Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. október 1992 Tíminn 5 I nöprum norðanvindum Kristín Astgeirsdóttir skrifar Það blæs ekki byrlega í íslensku þjóðfélagi þessa dagana. í kjölfar aflasamdráttar, gárfest- ingarævintýra, almenns samdráttar og efna- hagsstefnu ríkisstjómarinnar íylgja gjaldþrot, hallarekstur, niðurskurður og það sem er lang- alvarlegast, atvinnuleysi fjölda landsmanna. Okkur finnst staðan ískyggileg, ekki síst í ljósi þeirra frétta sem borist hafa frá Færeyjum, en eins og menn vita er margt líkt með skyldum. Við megum þó ekki gleyma því hve óendan- lega heppin við erum að byggja þetta land, þar sem friður hefur ríkt um áriiundruð. Við eigum vatn og næga orku og við getum framleitt stór- an hluta þeirra matvæla sem við neytum. Við gætum líka framleitt klæði og skæði ef á þyrfti að halda. Við erum enn í hópi ríkustu þjóða heims, þrátt fyrir samdráttinn. Við eigum mikl- ar auðlindir í sjó, á landi og í fólki og framtíð okkar er björt miðað við það sem flestar þjóðir heims mega vænta. Okkur er hollt að horfa út í veröldina og bera okkur saman við aðra. Ógnir styrjaldarinnar f síðustu viku kom ég heim frá fundi Evrópu- ráðsins i Strassborg. Þar sitja þingmenn 27 að- ildarríkja auk fúlltrúa nokkurra Austur-Evr- ópuþjóða, sem þar eru gestir. Hlutverk ráðsins er að fylgjast með og ræða ástand mála í Evr- ópu. Eitt kvöldið kom utanríkisráðherra Bosníu- Herzegóvínu á fúnd nefndar þeirrar, sem fjallar um málefni þeirra ríkja í Evrópu sem standa ut- an Evrópuráðsins. Þeirri kvöldstund mun ég seint gleyma. Þetta var ungur maður, fölur á kinn, og bar með sér að hann hefði vart komist úr fyrir hússins dyr mánuðum saman í sínu hrjáða landi. Alvaran, sem skein út úr hverju hans orði, var slík að fólk gekk háiflamað ÚL Skilaboðin voru skýr. Serbneskar hersveitir eru að fremja þjóðarmorð í Bosníu. Þeir drepa alla sem þeir ná til. Túgir þúsunda karla og kvenna eru í útrýmingarbúðum. Konum er nauðgað markvisst til að gera þær bamshafandi, þannig að þær fæði Serba. Patríarka grísku rétttrúnað- arldrkjunnar í Serfbíu blöskraði svo framferði landa sinna að hann flutti ákall til þeirra fyrir svo sem hálfum mánuði í beinni útsendingu sjónvarpsins i Belgrad. Þar sagði hann að búið væri að drepa a.m.k. 100 þús. manns og nauðga 40 þús. konum í Bosníu-Herzegovínu. í skóg- um Bosníu eru tugþúsundir manna á flótta, hundeltir af serbneskum hersveitum. Rauði krossinn spáir því að hátt í 400 þús. manns muni deyja úr vosbúð í vetrarhörkunum, sem framundan eru. Við getum ekki einu sinni var- ið okkur, sagði utanríkisráðherrann. Vopnin streyma til Serbanna, þrátt fyrir viðskiptabann- ið en við faum ekkert Evrópa hefur yfirgefíð okkur. Við þurfum hjálp. Alla þá hjálp sem hægt er að veita. Við þurfum maL föL lyf, elds- neyti og byggingarefni — strax. Af hveiju horf- ið þið upp á stríðið í Bosníu aðgerðalaus? Er það af því að við eigum hvorki olíu né kjam- orkuvopn? Það er það eina sem virðist skipta máli í alþjóðastjómmálum. Og við hljótum að spyrja: Af hveiju tekst ekki að stöðva þennan hrylling? Svarið virðist veræ Gömul tengsl við Serba og ótti við að átökin breiðist ÚL Hver vill senda unga syni sína út á vígvöllinn? spurði Major, forsætisráðherra Bretíands, nýlega, þótt Bretar hikuðu ekki við að senda þá út í eyðimörkina við Persaflóa, en þar er auðvitað olía. Samt er erfitt að skilja þessi hrikalegu átök og ekki hægt að sætta sig við að Evrópa skuli ekki ráða yfir aðferðum til að koma á fríði í álfúnni. Af kreppu og samdrætti í Ijósi þeirra hörmunga, sem að ofan er IýsL smækka vandamál okkar íslendinga, en það breytir ekki því að þau eru okkur erfið, þau em að hrekja fjölda kvenna, karla og bama út í áð- ur óþekkta erfiðleika og skapa óþolandi órétt- læti í þjóðfélaginu. Á þessum vanda þari að finna Iausn. Spumingin er hver er lausnin og er hennar að vænta meðan ríkisstjóm Davíðs Oddssonar situr við stjómvöl? Það er almennt viðurkennt að samdráttur ein- kenni efnahagslífVesturlanda. Órói hefur verið á gjaldeyrismörkuðum, verð á málmum er afar lágt og vaxandi atvinnuleysi veldur auknum pólítiskum óróa, jafrit í Bandaríkjunum sem í Evrópu. Þeir, sem hlustuðu á fyrsta hluta kapp- ræðna þeirra Clintons, Bush og Perots, hafa ef- laust tekið eftir því hve mjög þeir beindu tali að því hvemig skapa mætti vinnu í Bandaríkjunum. Ég hef hvergi séð neina haldbæra skýringu á krepp- unni, en það væri fróðlegt að vita hvort sá mikli samdráttur, sem orðið hefúr í vopnasölu og vopnaframleiðslu í heiminum, ásamt niður- skurði tíl heija, á þar ekki nokkum hlut að máli. Heimssamdrátturinn hefur auðvitað áhrif hér, en þó valda okkar heimatílbúnu vandamál, ásamt aflabrestínum, þar meim um. Keynes kemur til sögu Vesturlönd hafa oft gengið í gegnum sam- dráttarskeið, þó aldrei verra en það sem varð 1929-1939, en því lauk er síðari heimsstyijöld- in skall á. Þegar kreppan mikla hófst, vom klassískar hagfræðikenningar í anda Adams gamla Smith og lærisveina hans allsráðandi. Hoover Bandaríkjaforseta var ráðlagt að gera sem allra minnst af hálfú ríkisstjómarinnar; þó skyldu skattar lækkaðir og dregið sem mest úr umsvifúm ríkisins. Það áttí að létta á fyrirtækj- unum, þannig að þau fæm aftur að fiárfesta. En kreppan bara magnaðisL Menn áttuðu sig ekki á þeirri keðjuverkun, sem fór af stað, og að samdráttur í framkvæmdum ríkisins varð tíl að senda snjóboltann á enn meiri hraða niður hlíðina. Þá var það sem breski hagfræðingur- inn Keynes kom fiam með sínar kenningar um að ríkið ættí að beita sér fyrir aðgerðum á sam- dráttartímum og jafrivel að borga mönnum fyr- ir að moka upp úr skurðum og ofan í þá aftur, svo að þeir hefðu einhveija peninga tíl að kaupa fyrir. Síðan ættí ríkið að halda sig tíl hlés á þenslutímum. Þessi kenning hefur verið í heiðri höfð þar tíl á allra síðustu ámm, enda gefist vel þar sem eftír henni hefur verið farið. Með frjáíshyggjubylgjunni, sem náði hámarki sínu á stjómartíma Reagans og Thatchers, vom rykfallnar kenningar Adams Smith aftur dregnar upp úr kistum. Nú skyldi hafin atlaga að ört vaxandi afskiptum ríkisvaldsins af at- vinnu- og efnahagslífi. Ríkiskerfið, sem dró tíl sín alltof stóran hluta þjóðarauðsins að matí frjálshyggjumanna, skyldi skorið niður. Lokað skyldi fyrir allar sjálfrennandi bunur, hvort sem þær lynnu í munn lækna, bænda eða annarra, og gengið á hólm við velferðarkerfið, sem rekið var fyrir skattpeninga sem veija máttí í annað, enda elur það á ómennsku, að því er mér skilsL Verstur af öllu var þó ríkishallinn, sem þeir Re- agan og Bush ætluðu að beijast við, en hefúr hvergi gengið, fremur en Don Kíkóta í slagnum við vindmyllumar forðum daga. Margt þarf að endurskoða Því er auðvitað ekki að neita að ýmislegt höfðu frjálshyggjumenn tíl síns máls. Það má færa rök fyrir því að afskipti ríkisvaldsins af atvinnu- lífinu hafi víða verið fúll mikil, svo sem hér á landi þar sem fyrirtæki hafa treyst um of á að- stoð ríkisvaldsins er illa árar. Þá er löngu tíma- bært að endurskoða hlutverk ríkisins í þjón- ustu og atvinnustarfsemi, sem byggist á for- sendum sem löngu em fyrir bí. Ljóst er að áherslur í heilbrigðis- og tryggingamálum, Ld. á Norðurlöndum, hafa fætt af sér kerfi sem sí- fellt vex og dreg- ur tíl sín meira fiármagn en við verður ráðið, enda þarfnast það endurskoð- unar, þannig að það þjóni fyrst og fremst þeim sem þurfa á aðstoð samfélagsins að halda. Það er sem sagt margt að skoða og endurmeta. Ekki síst í Ijósi þess hve hugmyndir, sem mótað hafa flesta stjómmálaflokka meira og minna— um miðstýringu, ríkisafskipti og forræðis- hyggju af ýmsu tagi — haía gefist illa, ef ekki valdið beinlínis hörmungum heilla þjóða. Hinn pólitíski hugmyndaheimur þarfriast nýsköpun- ar, rétt eins og atvinnulífið. Vestræn samfélög standa frammi fyrir því — hvað sem hver segir um glæsta framtíð með hagvextí, stóriðju og stórfengleik hinna miklu efnahagsbandalaga — að taka mið af þeirri staðreynd að gengið hefúr verið of langt á gæði jarðarinnar. Það leiðir aftur af sér þörf tíl endurskipulagningar og jöfriunar lífsgæða, sem enn á langt í land. Farðu að framkvæma, maður! Eitt er þó alveg vísL Aðferðir og kenningar frjálshyggjunnar, sem fyrst og fremst miðast við hagsmuni atvinnulífsins í heimi frjálsrar samkeppni, duga hvorki til að marka nýja stefnu, sem felur í sér jafrivægi manns og nátt- úru, né tíl að leysa vandamál á borð við þau, sem við íslendingar eigum nú við að glíma. Því hafa m.a. Bandaríkjamenn og Bretar fengið að kynnasL Þrátt fyrir allar kenningamar og nokkra ávinninga, er staðreyndin sú að hag- fræðingar og atvinnurekendur í Bandaríkjun- um hafa nú áttað sig á því að slagurinn við rík- ishallann og niðurskurður ríkisútgjalda hefúr orðið tíl þess að magna samdráttínn. Þeir segja nú við Bush: Ekki meir, ekki meir, farðu að framkvæma, maður! í Bretlandi hefúr bilið milli ríkra og fátækra vaxið að mun, og var þó ærið fyrir. Þar við bætist sívaxandi atvinnuleysi. Frjálshyggja Margaretar Thatcher hefúr ekki skilað breska þjóðarbúinu þeim árangri sem boðaður var, og þolir greinilega illa slæma daga. Lærisveinar Margrétar barónessu En það er sama hvað á gengur í veröldinni og hvað reynslan kennir mönnum. Við Lækjar- torg og í Amarhváli sitja þeir menn, sem lært hafa í skóla Margrétar barónessu (sem nú skipuleggur aukna tóbaksnotkun í frístundum) og trúa í blindni á hinar fomu kenningar, sem smíðaðar voru á allt öðmm tímum, við allt aðr- ar aðstæður. Fjármálaráðherrann gætí verið að lesa upp úr ræðum Hoovers Bandaríkjaforseta frá því um 1930, er hann flytur boðskap sinn. Hann boðar að ríkið verði að draga saman segl- in. Ríkishallinn skal kveðinn niður á leiftur- hraða með miskunnarlausum niðurskurði, án tíllits tíl þarfa, gæða eða þess hver fyrir honum verður. Ekkert tíllit skal tekið til samdráttarins, sem fyrir er, hvað þá erfiðleika heimilanna og atvinnulífsins. Að mínum dómi er það ekki ráðaleysi sem veldur því að ríkisstjómin grípur ekki tíl aðgerða, sem komið geta einstökum fyrirtækjum eða atvinnulífinu almennt tíl hjálpar. Það er ekki hugmyndaskortur, sem veldur því að ekki er ráðist í framkvæmdir, sem skapað gætu konum og körlum vinnu. feð er ekki bara vegna ríkishallans sem hver árásin á fætur annarri er gerð á skólakerfið og heil- brigðiskeifið með niðurskurðarhnffinn að vopni. Þar liggur að baki ákveðin hugmynda- fiæði, nefriilega sú stefria sem ég lýstí hér að of- an, stefria óheftrar frjálshyggju og einkavæð- ingar. Þama er á ferð sannfering um að þeir lifi sem spjari sig útí á markaðnum, hinir verða að deyja drottni sínum. Þeir trúa því að svokallað- ar almennar aðgerðir (sem reyndar bólar ekk- ert á) og það að ríkið dragi úr umsvifum skapi svigrúm tíl hagvaxtar og bættra lífskjara. Áfram á sömu braut Gallinn er bara sá að á samdráttartímum virk- ar kenningin ekki, ef hún gildir þá nokkum tíma. Með aðgerðum sínum og aðgerðaleysi er ríkisstjómin að magna samdráttínn og ýta undir keðjuverkun, sem getur reynst þjóðfélagi okkar hættuleg. Við búum við viðkvæmt og sveiflukennt efriahagslíf og það þarf enginn að halda að hægt sé að beita hér óbreyttum aðferð- um sem miðast við milljónamarkaði, þar sem líf eða dauði eins eða fleiri fyrirtækja skiptír litlu sem engu máli. Eins og dæmin sanna, standa og falla heilu byggðarlögin hér á landi með einu einasta sjávarútvegsfyrirtæki. Á næstu mánuðum verður enn á ný tekist á um stefriu ríkisstjómarinnar. Fjárlagafrum- varpið ber með sér að hún ætlar sér að halda áfram á sömu brauL enda verður ekki annað skilið af orðum forsætisráðherra en að allt sé á réttri leið. Sjáið bara verðbólguna, segir hann, hún er nánast engin. Ég spyn Getur verið að verðbólgan sé orðin óeðlilega lítíl? Sýnir hún ekki að það er ekkert að gerast í efriahagslífinu? Að mínum dómi stöndum við íslendingar nú frammi fyrir mjög stórum spumingum um það hvemig við ætíum og viljum reka þetta þjóðfé- lag okkar og hveijir möguleikar okkar em. Fátt bendir tíl þess að hagur þjóðarbúsins muni vænkast á allra næstu ámm, ef spár fiskifræð- inga ganga eftír. Það þarf enginn að halda að að- ild að EES muni fera okkur þá björg í bú sem dugar, en á það er nú bent sem hið nýja hjálp- ræði þjóðarinnar. Því þurfúm við að takast á við minni tekjur, sem hljóta að kalla á endurskipu- lagningu ríkisbúskapar, atvinnulífs og einka- neyslu. Þar er mikilvægast að mínum dómi að við setjum okkur langtímamarkmið, vinnum saman, leitum til starfsmanna ríkisstofriana og annarra eftír tillögum um spamað og endur- skipulagningu. Horfumst í augu viö veruleikann Horfúmst í augu við að óhjákvæmilegt er að gera upp þau fyrirtæki, sem hafa engan rekstr- argrundvöll, og gefá öðrum tækiferi tíl að taka upp þráðinn, þótt það kunni að reynast erfitt og skapa tímabundið atvinnuleysi. Horfúmst í augu við að hefðbundnar framleiðslugreinar okkar, fiskveiðar, fiskvinnsla og landbúnaður, kalla á mun minna vinnuafl en áður, nema eitt- hvað nýtt komi til. Einhendum okkur í að nýta alla þá möguleika, sem við eygjum tíl atvinnu- sköpunar, og minnumst þess að við eigum auð- lindir sem aðrir öfunda okkur af. Það þýðir ekkert að horfa tíl stjómarráðsins í von um úrbætur, eins og það er nú skipað, en því fyrr sem hreinsað verður tíl á þeim bæ, því betra. Það reynir á hvem og einn að leita leiða, hver í sínu byggðarlagi. Möguleikamir eru margir, hvort sem það er við framleiðslu á prjónuðum Bárðdælingum, annarri ullar- vinnslu, ferðaþjónustu eða nýjungum í fisk- vinnslu, svo dæmi séu nefrid um framtak fólks sem reynir að bjarga sér eitt sér eða í samvinnu. Eitt verk verðum við þó að taka fram yfir öll önnur, en það er að jafna lífckjörin í landinu. Það er ólíðandi að samdrátturinn bitni aftur og aftur á bamafólki, öldruðum, sjúkum og kon- um sem eru að missa vinnuna í stómm stfl, meðan aðrir lifa í vellystíngum praktuglega. Þar reynir á okkur stjómmálamennina, en eins og ég hef hér rakið blása nú þeir vindar, sem hvísla með spum: Á ég að gæta bróður míns? Þeir svara sér sjálfir í norðannæðingnum: Nei, hver er sinnar gæfu smiður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.