hún heyrði, hvað þau sögðu. Hún vissi líka, að í raun og veru höfðu þau rétt fyrir sér. En hún skildi sjálfa sig tæplega til fulls. Ekki svo að skilja, að hún hefði viðkvæma samúð með fanganum. Og hún leit á hann fyrst og fremst sem fanga. Henni hafði jafnvel ekki geðjast hann í gærdag, er hann sagði við hana á sinn fljótfærna hátt: „Hvað sem öðru líður, — þá lofið mér að segja yður, að ég heiti Tom.“ Hún hafði jiðeins hneigt sig fálátlega. Hún hafði orð- ið vör við einhverja styggð í augnaráði hans, en ekki fundið neina hvöt hjá sér til þess að sefa þá styggð. En í sannleika sagt hafði hann komið af stað óróa á heim- ilinu. Hvað Sadó snerti, þá skoðaði hann sár mannsins á hverjum degi mjög vandlega. Þennan morgun hafði hann tekið burtu síðasta sauminn. Og eftir hálfan mánuð væri ungi maðurinn orðinn svo að segja jafngóður. Sadó gekk inn í skrifstofu sína og vél- ritaði af mestu nákvæmni bréf til lög- reglustjórans, þar sem hann skýrði frá öllum málavöxtum. „Tuttugusta og fyrsta dag febrúarmánaðar hraktist stríðsfangi nokkur í land á ströndina fyrir framan húsið mitt .... “ , Hann vélritaði áfram og opnaði síðan leynihólf í skrifborði sínu og stakk skýrsl- unni þar inn, ófullgerðri. Á sjöunda degi skeði tvennt frásagnar- vert. # ■ * Um morguninn yfirgáfu þjónarnir heim- ilið og létu muni sína alla innan í þykka bómullarklúta. Þegar Hanna kom á fætur um morguninn, höfðu engin hús- verk verið unnin, ekkert tekið til og eng- inn matur eldaður. Og hún sá strax, hvern- ig í öllu lá. Henni varð um og ó. Hún varð næstum því skelfd. En sómatilfinning hennar sem húsmóður leyfði henni ekki að láta á neinu bera. í þess stað hneigði hún höfuð sitt með yndisþokka, þegar þjónustufólkið birt- ist í eldhúsinu. Og hún borgaði því laun þess og þakkaði því allt það, sem það hafði unnið henni. Það grét, en hún táraðist ekki. Matseljan og garðyrkjumað- urinn höfðu þjónað Sadó frá því hann var lítill drengur í föðurhúsum. En Yunú grét vegna barnanna. Hún var svo harm- þrúúgin, að eftir að hún var farin, sneri hún við og hljóp til Hönnu: Kaupfélaé Hellissands, Sandí Vidskíptavinir nær og fjær! Muníð, að vér seljum allar fáanlegar útlendar og inn- lendar nauðsynjavörur, þar á meðal byggingavörur, kol og salt. Starfrækjum sláturhús. Tökum landbúnaðar- og sjávarafurðir í umboðssölu SAMVINNUMENN! Munið sftir innlánsdeild kaupfélagsins. Látið kaupféiag ykkar ávaxta spariféð.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.