Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 17. október 1992 180. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Friðrik Sophusson f]ármálaráðherra vísar á bug gagnrýni formanns VSÍ á fjárlagafrumvarpið: Nýjar álögur á framhaldsskólanemendur: SKÓLAGJÖLD HÆKKA Hið íslenska kennarafélag telur að í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár felist að framhaldsskóiunum verði gert að leggja á skóiagjöld sem nema 78,7 milljónum króna. HÍK mótmæl- ir álagningu skólagjalda í framhalds- skólum og telur að með þeim sé jafn- rétti til náms í raun afnumið. í fyrra var tillögu ríkisstjómarinnar um skólagjöld í framhaldsskóla hafnað á Alþingi. í greinargerð með fjárlagafrumvarp- inu er talað um að til að mæta nokk- urri hækkun rekstrargjalda sé gert ráð fyrir hækkun sértekna af efnis- og innritunargjöldum. í nær öllum til- fellum renna þau innritunargjöld sem nú eru innheimt í framhaldsskólum til nemendafélaga. Með því að hækka þessi gjöld er verið að leggja gjöld á nemendur til að fjármagna almennan rekstur skólanna. Hækkunin þýðir að hver nemandi þarf að greiða 4-5.000 krónur aukalega í skólagjöld. -EÓ ST. JÓSEFSSPÍTALI Landakoti varð 90 ára I gær. Af því tilefni bauð spítalinn starfs- fólki og velunnurum spítalans til móttöku í kapellu sjúkrahússins. Margir heiðruðu Landakotsspít- ala á afmælinu. Á myndinni taka Logi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri spítalans, og frú Vigdis Finnbogadóttir, forseti islands, á móti St. Jósefssystrum, en systumar stofnuðu Landakotsspítala á sínum tíma og unnu óeigingjarnt starf í þágu hans um áratuga skeið. Timamynd Ami Bjanw Eyjamenn skrefi framar í sorpbrennslumálum: Vothreinsibúnaður í nýju sorpbrennsluna Gert er ráð fyrir að hin nýja sorpbrennslustöð Vestmannaeyinga komist f gagnið öðru hvorum megin við áramótin. Húsnæði stöðvarinnar hefur ver- ið stækkað til muna miðað við fyrri áætlanir og var það gert til að koma fyr- ir vothreinsibúnaði vegna þungmálmahreinsunar. Nýja sorpbrennslustöðin er keypt frá Noregi og er staðsett í nýja hrauninu. Samkvæmt upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að heildarkostnaður yrði eitthvað um 100 milljónir króna. Sá kostnaður mun að líkindum verða eitthvað meiri vegna stækkunar húss- ins úr 180 fermetrum í 315 fermetra. Með tilkomu nýju stöðvarinnar verður algjör bylting í sorpmálum Eyja- manna sem fram til þessa hafa þurft að brenna sitt sorp í opnum gryfjum í nýja hrauninu. Guðjón Hjörleifsson baéjarstjóri segir að það hafi verið ákveðið að koma fyrir vothreinsibún- aði í nýju stöðinni og stækka stöðvar- húsið í því skyni til að geta mætt þeim evrópsku kröfum sem gerðar eru til sorpbrennslustöðva. Bæjarstjórinn segir að vothreinsibúnaðurinn sé al- gjör nýjung í íslenskar sorpbrennslur og viðbúið að sams konar búnaður verði settur upp í aðrar stöðvar sem verða byggðar í öðrum bæjar- og sveit- arfélögum. Meiri bjartsýni gætir í Eyjum þessa dagana en oft áður og ef sildin og loðnan fara að gefa sig er við- búið að atvinnulífið fari að glæðast og jafnvel búist við að þá fari að vanta fólk í vinnu. -grh Friðrik Sopuhsson fjármálaráðherra segir að Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, fari með rangt mál í Tímanum í gær þegar hann sagði að hallinn á ríkissjóði muni aukast í meðförum Alþingis. Frið- rik sagði að í fyrra hafi Alþingi lækkað bæði tekju- og útgjaldaáætl- un fjáriagafrumvarpsins áður en það var samþykkt. Hann sagðist vera nokkuð viss um að það sama verði uppi á teningnum að þessu sinni. Magnús sagði í gær að taka yrði allt fjárlagafrumvarp ríkisstjómarinnar upp. Halli upp á 6 milljarða sé óviðun- andi. Svo mikill halli grafi undan stefnu ríkisstjómarinnar um stöðug- leika f efnahagslffinu. Magnús sagðist ennfremur telja að hallinn muni aukast um 3-4 milijarða í meðförum þingsins. Friðrik sagði þessa fullyrðingu Magnúsar ranga. f fyrra hafi bæði tekju- og gjaldaáætlun íjárlagafmmvarpsins verið lækkuð í meðfömm þingsins. Þingið hafi haft skilning á nauðsyn þess að draga úr útgjöldunum. Friðrik sagðist vera sannfærður um að sá skilningur sé enn fyrir hendi. Hann sagðist því telja að útgjöld ríkissjóðs verði lækkuð í meðförum Alþingis í vetur. Magnús gagnrýndi ennfremur ríkis- stjómina fyrir að gera ekki sömu kröfu til sjálfrar sín og fyrirtækjanna í landinu sem hafi verið hvött til að hagræða og spara. Friðrik vísaði þess- ari gagnrýni á bug. Ríkisstjómin hafi dregið mikið úr útgjöldum ríkissjóðs sem sjáist m.a. af því að útgjöld ríkis- ins hafi lækkað að raungildi milli ára síðan hún tók við völdum. Friðrik sagði ennfremur að hörð mótmæli úr öllum áttum vegna niðurskurðatil- lagna ríkisstjómarinnar bendi tæp- lega til þess að ríkisstjómin hafi slegið slöku við í niðurskurði sínum. „Ef það næst víðtæk samstaða um að draga meira úr útgjöldum ríkisins þá fagna ég því fyrstur rnanna," sagði Friðrik. -EÓ NAMS LÍNAN BUNAÐAR BANKINN -Traustur banki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.