Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 21

Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 21
Laugardagur 17. október 1992 Tíminn 21 Söngskólinn í Reykjavík Söngskólinn í Reykjavík var stofnað- ur árið 1973 af Garðari Cortes, og var hann rekinn fyrstu fimm árin sem einkaskóli. En eftir að ráðist var í kaupin á núverandi húsnæði skólans við Hverfisgötu var stofnað Styrktarfé- lag Söngskólans í Reykjavík, sem nú rekur skólann en nýtur til þess styrkja frá ríki og borg, samkvæmt lögum. Inntökuskilyrði í skólann eru þau að á hverju vori fara fram inntökupróf og eru aldursmörk umsækjenda 16-30 ár o'g eru metin raddgæði, tónnæmi og undirstöðumenntun. Nám í almenn- um deildum tekur 5-7 ár, sem fer að mestu eftir þætti tónlistar í undir- stöðumenntun viðkomandi. Að loknu 8. stigi gefst kostur á framhalds- menntun á háskólastigi, sem tekur að jafnaði tvö ár. í almennu deildinni eru aðalnáms- greinin einsöngur, en jafnframt er kenndur píanóleikur, tónfræði, hljóm- fræði, tónheym, nótnalestur, tónlist- arsaga, sönglistarsaga og íjóða og óperutúlkun. Almennu deildinni lýk- ur með 8. stigs prófi og tónleikum. Síðan gefst, eins og áður sagði, kostur á námi í framhaldsdeildum, sem eru einsöngvaradeild og söngkennara- deild, og er 8. stigs próf úr almennu deildinni skylda til að fá inngöngu. Námið er á háskólastigi og lýkur með prófum í samvinnu við „The Associat- ed Board of the Royal Schools of Mus- ic“, sem njóta alþjóðlegrar viðurkenn- ingar. Mikill fjöldi kennara kennir við skólann, en Garðar Cortes er skóla- stjóri og Þuríður Pálsdóttir er yfir- kennari. Nánari upplýsingar um nám- ið er að fá á skrifstofu skólans að Hverfisgötu 45,101 Reykjavík, í síma Fósturskóli íslands Fósturskóli Islands er ríkisskóli með aðsetur í Reykjavík og er það hlutverk hans að mennta fólk til uppeldisstarfa á hvers konar uppeld- isstofnunum fyrir börn, allt frá fæð- ingu til skólaaldurs, auk þess sem fóstrur starfa einnig á skóladag- heimilum og barnadeildum sjúkra- húsa. Námstími við skólann er þrjú ár og eru inntökuskilyrði nemenda stúd- entspróf eða grunnskólapróf að við- bættu tveggja ára námi við fram- haldsskóla eða sambærilegu námi, en umsækjandi má ekki vera innan 18 ára aldurs. Nemendur við Fóstur- skóla íslands eiga rétt á almennum námslánum úr Lánasjóði íslenskra námsmanna. Námið í skólanum er bæði verklegt og bóklegt, og er verk- lega námið um þriðjungur náms- tímans sem dreifist á öll árin. Fyrstu tvö árin er bekkjakerfi og greina- bundin kennsla, en á þriðja ári er þemanám, þar sem tekin eru fyrir ákveðin efnissvið, þar sem bókíegt og verklegt nám er að mestu leyti samþætt. Nemendur fara til útlanda og kynna sér nýjungar í dagvistunar- málum undir stjórn nokkurra kenn- ara. í þeim þáttum námsins, sem lýkur með prófum, verður nemandi að sækja í það minnsta 80% kennslustunda. Til þess að hefja nám í næsta bekk þarf nemandi að hafa hlotið í það minnsta einkunnina 5 í hverri grein. Nánari upplýsingar um námið er að fá í Fósturskóla Islands v/Leirulæk í Reykjavík, í síma 813866. Garðyrkjuskóli ríkisins Garðyrkjuskóli ríkisins er staðsett- ur skammt frá Hveragerði, nánar til- tekið að Reykjum í Ölfusi, og veitir skólinn menntun í garðyrkju- og umhverfisfræðum á fimm náms- brautum. Auk þess vinnur skólinn að tilraunum, endurmenntun, nám- skeiðahaldi, útgáfu garðyrkjufrétta og leiðbeiningaþjónustu. Náms- brautirnar eru: garðyrkjubraut, skrúðgarðyrkjubraut, umhverfis- braut og ylræktarbraut, en nám á Tölvuhá- skóli Vf Tölvuháskóli VÍ býður upp á kerf- isfræðinám. sem tekur fjórar annir. Skólinn hóf starfsemi sína árið 1988 og er það markmið námsins að útskrifa kerfisfræðinga, sem geta unnið við öll stig hugbúnaðar- gerðar, skipulagt og séð um tölvu- væðingu hjá fyrirtækjum og annast kennslu og þjálfun starfsfólks. Tölvuháskólinn er mjög vel búinn tækjum til námsins. Inntökuskil- yrði í skólann er stúdentspróf eða sambærileg menntun. Nánari upplýsingar: Tölvuháskóli VÍ Ofanleiti 1 103 Reykjavík S: 91-688400 þessum fjórum brautum tekur þrjú ár. Verknám er samtals 20 mánuðir, en bóklegt 16 mánuðir. Inntökuskil- yrði eru þau að nemandi þarf að hafa lokið rúmlega fimmtán mánaða verknámi, auk þess sem hann þarf að hafa lokið bóknámi sem svarar til 2- 4 anna í framhaldsskóla. Auk fyrrgreindra brauta er einnig kennt á blómaskreytinga- og mark- aðsbraut, sem tekur tvö ár. Verknám tekur 16 mánuði, reynslutími er þrír mánuðir og kjörtími 13 mánuðir, en bóknám 8 mánuðir. Inntökuskilyrði eru þau að nemandi þarf að hafa lok- ið 7 mánaða verknámi, auk bóknáms sem svarar til 2-4 anna í framhalds- skóla. Nánari upplýsingar: Garðyrkjuskóli ríkisins Reykjum 810 Hveragerði S: 98-34340 Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur breytt úthlutunar- reglum sem þrengir mjög lánshæfni iðn- og verknáms. Kristinn H. Einarsson formaður Iðnnemasambands íslands: )) Er UN ríki í ríkinu?" Stjóm Iðnnemasambands íslands er allt annað en ánægð með nýjar út- hlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sem stjómin segir að þrengi mjög lánshæfni iðn- og verk- náms. Kristinn H. Einarsson spyr hvort Lánasjóðurinn sé orðinn ein- hvers konar ríki í ríkinu, sem þurfi ekki að taka tillit til vilja Alþingis. Við afgreiðslu úthlutunarreglna í stjóm Lánasjóðs íslenskra náms- manna á dögunum, tók stjómin þá ákvörðun að þrengja verulega láns- hæfni iðn- og verknáms, eftir tillög- um sem komu frá nefnd sem hafði þann starfa að endurskoða lög um Lánasjóðinn, en áður hafði Alþingi ákveðið að fella út þær þrengingar sem stjómin samþykkti. Samkvæmt lögunum sem samþykkt vom á Alþingi í vor átti íyrirkomu- lagið að vera óbreytt sem hefði þýtt það að lánshæfni náms í grunndeiíd- um iðnáms hefði verið óbreytt, þ.e.a.s. að nemendur í grunndeild- um, sem orðnir væru eða yrðu 20 ára á árinu væru lánshæfir, en sam- kvæmt nýju úthlutunarreglum eiga nemendur í grunndeildum rafiðna, málmiðna og tréiðna ekki möguleika á láni úr Lánasjóðnum. Kristinn H. Einarsson, fram- kvæmdarstjóri Iðnemasambands ís- lands, segir að þetta sé gert þvert of- an í vilja Alþingis, sem hafi legið fyr- ir með samþykki gildandi laga. „Þama teljum við að embættis- mennimir innan stjómar Lánasjóðs- ins séu að taka fram fyrir hendurnar á löggjafarvaldinu og þess vegna framkvæmdarvaldinu líka,“ sagði Kristinn. Stjóm Iðnnemasambands íslands hefur sent menntamálaráðherra bréf, þar sem hann er spurður hvort Lánasjóðurin sé einhvers konar ríki í ríkinu, sem móti sína eigin mennta- stefnu, óháð því hvaða menntastefna sé boðuð af sitjandi ráðherra og sam- þykktaf Alþingi. Þegar núgildandi lög vom til um- fjöllunar hjá Alþingi, var inn í þeim tillögum sem þar vom til umfjöllun- ar hugmyndir um að nám í gmnn- deildum fyrir iðnnám yrði ekki láns- hæft og lánshæfni iðnnáms yrði því þrengt mjög mikið frá sem það var í gömlu lögunum um Lánasjóðinn. „Við vöktum athygli á þessu og bent- um á að það væri í raun og veru, ver- ið að skera niður lán til tiltölulega lítils hóps og þetta myndi ekki virka Krístinn H. Einarsson, formaður iðnnemasambands íslands. sem hvatning fyrir ungt fólk að hefja iðnnám. Það kom meðal annars fram í könnun sem Félagsvísinda- stofnun birti á dögunum að það væri verulegt brottfall nemenda úr iðn- námi og það þyrfti að hvetja fólk til að velja þær greinar. Því töldum við að ef að ætti að þrengja lánshæfni til iðnnáms, þá væri verið að beina mönnum meira til bóknáms og inn á stúdentsprófsleiðir og það væri vafa- mál hversu miklu þær leiðir skila til þjóðfélagsins," sagði Kristinn H. Einarsson. Þessu hafi fleiri mótmælt, s.s. Al- þýðusamband íslands, Landssam- band iðnaðaramanna og allir alþing- ismenn sem tjáðu sig um málið á Al- þingi og voru andvígir því að þrengja lánshæfni iðn- og verknáms og töl- uðu um að það þyrfti að auka vægi starfstengds náms þar sem litið væri til þarfa atvinnulífsins. Kristinn bendir á að bæði starfandi mennta- málaráðherra, sem og allir fyrrum ráðherrar hafi talað á þessum nót- um. Lögin eru síðan Samþykkt og þar eru engar breytingar á lánshæfni iðnnáms gerðar, enda var þingheim- ur á móti því að þrengja lánshæfn- ina. Kristinn segir að stjórn Iðnnema- sambandsins hafi lagt á það ríka áherslu við afgreiðslu laganna að fá fulltrúa í stjóm Lánasjóðsins, þar sem sambandið væri einu heildar- samtök námsmanna sem ættu ekki fulltrúa innan sjóðsins og ættu þar enga möguleika til að hafa áhrif á ákvarðanatöku. Stjómin telji að margar ákvarðanir innan sjóðsins, sem hafi snert iðn- og verknáms- nema, hafi verið teknar af hreinni vanþekkingu á málefnum þeirra. Kristinn segir að stjórn sambands- ins hafi sent út fjölmörg erindi til menntamálaráðherra og stjórnar sjóðsins um að fá aðild að stjóm lánasjóðsins, en engu þeirra hafi ver- ið svarað og svo hafi komið að stjórnarformaður Lánasjóðsins neiti að taka málið fyrir. Þó liggi fyrir bréf frá aðstoðarmanni ráðherra til stjórnar LÍN, þess efnis að Iðnnema- sambandið fái áheyrnarfulltrúa, sem myndi fullnægja óskum sambands- ins. Kristinn sagði að það væri athyglis- vert að stjómarformaðurinn, sem neitar að taka beiðni Iðnnemasam- bandsins, Gunnar Birgisson, væri einnig formaður Verktakasambands íslands. Menn héldu að hann myndi sýna því einhvem skilning að sjónar- mið þeirra sem stunda verk- og iðn- nám, kæmu fram. Fiskvinnsluskólinn Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði útskrifar fiskiðnaðarmenn og fisk- tækna, auk þess sem hann heldur ýmiss konar námskeið fyrir starfs- fólk í fiskiðnaði. Námi við skólann er skipt í tvær deildir: Fiskiðnaðardeild, sem tekur þrjár annir, og Tækni- deild, ein önn. Náminu er skipt í bóklegt og verk- legt nám, auk starfsþjálfunar á vinnustöðum, og fer námstími eftir undirbúningi og því að hvaða náms- lokum er stefnt. Bóklega náminu er skipt í sérgreinar, sem kenndar eru í skólanum, og almennar námsgrein- ar, s.s. stærðfræði, eðlisfræði o.s.frv., sem unnt er að stunda í ýmsum framhaldsskólum. Til að öðlast starfsréttindi sem fiskiðnaðarmaður skal nemandi hafa staðist próf upp úr fiskiðnaðardeild og auk þess hafa lokið 36 vikna skipulagðri starfs- þjálfun á vinnustöðum frá því hann innritaðist í skólann. Skilyrði fyrir inntöku í Fiskvinnslu- skólann eru að viðkomandi verður að hafa lokið undirbúningsnámi eftir grunnskóla og er þá bent sérstaklega á fyrri hluta tæknibrautar í fram- haldsskólum, sem viðmiðun. Nánari upplýsingar: Fiskvinnsluskólinn Hvaleyrarbraut 13 220 Hafnarfirði S: 91-53547 Iþróttakennaraskóli Islands íþróttakennaraskóli íslands er heimavistarskóli, staðsettur á Laug- arvatni, og tekur nám við skólann tvö ár. Hlutverk skólans er að búa nemendur undir kennslu í íþróttum, skyndihjálp í skólum og ennfremur að búa nemendur undir kennslu í íþróttum og félagsstörfum hjá stofn- unum, ungmenna- og íþróttafélög- um. Inntökuskilyrði eru þau að við- komandi verði 18 ára á umsóknarári, sé heilsuhraustur og hæfur til iþ- róttaiðkana. Að nemandi sé reyndur að reglusemi, heilbrigði og sé góður félagi. Stúdentspróf eða tveggja ára nám við framhaldsskóla er skilyrði, en þar sem stóraukin aðsókn stúd- enta er að skólanum, ganga þeir fyr- ir um skólavist og eru nemendur innritaðir árlega. Helstu námsgrein- ar eru: sálarfræði, uppeldis- og kennslufræði, kennsluæfingar, líf- eðlisfræði, þjálffræði, hreyfingar- fræði, heilsufræði, íþróttasaga, tón- fræði, skyndihjálp, auk kennslu í þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru hér á landi. Umsóknir um skólavist þurfa að hafa borist fyrir 1. júní ár hvert, en nánari upplýsingar er að fá hjá skóla- stjóra. Heimilisfang skólans er: íþróttakennaraskóli íslands 840 Laugavatni S: 98-61110

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.