Fréttablaðið - 25.02.2009, Side 1

Fréttablaðið - 25.02.2009, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR 25. febrúar 2009 — 49. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Pappír 499kr.pakkinn 500 A4 blöð í pakkaFyrirtækjaþjónusta PÖNTUNARSÍMI 550 4111 Ti lb oð ið g ild ir út fe br úa r 2 00 9 FÓLK Meistaranemar í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands hitta hóp eldri borgara vikulega til þess að skeggræða skáldsögur. „Þetta víkkar sjóndeildarhringinn. Þessar konur eru áhuga- menn um bókmenntir og sérstaklega gaman að fá að ræða skáldsögur við þær frekar en prófessora uppi í skóla. Þær hafa allt aðra sýn,“ segir Þor- steinn Árnason Surmeli, einn bókmenntafræði- nemanna og bætir við að leshringurinn sé ekki hluti af náminu en nýtist svo sannarlega vel. Þorsteinn segir umræðurnar oft beinast að mál- efnum líðandi stundar og þannig sé sagan hverju sinni sett í samhengi við það sem er að gerast. „Þær eru líka svo góðar í ættfræði og geta tengt höfundinn við ýmislegt sem við höfum ekki hug- mynd um,“ segir Þorsteinn. Hópurinn hefur að mestu einbeitt sér að íslenskum skáldsögum eftir höfunda á borð við Sjón, Einar Kárason og Jón Kalman. „Sumarljós eftir Kalman er sennilega eina bókin sem við vorum öll sátt við.“ - rat /sjá Allt Meistaranemar í bókmenntum og eldri borgarar efna til fjörugra umræðna: Hittast og lesa skáldsögur HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Synti með hákörlum við strendur Kambódíu • á ferðinni • fermingar • nám Í MIÐJU BLAÐSINS Hefur heiðarleika og réttvísi að leiðarljósi Margrét Guð- mundsdóttir kjörin formaður Félags íslenskra stór- kaupmanna fyrst kvenna. TÍMAMÓT 16 UMRÆÐA Eldhúsdagur, nýtt viku- legt fylgirit Fréttablaðsins, hefur göngu sína í dag. Þar verður lögð áhersla á umræðu og skoðanaskipti um stjórnmál og þjóðmál og leitast við að birta vandað- ar og upplýs- andi greinar um ýmis álitamál. Í blaðinu í dag ritar Skúli Magnússon lögfræð- ingur grein þar sem hann spyr hvort stjórnarskrá Íslands hafi brugðist. Gunnar Karlsson, próf- essor í sagnfræði, fjallar um umræðuna á mótmælavettvang- inum, sem hann telur komna á villigötur. Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og utanríkisráðherra, fjallar um atvinnutækifærin sem hann telur að innganga Íslands að ESB færi landsbyggðinni. - bs Nýtt fylgirit Fréttablaðsins: Eldhúsdagur á miðvikudögum Stjórnarskrá Íslands Vefdeild 365 miðla leitar að kraftmiklum .net forritara Helstu verkefni eru:Viðhald og þróun margvíslegra .net kerfa, ss. Vísir.is, blogcentral.is, veftv-kerfis o.fl., skjölun kerfa, samskipti við innlenda og erlenda undirverktaka/birgja vegna verkefna Þekking/reynsla/menntun:- háskólamenntun æskileg, verkfræði, tölvunarfræði eða samsvarandi menntun - mikil reynsla af visual studio 2005 og 2008 - reynsla á MS SQL Server 2005 og T-SQL- þekking á HTML/DHTML, Java Script, XML, XSLTViðkomandi þarf að:Geta unnið sjálfstætt og skilað verkefnum á réttum tíma, hafa góða samskiptahæfileika og þjónustulund, hafa gott vald á íslensku og ensku, geta unnið vel undir álagi og hafa a.m.k. þriggja ára reynslu af .net forritun Sótt er um á vef 365 miðla - www.365midlar.is. Frekari upplýsingar veitir Ágúst Valgeirsson framkvæmdastjóri tæknisviðs 365 í síma 5125540 eða agustv@365.is Vilt þú vinna hjá skemmtilegu og líflegu fyrirtæki? Afl landsbyggðarinnar Össur Skarphéðinsson:Íslensk fyrirtæki geta ekki keppt í klofstígvélum krónunnar í sprett-hlaupinu á mörkuðum heimsins., að mati iðnaðar- og utanríkisráð-herra. Eina færa leiðin sé Evr-ópuleiðin að upptöku evru sem framtíðar gjaldmiðli. Hann telur að með aukinni fullvinnslu sjávarfangs felist nýir tekjumöguleikar fyrir landsbyggðina í fullum og tollfrjáls-um aðgangi að markaði ESB. Umræða á villistigumGunnar Karlsson: Hefði beint lýðræði forðað Íslandi frá efnahagslegum óförum? Lík-lega ekki, segir Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði. Fulltrúalýð-ræði Vesturlanda er sannarlega ófullkomið segir hann en væri ekki vænlegra ef við reyndum að tala okkur í átt til lausnar innan þess, í stað þess að hafna því fyrir eitthvað sem við vitum lítið hvert kann að leiða? Betra Ísland Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birkir Jón Jónsson og Eygló Harð-ardóttir: Öll rök hníga að því að lækka stýri-vexti, að mati forystu Framsóknar-flokksins, sem reifar nýjar tillögur flokksins í efnahagsmálum. Þau telja forsendur fyrir Íbúðalánasjóð að fella niður 20 prósent skulda og vilja að erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum. Stjórnmál verði þó að hætta að snúast um smámuni. EFNI BLAÐSINS MIðvikudagur 25. febrúar 2009 Í einu af grundvallarritum síðari tíma lög-fræði, The Province of Jurisprudence Determined (1832), taldi höfundurinn, John Austin, að stjórnlög væru í raun réttri ekki eiginleg lög, enda væru afleiðingar brots gegn þeim aðeins pólítískar og siðferðileg-ar. Hvað sem segja má um kenningu Austins, varpar hún ljósi á mikilvægt einkenni stjórn-laga: Þeim verður ekki framfylgt og virðing við þau tryggð með sama (einfalda hætti) og almenn lög. Ástæðan er sú að í stjórnlögum er einmitt kveðið á um stofnun og skipan þess samfélagsvalds sem stendur að baki hvers kyns lagareglum samfélagsins og tryggir framkvæmd þeirra. Í þessu felst raunar einn-ig það meginviðfangsefni stjórnlaga að beisla þetta vald og koma í veg fyrir misbeitingu þess. Hollusta við grunngildinEn hvað koma okkur við pælingar réttar- heimspekinga um eðli stjórnlaga? Jú, grein- ing fræðimanna á stjórnlögum, svo og (hin tiltölulega stutta) saga ritaðra stjórnarskráa, hnígur öll að sömu niðurstöðu: Orð og texti stjórnarskráa eru til lítils ef ekki er fyrir hendi hollusta við grunngildi stjórnskipun- arinnar, þ.e. stjórnmálasiðmenning þar sem skilningur ríkir á því að hver stofnun þarf að virða sín stjórnskipulegu mörk. Í ljósi glað- beittra yfirlýsinga undanfarið um meinbugi á íslensku stjórnarskránni og að sjálfsagt sé að huga að grundvallarbreytingum, t.d. varð- andi þingræði og hlutverk forsetans, á vett- vangi stjórnlagaþings er óhjákvæmilegt að spyrja hversu hollir Íslendingar hafa verið núgildandi stjórnarskrá. Hugleiðum eftirfar- andi dæmi: Orðalag 26. gr. stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forsetans er skýrt og í stjórn- skipulegu samhengi gegnir ákvæðið þýð- ingarmiklu hlutverki við dreifingu valdsins – forsetinn er eina stofnunin sem getur grip- ið (lagalega) inn í lagasetningarferli þings- ins og þannig veitt „ráðherraræðinu“ aðhald. Sömuleiðis fer tilefni ákvæðisins ekki á milli mála (þ.e. afnám konungsveldis og stofnun lýðveldis) og tiltæk lögskýringagögn (athuga- semdir við frumvarp og umræður) styðja ótvírætt orðalagið. Allt þetta kom þó ekki í veg fyrir, þegar reyndi á ákvæðið fyrir alvöru, í svokölluðu fjölmiðlamáli árið 2004, að lá við stjórnskipulegri kreppu vegna rétt- aróvissu um raunveruleg völd forsetans. Þótt þeim, sem vildu valdreifingu og hlut forseta lýðveldisins í stjórnskipuninni sem minnst- an, hafi ekki tekist ætlunarverk sitt, höfðu þeir þó það upp úr krafsinu að flestir telja nú að vafi ríki um túlkun 26. gr. stjórnarskrár, skýra þurfi hlutverk forsetans að þessu leyti eða þá fella það niður. Sú rödd heyrist hins vegar hvergi að sýna mætti ákvæðinu og rökum þess hollustu, m.a. með þeim hætti að setja almenn lög því til skýringar og fram- kvæmdar. Stjórnskipuleg óvissuferðEr það sanngjörn niðurstaða að stjórnarskrá- in hafi brugðist íslensku samfélagi í megin- atriðum og það hljóti að vera óhjákvæmileg- ur þáttur í viðreisn Íslands að byrja hér upp á nýtt? Eða hefur okkur hugsanlega mistek- ist að sýna núgildandi stjórnarskrá nægi- lega hollustu og ræktarsemi? Hér verður því haldið fram að án skilnings og trúnaðar við grunngildi stjórnskipunarinnar sé hætt við að ný stjórnarskrá fögur ásýndar verði létt á metunum og þegar frá líði geti sótt í gamalt far. Yfirvegaðar breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar eru af hinu góða og það eru vissulega atriði í íslenskri stjórn- skipun sem þarf að koma til betri vegar. Öðru máli gegnir um stjórnskipulega óvissuferð á umbrotatímum sem kann að lykta með því að stjórnarskránni verði í heild sinni varpað fyrir róða með ófyrirséðum afleiðingum. Hefur stjórnarskráin brugðist? SKÚLI MAGNÚSSONLögfræðingur NÝJA ÍSLAND - HVENÆR KEMUR ÞÚ? Hálfköruð háhýsi og átök milli lögreglu og mótmælenda hafa sett svip sinn á Ísland eftir bankahrunið síðasta haust. Á þingi er boðið í nefið. Ökukennsla og ökuskóliEkill ehf • Holtateig 19 • IS 600 Akureyri • Sími: 461-7800 / 894-5985 • ekill@ekill.is Eldhúsdagur er nýtt vikulegt fylgirit Fréttablaðsins sem leggur áherslu á umræðu og skoðanaskipti um stjórnmál og þjóðmál . Leitast verð-ur við að birta vandaðar og upp-lýsandi greinar um ýmis álitamál. Leitað verður eftir sjónarmiðum valinkunnra einstaklinga auk þess sem senda má gagnorðar greinar á netfangið greinar@frettabladid.is. Góðhjartaðir Valsmenn Knattspyrnu- lið karla hjá Val safnar fé fyrir bágstadda þessa dagana. ÍÞRÓTTIR 22 BALTASAR KORMÁKUR Fær búningahönnuð Drottningarinnar Var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir The Queen FÓLK 26 Brýtur blað Þór Stiefel opinberar líf sitt sem klæðskipt- ingur á netinu. FÓLK 26 Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 BÓKAVERÐLAUN BARNANNA verða veitt sumardag- inn fyrsta, 23. apríl. Lesendur á aldrinum 6-12 ára geta valið bestu barnabækur af þeim sem komu út árið 2008. Hver les- andi má velja allt að þrjár bækur með því að fylla út kjörseðil í bókasöfnum eða með því að senda póst á thorbjorg.karlsdottir@ reykjavik.is. Hjördís Guðmundsdóttir, nemi í samfélags- og hagþróunarfræði við Háskólann á Akureyri, er hald-in mikilli ævintýraþrá og hefur verið á faraldsfæti frá sautján ára aldri. Hún leggur land undir fót á hverju ári og dvelur að jafnaði erlendis í um hálft ár í senn. Þess á milli vinnur hún heima á Fróni og safnar fyrir næstu ferð.„Ég fór sem ski i og dansinn hjá fólki,“ segir Hjör-dís en á síðasta ári dvaldi hún þó í Asíu. Hún lærði að kafa á Fil-ippseyjum og í Kambódíu svaml-aði hún í sjónum umkringd kolk-röbbum, sæhestum og hákörlum. „Köfun er það merkilegasta sem ég hef upplifað hingað til. Þrátt fyrir þungan súrefniskútii ið „couch surfing“ á netinu. „Það hefur gefist mjög vel og þannig gefst kjörið tækifæri til að kynn-ast heimamönnum á hverjum stað fyrir sig.“ Síðastliðin tvö ár hefur Hjördís verið í samfloti með breskum i isínum Þ l Ævintýraþráin ræður för Hjördís Guðmundsdóttir hefur verið á faraldsfæti frá sautján ára aldri og ferðast heimshorna á milli með farangurinn á bakinu. Hún er heilluð af Suður-Ameríku og finnst ekkert betra en að kafa í Kambódíu. Hjördís hjólaði ásamt breskum ferðafélaga um lítt farna og ómerkta göngustíga í Víetnam enda vildu þau fara eigin leiðir og létu hefðbundna ferðamannastaði lönd og leið. MYND/ÚR EINKASAFNI ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir EFNAHAGSMÁL Deila er uppi milli skilanefnda gömlu bankanna og fyrirtækja um hvort og hvernig gera skuli upp framvirka gjald- eyrissamninga sem fyrirtæki, svo sem sjávarútvegsfyrirtæki og líf- eyrissjóðir, tóku fyrir gengishrun. „Að óbreyttu stefnir í að dómstól- ar skeri úr um þetta,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir sjávar- útveginn vilja finna sanngjarna lausn fyrir alla. Forsendur séu fyrir því að samningarnir verði allir felldir úr gildi. Dómstólaleiðin sé seinfarin og óuppgerðir samningar hafi áhrif á fyrirtækin á meðan. „En ef skilanefndirnar vilja ekki semja þá eru menn sammála um að krefjast þess að þetta verði fellt niður á grundvelli riftunar eða ógildingar á grundvelli samn- ingalaga,“ segir hann. Framvirkir gjaldeyrissamning- ar voru gerðir til að tryggja fyr- irtæki fyrir gengisflökti, eða í gróðaskyni. Fyrirtæki tók þá lán í erlendri mynt og átti að greiða það síðar á ákveðnu gengi. Fyrir- tækið hagnaðist svo eða tap- aði eftir því hvort krónan hafði styrkst eða veikst síðan samning- urinn var gerður. Í janúar sagði þáverandi sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, að öll rök væru fyrir því að gera upp samn- ingana á öðru gengi en því sem þá var. Aðstæður væru breyttar og erfiðar fyrirtækjunum. Gunnar Tómasson hagfræð- ingur benti þá á að slíkt „tvöfalt gengi“ bryti í bága við samkomu- lag stjórnvalda við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn, og gæti þýtt að lán frá honum yrðu fryst. Viðskiptaráðherra segir að um tvöfalt gengi væri að ræða, ef sett hefði verið almenn regla með pólitískri ákvörðun um að sumir samningar væru gerðir upp á einu gengi en hliðstæðar kröfur í öðrum samningum á öðru gengi. „En ef það verður niðurstaða dómstóla að einhver samningur eigi að vera gerður upp á tilteknu gengi, þá gengur það fyrir alla sambærilega samninga. Það kall- ast því ekki tvöfalt gengi.“ Þannig skeri dómstólar úr um kjörin án atbeina ríkisins: „Nema menn semji sig frá þessu fyrst.“ Lífeyrissjóðir telja samningana einnig ógilda en eru tilbúnir til að gera þá upp á ákveðnu gengi. - kóþ / sjá síðu 8 Stefnir í málaferli milli skilanefnda og sjávarútvegs Líkur eru á að deila um framvirka gjaldeyrissamninga lífeyrissjóða og sjávarútvegs endi fyrir dómstólum. Pól- itísk ákvörðun um uppgjör hefði þýtt tvöfalt gengi, gegn samningi við AGS. Framkvæmdastjóri LÍÚ vill semja. 6 2 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 25. febrúar 2009 – 8. tölublað – 5. árgangur Vísbendingar um h k Vistvænaprentsmiðjan! Skilanefnd Kaupþings hefur skrif-að þýskum stjórnvöldum bréf og farið fram á að fá að gera strax upp við eigendur EDGE-innláns-reikninga. Ólafur Garðarsson, að-stoðarmaður bankans á greiðslu-stöðvunartímabilinu, segir búið að gera upp innlán í öðrum lönd-um. Ferlið ytra segir Ólafur allt hafa verið hið þunglamalegasta þótt skilanefndin væri öll af vilja gerð. „Við getum greitt 80 pró-sent í gegnum útibú Kaupþings í Þýskalandi þar sem við erum með starfsfólk og buðum þýska fjármálaeftirlitinu að mæta með sitt fólk og hafa umsjón með ferl-inu,“ segir hann. 20 prósentin sem upp á vantar, 55 milljónir evra, eru fryst á reikningi í DZ Ba k íÞýskal d Vilja borga í Þýskalandi SENDIRÁÐ NORÐURLANDA Í BERLÍN Þýskir kröfuhafar hafa sumir á orði að með töfum vilji þýsk yfirvöld kenna þeim lexíu fyrir að hafa ekki valið þýskan banka. Jón Aðalsteinn Bergsveinssonskrifar Alvarlegur efnahagssamdráttur er í Bandaríkjunum og mun bandaríski seðlabankinn leita allra mögu- legra leiða til að spyrna við því að þrengingarnar verði langvinnar. Þetta sagði Ben Bernanke, seðlabankastjóri Banda- ríkjanna, fyrir fjármálanefnd bandaríska öldunga- deildarþingsins í gær. Hann taldi sýnt að mesti sárs- aukinn verði tekinn út á fyrri hluta ársins. Efna- hagslífið lagi sig að breyttum aðstæðum þegar líði á seinni hluta árs og megi vænta betri tíðar á nýju ári. Þó megi ekki útiloka að áhrifa kreppunnar nú muni gæta á næsta ári takist ekki að koma á stöð- ugleika á fjármálamörkuðum. Bandarísk stjórnvöld hafa gert flest sem í valdi þeirra stendur til að draga úr áhrifum kreppunnar, sem á að stórum hluta ættir að rekja til hruns á fast- eignalánamarkaði vestan hafs. Hrunið, sem hefur nú staðið yfir frá um miðju ári 2007, hefur komið harkalega niður á helstu hluta- bréfamörkuðum. Verulegur skellur var á hlutabréfa- mörkuðum víða um heim í vikunni og fóru helstu hlutabréfavísitölur vestra neðar en eftir netbóluna og hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Þá fóru bæði gamla og nýja Úrvalsvísitölurnar í lægstu gildi í íslenskri Kauphallarsögu í gær. Ein aðgerða nýrrar ríkisstjórnar Baracks Obama, forseta landsins, eru kaup á hlutafé banka og fjár- málafyrirtækja. Í vikunni sagði Timothy Geithner, fjármálaráðherra landsins, viðræður hafnar við bandaríska bankann Citigroup og tryggingarisann AIG, sem búist er við að þurfi frekara fjármagn eigi fyrirtækin að standa í lappirnar. Þetta er í takti við ráðleggingar hagfræðiprófessorsins Nouriel Roubin- is, sem sagði reyndar í samtali við CNBC-sjónvarps- fréttastöðina í gær, vanda stjórnvalda gríðarlegan þar sem fjármálafyrirtæki sem séu í vanda stödd bæði orðin of stór og of mikilvæg til að fara á hlið- ina á sama tíma og björgun þeirra geti orðið ærið kostnaðarsöm. Ráðlagði hann bandarískum stjórn- völdum að fara svipaða leið og Svíar í bankakrepp- unni við upphaf tíunda áratugar síðustu aldar en þá var fjármagni dælt inn í lífvænleg fyrirtæki sem glímdu við tímabundna erfiðleika á meðan þau sem voru verr stödd fóru í þrot. Horfir í djúpa lægðSeðlabankastjóri Bandaríkjanna óttast djúpa kreppu fram á næsta ár. Doktor Dómsdagur mælir með sænsku leiðinni. Skattasvikarar | UBS-bankinn í Sviss hefur samþykkt að greiða bandarískum stjórnvöldum um 780 milljónir dollara, jafnvirði um 90 milljarða króna, í bætur fyrir að hjálpa bandarískum fjár-magnseigendum að svíkja undan skatti í skjóli bankaleyndar. Innrás í Bandaríkin | Breski milljarðamæringurinn Sir Philip Green hefur svipt hulunni af opnun Topshop í New York. Top-shop-keðjan er flaggskip auð-jöfursins en hann ætlar að opna fimmtán slíkar verslanir í Banda-ríkjunum á næstunni. Nýtt líf | Breski bankinn Nort-hern Rock, sem þjóðnýttur var fyrir ári, hefur gengið í endur-nýjun lífdaga en stefnt er að þvíað hann hefji fljótl Ósáttir stofnendur EnexVilja ekkert skúffufyrirtæki Jeffrey D. SachsAlþjóðlegt efnahagsátak Verðmat gömlu bankannaEignastaðan næsta marklaus 4-5 KULDALEGT Í dag verður fremur stíf norðlæg átt, 8-15 m/s hægastur um mitt Suðurland. Þurrt suðvestan til, slydda suðaustanlands um tíma í dag annars snjókoma og síðar él. Frost 0-8 stig en frostlaust syðst. VEÐUR 4 -1 -5 -5 -3 2 KAUPÞING VILL BORGA ÞJÓÐVERJUM Kvarta undan seinagangi yfirvalda Markaðurinn FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Fastan og kreppan Fasta þekkist í öllum trúar- brögðum um allan heim. Og samtíminn þekkir föstu í tengslum við heilsuátök til líkamlegrar og andlegrar heilsubótar, segir Karl Sigurbjörnsson biskup. Í DAG 14 GERÐUR KLÁR TIL VEIÐA Hvalur 8 var tekinn í slipp síðdegis í gær en þetta ríflega 60 ára gamla hvalveiðiskip hefur legið við bryggju í tvo áratugi. Skipið kvað vera í fínu standi en áformað er að Hvalur 8 og Hvalur 9 verði notaðir til langreyðarveiða í sumar. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, fylgdist vel með öllu ásamt áhugamanni um hvalveiðar. FRÉTTABLAÐIÐ STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.