Fréttablaðið - 25.02.2009, Side 36

Fréttablaðið - 25.02.2009, Side 36
16 25. febrúar 2009 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Anna Sigurðardóttir frá Brekku Norðurárdal, sem andaðist að morgni mánudagsins 23. febrúar, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á dvalarheimili aldraðra Borgarnesi. Þorsteinn Þórðarson Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Árni Þór Sigurðsson Þórður Þorsteinsson Agnes Agnarsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Guðbjörg Sólveig Sigurðardóttir Gunnar Þór Þorsteinsson Íris Inga Grönfeldt Þórhildur Þorsteinsdóttir Elvar Ólson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, Vilborg Kristín Stefánsdóttir Hjúkrunarheimilinu Eir, lést 19. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.00. Guðrún Ingólfsdóttir Haraldur Jónsson Gissur Ingólfsson Lovísa Þorleifsdóttir Sæmundur Ingólfsson Sigþrúður Hilmarsdóttir Auður Ingólfsdóttir Ólafur Sigurgeirsson Helga Ingólfsdóttir Pétur Valtýsson Arna Ingólfsdóttir Páll Hreinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ólöf Jóhannsdóttir, áður til heimilis Álfaskeiði 64, lést á Sólvangi 23. febrúar. Útförin auglýst síðar. Ingi J. Marinósson Erla Eiríksdóttir Sigurður Hallgrímsson Eiríkur Sigurðsson Elva Guðmundsdóttir Guðríður S. Weiss Manfred Weiss Ólöf Sigurðardóttir Már Sigurðsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpi, tengdafaðir og afi, Garðar Hlíðar Guðmundsson Ástúni 10, Kópavogi, lést föstudaginn 13. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning barnanna 1135-05- 411713 kt. 210164 -3759. Kristín Ákadóttir Sigmundur Bjarki Garðarsson Magdalena Sylvia Magiera Rósa Kristín Garðarsdóttir Pétur Rúnar Guðmundsson Hilmir Örn Garðarsson Sylvía Tara Garðarsdóttir Sigurlín Ellý Sigvaldadóttir Björgvin Þorsteinsson Guðmundur Hlíðar Pétursson. 80 ára afmæli Sigfús Svavarsson Þúfubarði 8, Hafnarfi rði, er 80 ára í dag 25. febrúar Hann tekur á móti vinum og vandamönnum milli kl. 17 og 20 á heimili sínu. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Garðar Steindórsson Vesturtúni 5, Álftanesi, sem andaðist að heimili sínu þriðjudaginn 17. febrúar, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju Í Hafnarfirði föstudaginn 27. febrúar kl. 13.00. Jóhanna Guðrún Halldórsdóttir Kristín Garðarsdóttir Björn Þórisson Bryndís Garðarsdóttir Gísli Vagn Jónsson Áslaug Garðarsdóttir Páll Hafnfjörð Hafsteinsson afabörn, langafabarn Sverrir Steindórsson Útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður og ömmu, Önnu Fríðu Winther Ottósdóttur, fer fram frá Seltjarnarneskirkju, fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.00. Ottó V. Winther Ellen H. Haraldsdóttir Valdís Vilhjálmsdóttir Þórir M. Sigurðsson Ingvar Vilhjálmsson Helga María Garðarsdóttir og ömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björn Guðmundsson Lóni, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 12. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Stefanía, Margrét, Guðlaug, Ingunn, Einar og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ástu Ágústsdóttur Miðleiti 4. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun og hlý- hug. Eggert Óskar Þórhallsson Hafdís Eggertsdóttir Sveinn Eyþórsson Ólafur Eggertsson Heiða Vernharðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Torfi Kristinn Jónsson Mosabarði 6, Hafnarfirði, lést á Vífilsstöðum 19. febrúar. Útför hans verður gerð frá Jósepskirkju í Hafnarfirði föstudaginn 27. febrúar kl 13.00. Þórdís Hansen Ólafur Árni Torfason Helena Högnadóttir Jón Marías Torfason Viktoría Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, var kjörin formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, FÍS, á aðalfundi félagsins á dögunum en hún er fyrsta konan til að gegna því embætti í 81 árs sögu félagsins. FÍS eru hagsmunasamtök stórra sem smárra fyrirtækja í inn- og útflutningi, heildsölu og smásölu. Margs konar innlend starfsemi er háð því að við- skipti fyrirtækjanna gangi áfallalaust fyrir sig en fyrirtæki innan vébanda félagsins flytja inn tækjakost fyrir virkjanir, landbúnað og heilbrigðisstofnanir svo dæmi séu tekin. Margrét tekur við formannsembættinu nú þegar rekstrar- skilyrði stórkaupmanna og annarra sem stunda verslun eru erfiðari en oft áður og á hún því vandasamt verk fyrir hönd- um. „Við viljum reyna að tryggja að heiðarleiki og réttvísi verði höfð að leiðarljósi við það uppbyggingarstarf sem er fram undan. Aukin ríkisvæðing má ekki skerða samkeppn- isstöðu fyrirtækja og við þurfum að fylgjast með því að ný ríkisfyrirtæki fylgi sömu reglum og önnur fyrirtæki í land- inu,“ sagði hún meðal annars í ræðu sinni eftir formanns- kjörið. „Eins verður að tryggja að jafnræði og gagnsæi sé í hávegum haft þegar ríkisbankar eru að leysa fyrirtæki í samkeppnisrekstri til sín. Þá verður að gæta að því að pól- itískir sérhagsmunir og spilling ráði ekki för þegar fyrir- tækin verða seld.“ Margét segir orðspor íslensks atvinnulífs skipta félags- menn miklu máli. „Í því sambandi geta stjórnvöld lagt sitt af mörkum. Þau þurfa að sýna fram á heiðarleg vinnubrögð og vilja til að vinna með öðrum löndum,“ segir Margrét og nefnir að þó nokkur fyrirtæki hafi lent í því að erlend trygg- ingarfyrirtæki sem hafa hingað til ábyrgst greiðslur frá Ís- landi séu ekki tilbúin til þess lengur. Margrét segir íslensk fyrirtæki hafa átt undir högg að sækja og að þau eigi nú í vök að verjast. „Lánsfé hér á landi hefur verið mjög dýrt og þar af leiðandi hafa mörg fyrirtæki sótt það út fyrir land- steinana. Þau standa nú eftir með mjög dýrar skuldbinding- ar og hefur gengi krónunnar og almennt viðskiptaumhverfi veruleg áhrif á rekstur þeirra og hvernig þeim reiðir af.“ Margrét verður þó líka vör við jákvæða þróun. „Í starfi mínu sem forstjóri Icepharma hef ég til að mynda fundið fyrir góðum stuðningi erlendra aðila sem við erum í sam- starfi við. Þeir hafa margir valið Ísland sem vettvang fyrir sumarfundi og ráðstefnur sem lið í stuðningi við land og þjóð.“ vera@frettabladid.is MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR: Formaður FÍS fyrst kvenna ORÐSPORIÐ MIKILVÆGT Margrét segir orðspor íslensks atvinnulífs skipta félagsmenn miklu máli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þennan dag árið 1964 birtist fyrsta skopmynd Sigmunds Jó- hannssonar frá Vestmannaeyj- um í Morgunblaðinu en hún sýndi landgöngu í Surtsey. Fyrstu teikningar hans í blöðum eru þó frá því upp úr 1960 en þá gerði hann forsíður fyrir Vik- una og Fálkann. Skopmyndateikningar voru í fyrstu aukavinna Sigmunds með starfi við verkstjórn í frysti- húsum í Vestmannaeyjum en í Heimaeyjargosinu árið 1973 varð Sigmund fastráðinn við Morgunblaðið. Upp frá því varð skopmyndateiknun hans aðal- starf. Sigmund, sem er vél- stjóri að mennt, hefur auk þess hannað fiskvinnsluvélar og fann upp sjálfvirkan sleppibúnað gúmbjörgunarbáta. ÞETTA GERÐIST: 25. FEBRÚAR 1964 Fyrsta mynd Sigmunds í Morgunblaðinu GEORGE HARRISON FÆDDIST 1943. „Hvað mig varðar þá munu Bítlarnir ekki koma aftur saman svo lengi sem John Lennon heldur áfram að vera látinn.“ George Harrison, tónlistarmað- ur og Bítill með meiru, hefði orðið 66 ára í dag. Hann lést árið 2001.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.