Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 15
Laugardagur 17. október 1992 Ttminn 15 korti gegn því að skila inn trygging- arvíxli með tveimur ábyrgðara- mönnum. Jaínframt geta þeir fengið sérstakt námsmannadebetkort, sem hægt er að nota víða um heim og tekur væntanlega gildi um áramót. Hópum skólafólks, sem hyggjast fara til útlanda t.d. í útskriftarferða- lög, er boðið upp á skólaferðalán. Hópurinn leggur mánaðarlega ákveðna upphæð inn á reikning, sem er laus í lok þess spamaðartíma sem ákveðinn hefúr verið. Þegar haldið er utan á hann kost á skóla- ferðaláni. Sparisjóðurinn tekur tillit til aðstæðna og lánsupphæðin er samningsatriði hverju sinni. Námsmenn erlendis 'Námsmönnum erlendis bjóða sparisjóðirnir upp á sérstaka þjón- ustu, sem er að grunni sú sama og veitt er námsfólki innanlands, en að auki taka þeir að sér að senda náms- lán inn á reikning viðkomandi er- lendis. Námsmaðurinn þarf að fylla út yfirlýsingu áður en hann fer, þar sem kemur fram hvar hann býr, hvert hann vilji fá peningana, hversu oft hann vill fá millifærslu o.fl. Sparisjóðimir taka enga þókn- un fyrir að senda gjaldeyrinn þannig að einungis þarf að greiða sending- arkostnað. Einnig gefst kostur á telefaxþjónustu, þannig að ef náms- maður þarf td að senda símbréf til umboðsmanns á íslandi er hægt að senda það til sparisjóðsins, sem sendir það síðan áfram til umboðs- mannsins. Þá er boðið upp á ókeypis greiðslu- og innheimtuþjónustu fýr- ir námsfólk erlendis. Að loknu framhaldsnámi eiga námsmenn, sem hafa verið í við- skiptum við sparisjóðina í þrjú ár eða lengur, kost á námslokaláni. Lánið er einkum ætlað þeim sem standa í húsnæðiskaupum. Það get- ur numið allt að einni milljón króna og verið til sjö ára. Hafi námsmaður verið í viðskiptum við sparisjóð í skemur en þrjú ár er hvert tilvik metið fyrir sig. Félögum í Liðveislu sparisjóðanna býðst margvísleg fjármálaráðgjöf, s.s. á sviði innláns- og verðbréfavið- skipta, útskrift á greiðslubyrði skuldabréfa og auk þess veita spari- sjóðirnir ráðgjöf varðandi LÍN. Þá má nefna að við inngöngu í Lið- veisluna fá námsmenn vandaða skipulagsbók. Einnig skipuleggur Liðveislan annað slagið fjölbreyttar uppákomur s.s. tónleika og dans- leiki. Allir þjónustufulltrúar sparisjóð- anna sinna málefnum námsmanna. Þeir hafa allir sótt sérstök námskeið hjá LÍN, þar sem farið var í gegnum reglur Lánasjóðsins, og eiga því að vera nokkuð vel undir það búnir að svara þeim málum sem upp koma. Námsmenn utan af landi, sem vilja halda viðskiptum við sinn sparisjóð, geta sinnt nær öllum sínum málum í gegnum sparisjóðina á höfuðborg- arsvæðinu. Hjá SPRON fást til að mynda tékkhefti frá flestum spari- sjóðum á landinu. Stjórntækni- skóli íslands Skólinn sérhæfir sig í námskeiðum sem lúta að mannlegum samskipt- um og stjórnun, þar sem áhersla er lögð á árangursrík samskipti, fram- komu og tjáningu. Lögð er áhersla á virka þátttöku eintaklinganna og að hver og einn fái þjálfun í að beita sér af fullum þunga og einurð án þess að skaða aðra. Námið er fyrir alla þá sem vilja dýpka skilning sinn á mannlegum samskiptum og auka færni sína til að umgangast aðra og skapa gott and- rúmsloft í kringum sig. Nánari upplýsingar: Stjórntækniskóli íslands Höfðabakka 9 112 Reykjavík S: 91-671466 — 1 'mSmml Greiðslukortaþjónusta ÁímEiÐ? Það fylgir því talsverð fyrirhöfn að ffytjast búferlum. Meðal annars þarf að pakka búslóðinni niður, ganga ftá bókunum í skip, flutningsskjöium og tiyggingum, fá útflutningsleyfi og huga að tollafgreiðslu og greiðsluskilmálum. Láttu EIMSKIP einfalda þér verkið. Hafðu samband í tíma og fáðu bækling EIMSKIPS um búslóðarflutninga ásamt þjónustuáætlun sendan til þín. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ Reykjavík, sími 1-697100 lUUÍsOtÍfúj HÖFÐABAKKA9 SÍMI634000 ICJL TRAUST NAFN í HEIMI VÉLSLEÐAMANNA Fjölbreytt úrval af vara- og aukahlutum. Leggjum áherslu á góöa og trausta varahlutaþjónustu í allar gerðir vélsleöa Veröum meö á lager helstu varahluti Sérpantanir - Hagstætt verö. Áralöng reynsla og þjónusta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.