Fréttablaðið - 25.02.2009, Qupperneq 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
BÓKAVERÐLAUN BARNANNA verða veitt sumardag-
inn fyrsta, 23. apríl. Lesendur á aldrinum 6-12 ára geta valið
bestu barnabækur af þeim sem komu út árið 2008. Hver les-
andi má velja allt að þrjár bækur með því að fylla út kjörseðil í
bókasöfnum eða með því að senda póst á thorbjorg.karlsdottir@
reykjavik.is.
Hjördís Guðmundsdóttir, nemi í
samfélags- og hagþróunarfræði
við Háskólann á Akureyri, er hald-
in mikilli ævintýraþrá og hefur
verið á faraldsfæti frá sautján ára
aldri. Hún leggur land undir fót
á hverju ári og dvelur að jafnaði
erlendis í um hálft ár í senn. Þess
á milli vinnur hún heima á Fróni
og safnar fyrir næstu ferð.
„Ég fór sem skiptinemi til Bras-
ilíu á vegum AFS þegar ég var
sautján ára en var frekar óheppin
með fjölskyldu og endaði á flakki.
Það varð til þess að ég fékk eins
konar ævintýradellu,“ segir Hjör-
dís sem er sérstaklega heilluð af
Suður-Ameríku sem hún segir
sjarmerandi og litríka álfu. „Ég
hef ferðast um Brasilíu, Argent-
ínu, Chile, Bólivíu og Perú svo
dæmi séu tekin og hvergi er jafn
stutt í brosið, hláturinn, sönginn
og dansinn hjá fólki,“ segir Hjör-
dís en á síðasta ári dvaldi hún þó
í Asíu. Hún lærði að kafa á Fil-
ippseyjum og í Kambódíu svaml-
aði hún í sjónum umkringd kolk-
röbbum, sæhestum og hákörlum.
„Köfun er það merkilegasta sem
ég hef upplifað hingað til. Þrátt
fyrir þungan súrefniskútinn á bak-
inu og klaufalegar jafnvægisæf-
ingar í sjónum þá leið mér eins og
litlu hafmeyjunni. Þetta er veröld
án illsku og orða þar sem tíminn
tifar í takt við ölduganginn,“ segir
hún hugfangin.
Hjördísi finnst best að ferð-
ast ein með farangurinn á bak-
inu. Hún er lítið fyrir að skipu-
leggja ferðalögin í þaula og er því
frjáls eins og fuglinn. Hún gistir
á farfuglaheimilum og á heimil-
um fólks sem býður ferðamönn-
um gistingu í gegnum samfélag-
ið „couch surfing“ á netinu. „Það
hefur gefist mjög vel og þannig
gefst kjörið tækifæri til að kynn-
ast heimamönnum á hverjum stað
fyrir sig.“
Síðastliðin tvö ár hefur Hjördís
verið í samfloti með breskum vini
sínum. Þau lögðu í þriggja mánaða
hjólaferðalag um Víetnam síðast-
liðið sumar þar sem þau fóru sínar
eigin leiðir og létu hefðbundna
ferðamannastaði lönd og leið.
„Ég þarf varla að taka það fram
að við týndumst þar eins og ann-
ars staðar en rákumst loks á pínu-
lítið þorp þar sem húsin stóðu á
stultum. Þar höfðu íbúarnir aldrei
séð hvíta menn og urðu að vonum
hissa. Börnin föndruðu handa mér
hjörtu og armbönd og fullorðna
fólkið kleip mig og strauk mér til
skiptis, hissa á hár- og hörundslit.“
vera@frettabladid.is
Ævintýraþráin ræður för
Hjördís Guðmundsdóttir hefur verið á faraldsfæti frá sautján ára aldri og ferðast heimshorna á milli með
farangurinn á bakinu. Hún er heilluð af Suður-Ameríku og finnst ekkert betra en að kafa í Kambódíu.
Hjördís hjólaði ásamt breskum ferðafélaga um lítt farna og ómerkta göngustíga í Víetnam enda vildu þau fara eigin leiðir og létu
hefðbundna ferðamannastaði lönd og leið. MYND/ÚR EINKASAFNI
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir