Tíminn - 23.12.1944, Page 25

Tíminn - 23.12.1944, Page 25
T f I I N N 25 ' „Ef börriin sakna mín of mikið í nótt, þá sendið eftir mér. Ég ætla að Jara heim til . mín, — þér vitið, hvar það er.“ „Ég þakka þér fyrir,“ sagði Hanna og brosti. En tmeð sjálfri sér ákvað hún að senda ekki eftir Yunú, hvernig sem krakk- arnir grétu. Hún útbjó morgunverðinn og annaðist, um börnin. Hvorugt hjónanna minntist einu orði á þjónustufólkið, nema þá stað- reynd, áð það væri farið. En þegar Hanna hafði fært fanganum morgunverð, kom hún til Sadós og sagði: „Hvernig stendur á því, gð við getum ekki verið ákveðin í því, hvað við eigum að gera? Jafnvel þjónustufólkið sér strax , í hendi sinni, hvað ber að aðhafast. Hvers vegna erum við frábrugðin öðrum sönnum Japönum?“ Sadó anzaði engu. En stuttu seinna . gekk hann inn í stofuna, þar sem fang- inn var og sagði fruntalega: ',í dag máttu fara á fætur. Ég ráðlegg þér að vera á fótum aðeins í fimm mín- útur í einu. Á morgun máttu fara tvisvar á fætur, jafnlengi í hvort skiptið. Það væri gott, að þú g'ætir orðið heilbrigður aftur eins fljótt og hægt er.“ Hann sá hræðslusviprium bregða fyrir á andliti unga mannsins. „Allt í lagi,“ sagði pilturinn í hálfum hljóðum. Auðsjáanlega ætl'þði hann að segja eitthvað meira. „Mér finnst ég standa í þakklætisskuld við yður, læknir, fyrir það, að hafa bjargað lífi mínu.“ „Þakkaðu mér ekki of fljótt,“ sagði Sadó hryssingsl,ega. Aftur ísiá hann öttanum bregða fyrir í augum piltsins, — ótta, jafri augljósum og hjá hræddu dýri. Örin á hálsi hans urðu fagurrauð eitt andartak. Þessi líka ör! Af hverju skyldu þau stafa? — En Sadó spurði einkis. Er leið á daginn, kom annað atvik fyrir. Hanna, sem önnum kafin var að vinna störf, sem hún var óvön, sá, hvar einkenn- isklæddur sendiboði kom að dyrunum. — Þjónarnir höfðu þá eftir allt kjaftað irá! Hún hljóp inn til Sadós með öndina í háls- inum og gat engu orði upp komið. En sendiboðinn hafði fylgzt með henni, og þarna stóð hann. Hún benti á hann og fann til óstyrks. Sadó leit upp úr bók sinni. Hann sat inni í skrifstofu. „Hvað er það?“ spurði hann sendiboð- ann, leit á einkennisbúning hans og reis á fætur. „Þér verðið að koma til hallarinnar,“ sagði maðurinn. „Gamli her'Shöfðingínn er aftur orðinn þjáður.“ „Ó!“ hrópaði Hanna, er þetta allt og sumt?“ „Allt og sumt?“ hváði sendiboðinn. „Er það ekki nóg?“ „Vissulega,“ svaraði hún. „Ég bið af- sökunar.“ Þegar Sadó kom til að kveðja hana, stóð hún í eldhúsinu, án þess að hafa nokkurn hlut fyrir stafni. Börnin sváfu, og hún hafði sezt niður til þess að hvíla sig og var fremur uppgefin af hræðslu, heldur en áreynslu. „Ég hélt að þeir væru að taka þig fastan,“ sagði hún. Hann leit í óttaslegin augu hennar. „Ég ver'ð að losa mig við þennan mann, þín vegna,“ sagði hann vandræðalegur. „Einhvern veginn verð ég að losa mig við. hann.“ „Auðvitað," sagði hershöfðinginn dauf- lega. „Ég skil fyllilega. En það er vegna þess að ég hefi tekið háskólapróf í Prince- ton. Það hafa fáir Japanir gert.“ „Mér er alveg sama um manninn, yðar hágöfgi,“ mælti Sadó, „en eftir að ég hefi skorið hann upp, með þessum árangri.... “ „Já, já,“ svaraði hershöfðinginn. „Það gerir það eitt að verkum, að mér finnst þér vera enn meira ómissandi fyrir mig. Það er augljóst, að þér getið bjargað hverjum sem er, þér eruð svo færir í starfi yðar. — Þér segið, að ég geti þolað einu sinni enn sams konar kast og ég hefi haft í dag?“ „ En ekki oftar en einu sinni,“ mælti Sadó. „Þá get ég vissulega ekki átt það á hættu, að neitt komi fyrir yður,“ mælti hershöfðinginn með kvíða í röddinni. Lang- leitt og fölt andlit hans varð sviplaust og gaf til kynna ,að hann væri í djúpum hugleiðingum. „Það má ekki taka yður fastan,“ sagði hann og lokaði augunum. „Segjum sem svo, að þér yrðuð dæmdir til dauða, en næsta dag þyrfti að skera mig upp? —“ „Það eru nú til aðrir skurðlæknar en ég, yðar hágöfgi,“ sagði Sadó. „Enginn, sem ég treysti,“ svaráði hers- höfðinginn. „Þeir beztu hafa verið í skóla hjá Þjóðverjum. — Þeir myndu telja upp- skurðinn hafa heppnast, enda þótt ég dæi af honum. Ég gef ekkert fyrir skoð- anir þeirra.“ Hann andvarpaði. „Það virð- ist vera aumt, að við skulum ekki geta sameinað betur vægðarleysi Þjóðverjans og næmleika Ameríkumannsins, — þá ætt- uð þér að geta líflátið þennan fanga yðar, án þess ég þyrfti að halda, að þér færuð svo að lífláta mig, meðvitundarlausan í höndum yðar. —“ Hershöföingýnn hlló. l V ♦♦ f 1 | Kaupfélag Berufjarðar, Qjúpavogi | I 5tofnað 1920 i ■ * I. | Seíjum ♦♦ H allar algengnstu erlendar og innlendar íiauösynjavörur. Tökum í umboðssölu allar innlendar afuröir. Félat/smönnum vorum or/ öðrum viðsUlptamönnum óshm vér GLEÐILEGRA JÓLA OG HEILLARÍKS KOMANDI ÁRS. ♦♦♦♦">'♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦' ŒMKWJæ)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.