Tíminn - 17.10.1992, Qupperneq 22

Tíminn - 17.10.1992, Qupperneq 22
22 Tíminn Laugardagur 17. október 1992 Hvaða nám er boð- ið udd á innan Háskóla Félagsvísindadeild var stofnuð 15. sept. 1976. Þá fluttust bókasafnsfræöi, sálarfræði og uppeldis- fræði úr heimspekideild. Félagsfræði, stjómmála- fræði og mannfræöi höfðu áður myndað sérstaka námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum innnan Háskólans. Hún var lögð niður og sameinuðust all- ar þessar greinar I eina deild, félagsvísindadeild. Til B.A.-prófs eru kenndar eftirtaldar greinar. Bókasafns- og upplýsingafræöi, félagsfræði, mannfræði, sálarfræði, stjómmálafræði og uppeld- isfræði. Þessar greinar em kenndar bæði sem aö- algreinar og aukagreinar. Félagsráðgjöf, þjóðfræði og fjölmiðlafræði em kenndar sem aukagreinar. Bókasafns- og upplýsingafræði fyrír skólasafn- verði er einnig kennd á vegum deildarínnnar. Starfsemi félagsvísindadeildar fer að mestu fram í Odda, þar sem skrífstofa hennar er til húsa og flestir kennarar hafa aðsetur. Ársnám er talið 30 einngar. Til B.A.-prófs er kraf- ist minnst 90 einninga og skal annaðhvort Ijúka 90 einingum í aðalgrein eða 60 einingum í aöalgrein og 30 í aukagrein. Heimilt er að gefa kost á 30 ein- inga viðbótamámi f aðal- eða aukagrein að loknu B.A.-prófi. Að loknu B.A.- námi eða samhliða því er hægt að taka eftirfarandi nám viö deildina: - (félagsráðgjöf 30e nám, sem veitir starfsréttindi íslands? sem félagsráðgjafi. - í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda, 30e nám. - í bókasafns- og upplýsingafræði er hægt að öðl- ast starfsréttindi sem bókasafnsfræðingur ef við- komandi hefur B.A.- eða B.S.-próf í annarri grein og lýkur 60e námi í bókasafns- og upplýsinga- fræði. Stúdentar geta hafið nám í öllum kennslugreinum í félagsvísindadeild af hvaða stúdentsprófsbraut sem þeir koma. Ekki er talin ástæða til þess að líta á eina braut framhaldsskóla umfram aðrar, sem undirbúning til náms f deildinni. Nauðsynlegt er að nemendur skrífi og tali góða fslensku, og æskilegt að þeir geti fjailað um fagleg efni á góðu máli og hafi nokkra þjálfun f að þýða fræðilega texta. Yfir 90% af lesefni deildarínnar er á ensku. Því er nauðsynlegt að nemendur séu vel undir þaö búnir að tilteinka sér fræðileg efni á því máli. Æskilegt er að undirbúningur nemenda í stærð- fræði sé ekki minni en sem svarar námsefni félags- visindabrauta (18e) skv. námsskrá. Æskilegt er að nemendur hafi að einhverju marki notað tölvur viö útreikninga og aðra ganavinnslu, til stýringar á til- raunum og i textavinnslu. Guöfræðideild Guðfræðideild telst elsta deild Há- skólans, þar sem Prestaskólinn (stofnaður 1847) var elstur þeirra embættismannaskóla, sem ásamt heimspekideild mynduðu Háskóla íslands 1911. í deildinni er hægt að stunda nám til embættisprófs í guðfræði (cand. theol.) og til BA-prófs í guðfræði. Embættisprófið tekur fimm ár, en BA-námið þrjú ár. Til embættis- prós er krafist minnst 150 eininga, þar af 126 í kjarna. Til BA.-prófs er krafist að lágmarki 90 eininga og geta stúdentar annaðhvort tekið þær allar í guðfræideild, eða 60 í guðfræðideild og 30 einingar í öðr- um deildum með samþykki guð- fræðideildar. Stúdentspróf veitir rétt til náms í guðfræðideild. Námið byggist mikið á vinnu með texta og þess vegna er brýnt að stúdentinn kunni skil á grundvallarhugtökum í málvísind- um og textagreiningu. Góður undir- búningur í nánast hvaða fræðigrein sem er kemur að gagni í guðfræði- náminu, en sérstaklega má þar nefna greinar eins og íslensku, mannkynssögu, almenna bók- menntafræði og félagsfræði. Allflestar kennslubækur eru á er- lendum málum, einkum á ensku og Norðurlandamálum. Góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli er því nauðsynleg og mikill akkur er í því að geta lesið þýsku og latínu. Tölvunotkun færist í vöxt við guð- fræðinámið og er því mjög gagnlegt fyrir guðfræðistúdenta að hafa einn- hverja tölvuþekkingu. Að afloknu BA.-námi eða samhliða því er hægt að taka uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda í félagsvísindadeild og er það 30e nám. Raunvísindadeild Árið 1985 var verkfræði- og rauan- vísindadeild H.í. skipt í tvær deildir, verkfræðideild og raunvísindadeild. í hlut raunvísindadeildar kom að annast kennslu í ýmsum undir- stöðugreinum verkfræðinnar, s.s. stærðfræði og eðlisfræði. Auk þjón- ustukennslu annast deildin kennslu í efnafræði fyrir læknadeild og tann- læknadeild og efnafræði og örveru- fræði fyrir lyfjafræði lyfsala og hjúkrunarfræði. Raunvísindadeild er skipt niður í sex skorir: stærðfræðiskor, tölvun- arfræðiskor, eðlisfræðiskor, efna- fræðiskor, líffræðiskor og jarð- og landafræðiskor. Gerð er grein fyrir kennslu og þjálfun á sviði hverrar skorar í námsskipan í kennnsluskrá, sem kemur út í upphafi skólaárs. Til B.S.-prófs í raunvísindadeild er krafist minnst 90e og skipan náms- ins miðast við að það taki 3 ár. Há- markstími til B.S.-prófs er fjögur ár frá því að nemandi var skráður í deildina. Áfangapróf í eðlisverkfræði og efnaverkfræði er minnst 60e, en miðað er við að það veiti rétt til framhaldsnáms við tiltekna erlenda tækniháskóla. Framhaldsnám (fjórða árs nám), sem nemur 30e að lokn B.S.-prófi er viðurkennt með sérstöku prófskírteini. M.S. próf- gráða er veitt fyrir 60 eininga fram- haldsnám. Námið felur í sér þjálfun í vísindalegum vinnubrögum og er ritgerð, byggð á eigin rannsóknum, hluti námsins. Stúdentum sem hyggja á nám í raunvísindadeild er bent á að námið byggist að mestu leyti á raungrein- um og er því próf frá náttúrufræði- eða eðlisfræðideildum menntaskól- anna, eða jafngilt nám, æskilegasti undirbúningurinn. Góð enskukunnátta er nauðsynleg, en meirihluti lesefnis í deildinni er á ensku. Viöskipta- og hag- fræöideild Nám í viðskipta- og hagfræðideild Háskólans hefur verið vinsælt und- anfarin ár, en núverandi skipan í viðskiptafræðum og hagfræði tók gildi haustið 1988. Kennsla í viðskiptaskor er miðuð við að nemedur geti lokið lokið kandídatsprófi á fjórum árm og út- skrifast þá með svo kallað cand.oe- con-próf. Gert er ráð fyrir að nem- endur Ijúki 120e námi á fjórum ár- um. Hámarksnámstími til kandíd- atsprófs er sex ár. Nám á fyrstu þremur árunum er sameiginlegt öll- um nemendum í skorinni, en á fjórða ári er valið sérsvið. Þau skipt- ast í endurskoðunarsvið, reiknings- halds- og fjármálasvið, framleiðslu- svið, markaðssvið og stjórnunar- svið. Til þessa hefur viðskiptafræð- ingm gengið vel að fá störf við sitt hæfi hér á Iandi. Ekki hefúr heldur verið erfiðleikum bundið að komast í framhaldsnám við erlenda fram- haldsskóla í viðskiptagreinum og hagfræði. Flestir hafa stundað fram- haldsnám á Norðurlöndumm, Bandaríkjunum eða Bretlandi. Eins og í öðrum deildum er krafist stúdentsprófs til inngöngu í deild- ina. Próf frá raungreinadeild Tækni- skóla íslands er talið jafngildi stúd- entsprófs. Góð kunnátta í stærð- fræði og reikningshaldi er gagnleg nemendum og geta þeir sem treysta sér til þreytt forpróf í bókfærslu og stærðfræði að hausti áður en reglu- legt nám hefst. Góð enskukunnátta er nauðsynlegur undirbúningur náms í deildinni og einnig þurfa ne- menndur að hafa gott vald á ís- lenskri tungu. Verkfræðideild Markmið kennslu í verkfræðideild Háskóla íslands er tvíþætt. Annars vegar að veita verkfræðimenntun, sem getur talist nægur undirbún- ingur til verkfræðistarfa á sviði byggingar-, rafmagns- og vélaverk- fræði. Hins vegar að veita fræðilega undirstöðu til framhaldsnáms, hér- lendis eða við erlenda háskóla. Verkfræðideild veitir kennslu til fullnaðarprófs (4 ár, 120e) í eftir- töldum greinum: byggingarverk- fræði, rafmagnsverkfræði, skipa- verkfræði (undanfarin ár hefur ekki vreið boðið upp á kennslu í sér- greinum skipaverkfræði vegna lítill- ar aðsóknar) og vélaverkfræði. Enn- fremur í öðrum verkfræðigreinum, sem deildin ákveður og fé er veitt til. Þá getur deildin skipulagt fram- haldsnám til M.S.-prófs fyrrir þá sem hafa lokið fullnaðarprófi, eða samsvarandi prófi að mati deildar. Samkvæmt reglum um inntöku í H.í. eru allar deildir oponar stúdent- um af hvaða stúdentsprófsbraut sem er. Deildum er þó heimilt að setja sérákvæði um inntökuskilyrði. Verkfræðideild hefur enn sem kom- ið er ekki sett reglur um inntöku- skilyrði. Hins vegar er stúdentum bent á að námið byggist að mestu á raungreinum og því sé próf frá eðlis- fræðideildum menntaskólanna eða jafngilt nám æskilegasti undirbún- ingurinn fyrir verkfræðinámið. Tannlæknadeild Sjálfstæð tannlæknadeild var form- lega stofnuð við Háskóla íslands árið 1972 og í dag er kennsla tannlækna- nema sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum. Tánnlæknadeild veitir kennslu til kandidatsprófs í tannlækningum. Námsár eru sex og skiptast í tólf kennslumisseri. í desember í lok fyrsta misseris eru haldin sam- keppnispróf, þar sem einungis 7 efstu stúdentarnir öðlast að jafnaði rétt til áframhaldandi setu í deild- inni. Fjöldi stúdenta er þó sam- kvæmt ákvörðun háskólaráðs hverju sinni. Fyrstu misserin kynnist stúdent grunngreinum læknisfræðinnar, jafnframt því sem hann aflar sér frumþekkingar í hefðbundnum greinnum tannlæknisfræðinnar. Á þriðja námsári hefst greining og meðferð sjúkdóma í munni ásamt grundvallarnámi í sjúkdómafræði og verkun lyfja. Þrjú síðustu árin er stúdent að mestu við áframhaldandi klínískt nám á tannlækningastofu deildarinnar. Kandídatspróf í tannlækningum veitir rétt til að starfs sjáfstætt við tannlækningar að fengnu leyfi heil- brigðisráðherra. Stúdent getur hafið nám í deildinni af hvaða stúdentsprófsbraut sem er. Nauðsynlegt er að nemendur séu undir það búnir að tileinka sér fræðileg efni á ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli. Sem undirbúning að samkeppnisprófi í lok fyrsta miss- eris má benda á góða undirstöðu- þekkingu í líffræði og eðlis- og efna- fræði. Læknadeild Við læknadeild er kennd læknis- fræði, hjúkrunarafræði, sjúkraþjálf- un og lyfjafræði. Læknisfræði Með kennslu í læknisfræði er stefnt að því að útskrifa læknakandídata, sem hafa fullkomna undirbúnings- mennntun til þess að geta valið hvert það framhaldsnám sem þeir óska. Námið tekur sex ár. Allir sem lokið hafa stúdentsprófi eiga kost á inngöngu í deildina, en flestir nem- endur í læknisfræði koma úr nátt- úrufræðideildum framhaldsskól- anna. Á síðustu árum hafa innritast um 120 nemendur í deildina. Auk þess innritast sex erlendir stúdentar og ganga þá Norðurlandabúar fyrir. Að loknu haustmisseri fyrsta árs þreyta nemendur samkeppnispróf og einungis 36 efstu íslendingarnir öðlast rétt til setu á vormisseri þó fleiri hafi náð lágmarkseinkun, sem er5. Próf eru ýmist einu sinni eða tvisv- ar á ári, skirfleg munnleg eða verk- leg. Eftir lokapróf tekur við kandíd-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.