Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 23
Laugardagur 17. október 1992
Tfminn 23
atsárið, sem ljúka þarf til að uppfylla
skilyrði til almenns lækningaleyfis.
Nauðsynlegt er að afla frekari frám-
haldsmenntunar og í flestum sér-
greinum verður að fara erlendis til
fullnaðamáms. íslenskir unglæknar
eru að meðaltali þrjú ár við störf
hérlendis að loknu kandídatsprófi,
áður en haldið er utan.
Lyfjafræði
Kandídatsnám í lyfjaffæði tekur
fimm ár. Á fyrstu námsárunum eru
einkum kenndar grunngreinar, s.s.
efnafræði, eðlisfræði og stærðfræði,
en á síðari árum námsins eru
kenndar sérgreinar lyfjafræðinnar.
Námið er byggt upp úr 27 náms-
greinum, sem skiptast í 46 nám-
■skeið. Um 60% námstímans er varið
til fyrirlestra og dæmatíma en um
40% til verklegrar kennslu.
Stómm hluta síðasta kennslumiss-
erisins er varið til vinnu að kandíd-
atsverkefni, sem þjálfar nemendur í
rannsóknum og veitir þeim tæki-
færi til að kynna sér ákveðið svið
lyfjafræðinnar nánár. Starfsþjálfun
er hluti af námi. Til þess að fá starfs-
leyfi sem lyfjafræðingur þarf við-
komandi að hafa unnið 9 mánuði
við lyfjafræðistörf, þar af 3 mánuði
að loknu kandídatsprófi.
Hjúkrunarfræði
Námsbraut í hjúkmnarfræði er í
tengslum við læknadeild. Námsskrá
er byggð upp með það fyrir augum
að nemendur öðlist skilning á marg-
breytileika manneskjunnar og á
hvern hátt hún upplifir heilbrigði og
sjúkleika.
Námið tekur fjögur ár og lýkur
með B.S.-prófi (120e). Hámarkstími
er sex ár. Bóklegt nám og verklegt er
ekki aðskilið, en í náminu er lögð
áhersla á tengsl hjúkmnarstarfs og
fræðilegrar þekkingar í hjúkmn.
Inntökuskilyrði er stúdentspróf.
Þekking í raungreinum og góð
enskukunnátta er æskileg. Próf em
haldin í misserislok og í september.
Margvísleg verkefhi em einnig unn-
in í tengslum við verklegt nám og
ALHLIÐA
TÖLVUKERFI
Samhæfður
viðskiptahugbúnaður,
auðveldur í notkun,
sveigjanlegur, öruggur
og hraðvirkur.
Stólpi er hannaður
sem stjórntæki og til
að auka arðsemi í
atvinnurekstri.
• Auöveldur í notkun
• Hægt aö aðlaga mismunandj þörfum
• öruggur og hraðvirkur
• Samhæfður hugbúnaöur
• Engar tvískráningar
• Ótrúleg fjölbreytni
• Hægt aö bæta viö kerfum
• Þægilegar gluggavalmyndir
• Liti er hægt aö velja
• Hjálpartexti í öllum vinnslum
• Skjáprentun þegar óskaö er
• Öflugar fyrirspurnir
• Fjölbreyttir leitarmöguleikar
• Gengur undir Windows
• Fáanlegur fyrir: OS/2, NOVELL
og NOVELL-LITE, LAN-SMART
og önnur netkerfi, UNIX og
LAN MANAGER
• Fyrir allar geröir og stæröir tölva
• Fyrir litil og stór fyrirtæki
• Yfir 500 notendur
• Meö reynslu i öllum atvinnugreinum
• Persónuleg þjónusta
• Námskeið og þersónuleg kennsla
• Stöðugar nýjungar og framfarir
• Viðhalds- og þjónustusamningar
• Notendahandbók á skiijanlegu máli
KERFISÞRðUN HF
Skeifan 17,
Pósthólf 8074,128 Reykjavik
Simer688055&687466, Fu6890 31
þau að jafnaði metin til einkunnar.
Heimspekideild
Heimspekideild var stofnuð árið
1911 og er jafngömul Háskóla ís-
lands. Innan heimspekideildar em
kenndar eftirtaldar greinar til BA-
prófs: íslenska, sagnfræði, heim-
speki, almenn bókmenntafræði, al-
menn málvísindi og ellefú erlend
tungumál: danska, enska, finnska,
franska, gríska, latína, norska, rúss-
neska, spænska, sænska og þýska.
Til að ljúka fullgildu BA-prófi þarf
alls 90e í einni eða tveimur af þess-
um 16 greinum og auk þess próf í
heimspekilegum forspjallsvísind-
um, sem metið er til þriggja einn-
inga.
Margir stúdentar taka eina grein
sem aðalgrein til 60 eininga og aðra
sem aukagrein til 30 eininga. Hægt
er að taka allar greinar deildarinnar
sem aukagrein, og allar nema rúss-
nesku sem aðalgrein til 60e. ís-
lensku, sagnfræði, heimspeki, bók-
menntafræði, málvísindi, dönsku,
ensku, frönsku og þýsku er hægt að
taka sem aðalgreinar til 90e og þarf
þá enga aukagrein.
BA-námið er skipulagt sem
þriggja ára nám, en engin tímatak-
mörk eru á námi í heimspekideild,
ólíkt því sem er í flestum öðrum
deildum H.í. og geta menn því haft
allan gang á námshraða.
Að loknu B A-prófi er hægt að taka
MA-próf (60e) í íslenskri málfræði,
íslenskum bókmenntum, sagnfræði,
ensku og dönsku. Það nám tekur að
minnsta kosti tvö ár, en flestir kjósa
að dreifa því á lengri tíma. Þá er ís-
lenska fyrir erlenda stúdenta kennd
samkvæmt sérstakri námsáætlun í
heimspekideild til 60e og B.P.I.-
gráðu.
Almennt stúdentspróf er skilyrði til
innritunar í heimspekideild. Önnur
formleg inntökuskilyrði eru engin.
Fjöldatakmarkanir í einstökum
greinum tíðkast ekki. Nauðsynlegt
er að nemendur hafi gott vald á í$-
lensku og eigi auðvelt með að tjá sig
bæði munnlega og skriflega. I
mörgum kennslugreinum er mikið
af fræðibókum á erlendum málum,
einkum ensku, og almennt séð er
nauðsynlegt að geta lesið ensku og
a.m.k. eitt annað tungumál. Gagn-
legt er að kunna tölvuritvinnslu.
Lagadeild
Lagadeild er ein af eldri deildum Há-
skóla íslands, en fyrstu Iaganemar-
amir luku þaðan prófi vorið 1912.
Samkvæmt reglugerð er gert ráð fyr-
ir að laganámi megi ljúka á fimm ár-
um, en sumir nemendur nota lengri
tíma. Fyrsti hluti spannar fyrsta og
annað námsár og felur í sér eftirfar-
andi: Almenna lögfræði og ágrip af
réttarsögu. Sifjarétt, erfðarétt og per-
sónurétt. Stjómskipunarrétt, stjóm-
arfarsrétt og ágrip af þjóðarrétti. Fjár-
munarétt (samningsréttur og kaup-
réttur). Annar hluti spannar þriðja og
fjórða námsár, en þar er tekist á við
fjármunarétt (kröfurétt, eignarrétt og
veðrétt), refsirétt, réttarfar og æfingar
í úrlausnum raunhæfra verkefna. í
þriðja og síðasta hluta námsins, sem
er á fimmta námsári, hafa stúdentar
nokkurt valfrelsi. Á haustmisseri á
hver nemandi kost á að stunda tvær
kjörgreinar samkvæmt vali. Auk þess
er gert ráð fyrir að allt síðasta náms-
árið fari í að skrifa lokaritgerð sem
nemandi velur í samráði við kennara
eða búa sig undir lokapróf sem hann
hefur valið. Hver sá er Iokið hefúr
stúdentsprófi á rétt á því að láta skrá-
setja sig í Lagadeild H.í. gegn því að
greiða skrásetningargjald. Ekki er
ástæða til að líta á eina braut fram-
haldsskóla umfram aðra sem undir-
búning til náms í deildinni. Nauðsyn-
legt er að nemendur skrifi og tali góða
íslensku.
Nám í lagadeild er erfitt, en fiöldi
nemenda hefur á undanfömum árum
verið nokkuð stöðugur. Skólaárið
1988-1990 innrituðust 432 en braut-
skráðir voru 48.
Q
O
CQ
HYUNDAI Super 386DL
Intel 80386DX 33MHz
4MB vinnsluminni (stækkanl. í 32MB)
SuperVGA 14" lággeisla litaskjár
52MB harður diskur
3,5" disklingadrif, 1,44MB
Eitt hliðtengi, eitt raðtengi og
músatengi
Windows 3.1 og mús
MHz
129.900.-
MHz
98.900.
HYUNDAI Super 386SL
Intel 80386SX 20MHz
2MB vinnsluminni (stækkanl. í 8MB)
SuperVGA 14" lággeisla litaskjár
52MB harður diskur
3,5" disklingadrif, 1,44MB
Eitt hliðtengi, eitt raðtengi og
músatengi
Windows 3.1 og mús
<
o
oo
Láfrtu þér ekki
duga minna!
Skólapakki 1
HYUNDAI Super 386SL .........Kr
JustWrite ritvinnsla fyrir Windows..Kr.
Hyundai HDP-930,
9 nála prentari me& kapli ..Kr.
Tölvuborð...................Kr.
Skólapakki 2
HYUNDAI Super 386DL.........Kr
JustWrite ritvinnsla fyrir Windows ..Kr.
Hyundai HDP-930,
9 nála prentari meö kapli...Kr.
Tölvubor&...................Kr.
Pakkaverð samtals ...
Ver& miSab viS staðgreiðslu.
Grei&slukjör:
VISA- og EURORAÐGREIÐSLUR
GREIÐSLUSAMNINGUR GLITNIS
....Kr. 98.900,-
's.. Kr. 14.000,-
.... Kr. 15.900,-
Kr 8.200,-
Kr. 137.000.-
Kr. 129.900,-
'S ..Kr. 14.000,-
....Kr. 15.900,-
Kr 8.200,-
Kr. 168.000.-
Tæknival
SKEIFAN 17- 15 (91) 681665, FAX: (91) 680664
MEÐ FORSKOT
A FRAMTÍDINA