Tíminn - 23.12.1944, Side 43
%
T f M I N N
43
Knad Kasm nssen:
Takornaoq -
Mitt úti á vatni miklu stóð gömul Eski-
móakona og dorgaði fyrir urriða. Þótt
skammt væri liðið á veturinn,, var ísinn
svo þykkur, að hún hafði orðið að beita
allri orku sinni til þess að höggva sér veiði-
vök. Annað veifið þreif hún stóra snjó-
skóflu og mokaði brott íshrönglinu, er
safnaðist í vökina. Síðan lagðist hún á
grúfu á skörina, svo að hún sæi betur til
við veiðibrögðin, og laut svo mjög niður
í vökina, að við sáum aðeins-bogna, skinn-
klædda fæturna standa upp í loftið milli
snjóskaflánna.
Allt í einu rauk upp lítill hvolpur, sem
legið hafði mjöllu drifinn á ísnum, og tók
að gelta sem óður væri. Gamla konan
spratt á fætur dauðskelkuð og sá þá Báts-
manninn og mig vera komna nær fast að
sér. Hundar okkar höfðu fyrir löngu kom-
ið auga á hana og hvolpinn og hugðust"'
nú að umkringja þau.
Hún rak strax hátt óp, þreif í hnakka-
drambið á hvolpi sínum og flúði eins hratt
og fætur toguðu. En þessi æðisgengnu til-
þrif konunnar æstu aðeins hunda okkar.
Auk þess hafði þefur frá mannabyggðum
þegar borizt þeim að vitum. Þeir þutu því
af stað með slíkum ofsa, að með naum-
indum var, að ég gat kippt flóttakonunni
upp á sleðann um leið og við brunuðum
fram hjá, og það hefir sjálfsagt verið
heldur óblítt tak, sem ég tók.
Hún sat nú þarna með skelfingarsvip.
Ég skellihló. En varla var ég byrjaður að
hlæja, 'er augu hennar fylltust tárum. Svo
skelkuð var hún — svo glöð varð hún, er
hún sá, að hún var hér meðal vina.
Þetta var Takornaoq gamla — Mann-
fælan. Oft hlógum við að því síðar, á hve
hressilegan hátt kynni okkar hófust.
Hún - læsti handleggj unum utan um
hvolpinn, sem skrækti í sífellu, meðan við
brunuðum áfram. En þegar lát varð á
skrækjunum 1 hvolpinum, heyrði ég allt
í einu nýtt hljóð, sem mér hnykkti við.
Ég laut að konunni og fletti loðfeldinum
gætilega frá henni. Undir honum sá ég
lítið barn, sem krækti smáum höndunum
um nakinn háls fóstru sinnar og kveinaði
af eigi minni ákefð en uppeldisbróðir þess.
Brátt kom byggðin í augsýn, — þrjú
snjóhús, er við ókum heim að. íbúarnir
komu hlaupandi út og voru á báðum áttum
um það, hvort heldur þeir ættu að þeysa
fagnandi á móti okkur eða flýja. En jafn-
skjótt og þeir sáu bros og umsvif Takorna-
oqs, afréðu þeir að koma á móti okkur og
slógu hring um okkur í undrun og fegin-
leik. Mannfælan bar ekki nafn með sanni.
Með orðamergð, sem virtist svala henni
mjög, skýrði hún frá öllum þeim nýjungum,
er komu okkar fylgdu, og heppnaðist á-
gætlega að vekja forvitni sambýlisfólks
síns. Við vorum venjulegir lifandi menn,
sagði hún, en frá landi, sem var langt,
langt burtu — hinum megin við hafið.
Takornaoq, sem nú þóttist ^tanda vel
að vígi, kynnti mig xpeð móðurlegri um-
hyggju og sagði mér deili á hverjum ein-
um. Þarna var Inernerúmassúaq — Sá
alltof fljótt skapaði, — gamall' særinga-
maður, sem kynjaður var úr héruðunum
við Segulskautið. Hann lygndi augunum
meðan á kynningunni stóð og lét ekki
undir höfuð leggjast, að vekja athygli
Tlaniificlan
mína á verndarbelti sínu, sem hann hafði
utan yfir kápunni og alsett var alls konar
dularfullum dýraleggjum, sem glamraði í.
Kona hans var „Gælan“, feit og auðsveip,
eins og hver sú kona, sem tengir örlög sín
við kunnáttumann í dularfræðum, skal
vera. Þau áttu hjörð barna, sem flyktust
áð okkur; ekkert þeirra var komið á þann
aldur, að því hefði verið nafn gefið. Þegar
foreldrarnir höstuðu á þau, urðu þau að
benda á þau.
Þarna var líka Talerortabik, Hreifamað-
urinn, sem kvæntúr var Úvtúkitsóq —
-Kröppu skrjálunni — dóttur særinga-
mannsins. Þau voru ekki mikil fyrir mann
að sjá. En síðar komst ég þó að raun um,
að það voru þau, sem héldu lífinu í spek-
ingnum og hyski hans. Og loks var þarna
Peqingassóq, — Sá bogni. Hann var kryppl-
ingur, og Takornaoq sagði mér, að hann
sækti urriðaveiðar svo fast, að stakkur
hans væri ævinlega brynjaður að framan
af legum hans við veiðivakirnar. Þegar
hún sagði þetta, leit hann á mig þessu
gáfulega, skyggna augnaráði, sem ein-
kennir alla krypplinga.
Fleiri voru byggðamenn. En þeir voru
aðeins nefndir af mestu skyndingu, því-
að nú vildi Mannfælan, að ég færi inn í
hús hennar. Það var þokkalegt snjóhús,
en fremur var kalt þar inni áður en kveikt
var á lýsiskolunni.
Undir eins og við Bátsmaðurinn höfðum
hreiðrað um okkur í hlýjum hreindýrafeld-
um í setinu og kjöt til matar hafði verið-
sett yfir eld, hjúfraði húsfreyjan sig á
milli okkar og rak okkur í rogastanz, með
þeirri tilkynningu, að nú væri hún okkar
beggja kona, þar eð maður sinn, er hún
ynni þó hugástum, væri á ferðalagi. Síðan
dró hún krakkann upp úr bakpoka sín-
um og lagði hann með móðurlegu stæri-
læti í belg úr héraskinnum. Hann hét
Qasitsóq, Háröddin, sagði hún, í höfuðið
á fjallaanda. Barnið var upphaflega tví-
burasonur einhvers Nagsúks, Hornsins, og
hafði kostað einn hund og steikarpönnu.
Það var raunar alltof rifleg borgun fyrir
þennan skinhoraða, litla anga, og hún
gat ekki annað en barmað sér yfir því,
Kolbeinn Högnason:
Jafn og rór
jólasnjór
jörðu klœðir.
Himins skin,
helgilín,
hryggð ei mœðir.
Björt og hlý
hátíð ný
— hvergi nœðir —
brosi með
blíðkar geð,
bölið grœðir.
Hníg í sál
helgimál
hljóðra tíða.
Grœddu sár,
gefðu að tár
gleymist lýða.
Sendu frið,
sem þarf við
sjálfsagt víða.
Glæddu trú,
gefðu nú
gæfu blíða.
Viknar hjarn.
Viðkvæmt barn
verður, þegar
kólnuð lund
kyrra stund
kœrleik tregar.
Sœrður þegn
sorgum gegn
sér til vegar.
Einn og hver
álfur sér
yndislegar.
Barnið frítt
brosir hlýtt.
Birtan Ijómar.
Logar blítt
Ijósið nýtt.
Loftið ómar.
Hvíslar þrá.
Hverfa þá
hvassir dómar.
Kallast á
kirkjum frá
klukknahljómar.
að Hornið hafði leikið á hana og sjálfur
haldið eftir feitari tvíburanum.
Mannfælan talaði látlaust, og það leið
ekki á löngu, unz við vissum talsverð skil
á henni. Hún var hreykin af ætt sinni,
Gleðileg jól!
Farsælt nýtt ár,
þökk fyrir liðna árið.
Vesturgotu 12 — Sími: 3570 — liaugaveg 18