Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. október 1992 Tíminn 9 Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins: Eina ráðið til að snúa vöm í sókn er að ríkisstjómin fari frá Ræða flutt á eftir stefnurœðu forsætis- ráðherra 12. okt. Ég geri fastlega ráð fyrir því að þið hafið beðið boðskapar forsætis- ráðherra með nokkurri eftirvænt- ingu. Að minnsta kosti þið sem eigið í atvinnuerfiðleikum eða rek- ið fyrirtæki sem komið er að því að stöðvast eða Iátið ykkur annt um velferð nágrannans hafið eflaust gert ykkur vonir um að í ræðu for- sætisráðherra fælist einhver von- arneisti. Þið hljótið að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Ég, eins og aðrir þingmenn, fékk þessa ræður fyrir nokkrum dögum og ég hef lesið hana vandlega. Ég hef lesið hana í vin um að ég fyndi þar eitthvert hálmstrá, eitthvað sem gæfi til kynna að þessi ríkis- stjórn ætlaði að taka hendur úr vö- sum og takast á við þau vandamál sem við er að stríða í dag, takast á við atvinnuleysið, við erfiðleika efnahagslífsins. Stílbrot á frjáls- hyggjunni Ég gerði mér vonir um að ríkis- stjórnin vildi boða að hún mundi snúa bökum saman með atvinnu- Iífinu í landinu og snúa vörn í sókn. Ég varð einnig fyrir miklum vonbrigðum. Meira að segja leyfir forsrh. sér að segja að það litla átak sem er nú gert til að stuðla að eitt- hvað aukinni atvinnu með því að flýta vegaframkvæmdum sé stfl- brot á efnahagsstefnunni, stflbrot á frjálshyggjunni. Það er ekki mik- ils að vænta af þeim sem slíkt boða, að minnsta kosti er þess ekki að vænta að þessi ríkisstjórn sé til- búin til samstarfs um róttækar og nýjar aðgerðir í efnahagsmálum. Við framsóknarmenn erum að sjálfsögðu reiðubúnir til þess að leggja okkar til þeirra mála. Við höfum rætt þau mál afar vel á okk- ar fundum og við höfum lagt fram ýmsar tillögur og hugmyndir en við erum aldrei reiðubúnir til að taka þátt í því að framkvæma frjálshyggjuna. Ég sé ekki annað eftir þessa ræðu og það sem á und- an er gengið að eina ráðið til að snúa vöm í sókn og hefja þjóðina upp frá þeim vanda sem hún er í sé að þessi ríkisstjórn fari frá. Ég hef fyrst og fremst hugsað mér að ræða hér í mínum tíma um efnahags- og atvinnumálin. Þó kemst ég ekki hjá því að ræða einnig um hið Evrópska efnahags- svæði því að þar hefur forsrh.enn spurt nokkurra spuminga. Alls staðar samdráttur Nú er okkur sagt að sjávarútveg- urinn muni á næsta ári búa við 8% halla á sínum rekstri. Hverjum dettur í hug að sjávarútvegurinn þoli það til nokkurs tíma? Væri það stflbrot í efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar að boða nú og grípa til aðgerða til að skapa sjávarút- veginum rekstrargmndvöll? Okkur er einnig sagt að iðnaður- inn eigi við vaxandi erfiðleika að stríða, m.a. að skipaiðnaðurinn eigi nú aðeins um það bil 14% hlutdeild í nýsmíðum og viðgerð- arverkefnum hins íslenska skipa- flota og margir boðað það að ef svo heldur áfram muni íslenskur skipaiðnaður líða undir lok. Væri það stflbrot á frjálshyggjunni að grípa til aðgerða til að rétta hlut skipaiðnaðarins? Við fáum einnig þær fréttir að verulegur samdráttur sé framund- an í framkvæmdum á Keflavíkur- flugvelli. Þar muni verða hætt við þær framkvæmdir sem ráðgerðar vom og margar uppsagnir fylgja. Væri það stflbrot á stefnu ríkis- stjómarinnar að grípa nú þegar til aðgerða sem veita þeim atvinnu sem þar missa sína atvinnu? Og þannig gæti ég haldið áfram að telja upp þá ýmsu erfiðleika sem við blasa í íslensku efnahagslífi og em öllum augljósar. Við framsóknarmenn Ieggjum í fyrsta lagi áherslu á að þröngva vöxtum niður. Ég segi þröngva niður. Það verður að gera með handafli hér eins og það hefur ver- ið gert í löndunum í kringum okk- ur þar sem til slíkra ráðstafana hef- ur verið gripið. Þeir em allt of háir í dag. Gengi krónunnar er afar veikt Við spyrjum einnig um það og leggjum á það áherslu: Hvers vegna er aðstöðugjaldið ekki af- numið? Útilokað er að skapa ís- lenskum atvinnuvegum sambæri- legan rekstrargmndvöll við það sem er í Evrópu, Ld. eða í heimin- um almennt með slíkum sköttum eins og aðstöðugjaldi. Að sjálf- sögðu verðu að útvega sveitarfé- lögunum tekjustofn á móti. Við leggjum einnig áherslu á að það verðu að aflétta af sjávarútveg- inum þeim álögum sem á hann vom lagðar af þessari rflcisstjórn, 600-700 millj.kr., sem reyndar vom síðan greiddar í ríkissjóð með því að greiða úr Verðjöfnunarsjóði til sjávarútvegsins. Það var heldur einkennileg framkvæmd. Nú er allt búið úr Verðjöfnunarsjóði sjáv- arútvegsins og það verður ekki hjá því komist að taka þessar álögur af. Við leggjum einnig á það ríka áherslu að Hagræðingarsjóðurinn verði notaður eins og til var stofn- að, til að stuðla að hagræðingu í ís- lenskum sjávarútvegi, en verði ekki tekjustofn fyrir ríkissjóð. Ég Ieyfir mér að fúllyrða að ef ekki er gripið til slíkra aðgerða, og reyndar líklega miklu fleiri, þá verður óhjákvæmilegt að leiðrétta gengi íslensku krónunnar. Og það er alveg sama hvað forsrh. segir um það er hvað utanrh. sagði í fréttum í fær, gengi íslensku krón- unnar er vægast sagt afar veikt og þarf mikinn stuðning til að geta haldist. Eða dettur nokkmm ís- lendingi í huga að íslenska krónan sé einhver sterkasti gjaldmiðill í heimi? Það er mikill misskilningur að við framsóknarmenn boðum gengisfellingar. Við verðum að forðast þær, en við viljum skrá gengið rétt og við leggjum meiri áherslu á að skrá gengið rétt til að skapa atvinnuvegunum rekstrar- gmndvöll en fast gengi og at- vinnuleysi. Við viljum gera það og koma í veg fyrir atvinnuleysi. Framsóknarráðin gáfust vel Mér þótti satt að segja dálítið undarlegt að heyra yfirlýsingar ut- anrh. í gærkvöldi um framsóknar- ráðin. Við tókum höndum saman árið 1988. Þá vom erfiðleikar miklir í atvinnulífi landsmanna. Við gripum þá líklega til framsókn- arráðanna, sem ég tek við fegins hendi, og okkur tókst ásamt sam- starfsmönnum öðmm að rétta svo við gmndvöllinn að hann var góð- ur á árinu 1990 og verðbólgan var í lok þessa tímabils sú minnsta sem hún hefur verið hér um ára- tugi. Og það er einmitt á gmnd- velli þessarar litlu verðbólgu sem nú er hægt að grípa til raunhæfra aðgerða og snúa vöm í sókn. Við spyrjum líka að því hvers vegna jöfnunargjald er ekki lagt á t.d. í skipaiðnaðinum sem hefur hmnið eins og ég lýsti áðan. Þurf- um við að bíða eftir því að fá leyfi frá erlendum þjóðum til þess að mega leggja á jöfnunargjald? Ekki báðu Norðmenn eða Pólverjar eða Evrópubandalagið um heimild hjá okkur íslendingum til þess að mega greiða ríkisstyrki með sínum skipaiðnaði. Og við spyrjum einnig að því og leggjum á það áherslu hvers vegna er ekki nýtt það mikla hugvit og sá dugnaður sem fram hafa komið. Það er ekki nóg að tala um að það séu miklar möguleikar í ferðaiðnaðinum. Það verður vitan- lega að rétta örvandi hönd og stuðla að því að þessir miklu möguleikar verði nýttir. Eigum fleiri kosti en flestir aðrir Staðreyndin er vitanlega sú að við íslendingar eigum líklega fleiri kosti en flestar aðrar þjóðir. En það er líka staðreynd að við fáum ekki nýtt þessa kosti nema með ríku samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs- ins og einstaklinga. Við fáum ekki nýtt þessa kosti nema til komi verulegt áhættufjármagn. Svo er það raunar í öllum tilfellum eða langflestum. Til þess að geta snúið vöm í sókn verðum við því að leggja verulegt áhættufjármagn fram, annaðhvort með þátttöku í slíkum fyrirtækjum eða áhættu- lánum. Því fjármagni er mjög vel varið, jafnveí þótt við þurfum að taka það að láni erlendis. Það mun koma margfalt til baka. Breyttar aðstæður Ég sagði áðan að ég kæmist ekki hjá því að fara nokkrum orðum um afstöðu okkar framsóknar- manna til hins Evrópska efnahags- svæðis. Það er rétt sem hæstv. forsrh. sagði. Við stóðum að því að þær viðræður hæfust. Við fram- sóknarmenn leggjum á það mjög ríka áherslu að við eigum gott samstarf við markaðina allt í kringum okkur. Við þurfum svo sannarlega á því að halda og við þurfum vitanlega að taka tillit til þess sem breytist á þessum mörk- uðum og laga okkur að því. Við ráðum því ekki. Við töldum því að það væri kostur sem bæri að kanna að stofna til tveggja stoða lausnar í Evrópu, eins og svo var köllu, og ég legg áherslu á það. Ætlunin var að þarna yrðu tvær jafnsterkar stoðir sem stæðu að efnahags- svæði Evrópu. Þetta vill stundum gleymast. Og á fundi með leiðtog- um EFTA-ríkjanna í Ósló í mars 1989 lagði ég fram allmörg skilyrði sem stjórnarflokkarnir þá, m.a. Alþfl., voru sammála um að krefj- ast. Ekkert af þessum skilyrðum hefur náðst fram nema eitt. Það er að ekki er heimilað fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslenskum sjáv- arútvegi. Við höfum ekki ennþá fengið að sjá hvernig ríkisstjómin ætlar sér að reisa þær girðingar sem hún hefur að vísu lofað, gegn því að erlendir aðilar geti keypt upp íslenskar jarðir í stórum stfl. Nú boðar ríkisstjórnin það að hún ætli sér að einkavæða bankana og selja hlutabréfin. Hvernig ætlar hún að koma í veg fyrir að erlendir aðilar eignist hina íslensku banka og ráði þar raunar öllu í íslensku fjármálalífi? Meira að segja er það enn svo í Hvítbók ríkisstjómarinn- ar að boðað er að einkavæða skuli orkufyrirtækin. Þegar sala á þeim hlutabréfum hefst veit ég að handagangur verður í öskjunni er- lendis og hvemig ætlar ríkis- stjómin, sem aðili að Evrópsku eftiahagssvæði, að koma í veg fyrir að erlendir aðilar kaupi slík hluta- bréf? Tvíhliða samningur En það hefúr fleira gerst. Ég sagði áðan að stefnt væri að tveggja stoða lausn í Evrópu. Hún hefur ekki orðið. öll EFTA-ríkin, nema íslendingar og Liechten- stein, hafa boðað að þau hyggist gerast aðilar að Evrópubandalag- inu. Þá verður ekki eftir nein stoð. Eftir verður hækja. Við íslending- ar, smáþjóð í þessu 400 milljón manna samveldi, getum aldrei haldið þeim samningi sem við er- um nú að ganga að eða ríkisstjórn- in leggur til. Því höfum við fram- sóknarmenn lagt á það ríka áherslu að þegar verði mörkuð sú stefna að Ieitað verði eftir því að breyta þessum samningi í tvíhliða samning þegar hin EFTA-ríkin sækja um aðild. Að sjálfsögðu þarf að staðfesta þá stefnu á Alþingi. Þetta hefur ríkisstjórnin heldur ekki gert og við höfúm engin svör fengið við þessum tilmælum. Stjómarskrármálið Það er jafnffamt nauðsynlegt að líta á það sem gerst hefur í stjórn- arskrármálinu. Þegar við leituðum eftir samningnum lá ekki fyrir álit lögfræðinga og heldur ekki þegar síðasta ríkisstjórn fór frá. Slik álit liggja fyrir nú og það er rangt hjá hæstv.forsrh. að ekki sé um neitt framsal valds að ræða í þessum samningum. Meira að segja fjór- menningamir, sem rflcisstjómin styðst helst við þegar hún segir að ekki sé þörf á stjómarskrárbreyt- ingu, viðurkenna að um framsal valds í samkeppnisreglum sé að ræða en þeir segja að það sé heim- ilt í raun af því að það sé ekki bannað í stjómarskránni. Aðrir lögfræðingar mótmæla þessu harðlega og ég tel að þeirra rök séu langtum sterkari. Það má ekki skilja stjórnarskrána svo að það sé heimilt sem þar er ekki endilega bannað. Það er heimilt sem leyft er í stjórnarskránni. Af þessari ástæðu getur í raun enginn sá þingmaður, sem vill standa við þann eið sem hann sór þegar hann tók sæti á Alþingi, samþykkt þenn- an samning þótt tækist að lagfæra ýmislegt af því sem úrskeiðis hefur farið málefrialega í samningnum. Átök framundan Það er vitanlega staðreynd að í heiminum í kringum okkur em að gerast mjög miklar breytingar. Kalda stríðinu er að vísu lokið þó að ríkisstjómin vilji ennþá taka þátt í hemaðarsamtökum en það em önnur átök í uppsiglingu og hafa reyndar verið í bakgmnni, átök sem að öllum lflcindum verða engu minni, átök um það hver á að ráða efnahag þessa heims. Þar tak- ast á stórveldin á þeim sviðum, Evrópa, einkum Þýskaland, Banda- rflcin og Japan. Vitanlega þurfum við íslendingar að marka okkur rétta stöðu í þessum átökum. Við eigum miklu fleiri kosti hygg ég en nokkur önnur þjóð. Tími minn leyfir mér ekki að rekja það en þeir em allir augljósir. Til þess að þetta megi takast verður íslenska ríkis- stjómin að snúa við blaði, örva ís- lenskt atvinnulíf, veita því stuðn- ing til þess að komast úr vörn f sókn, styðja það fjölmarga unga fólk sem nú er atvinnulaust, ný- komið frá námi, styðja það til dáða fyrir íslenskt þjóðfélag og þá óttast ég ekki um framtíð þessarar þjóð- ar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.