Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 17. október 1992 „ Háskólar okkar verða að læra að starfa saman “ Veruleg gerjun hefur átt sér stað í íslensku skólakerfi síðustu árin. Æ meiri kröfur eru gerðar um aukið og lengra nám og margir skólar hafa komið upp kennslu á háskólastigi og eiga í vændum að kennsluefni þeirra og kennsla verði löggilt sem háskólanám. Þetta hefur leitt til þess að skipulagsmál íslenskra menntamála þarf að taka til talsverðr- ar endurskoðunar, þar á meðal þá spurningu hvort umræddir skólar skuli í framtíðinni teljast undirdeildir Háskóla íslands eða mynda minni sjálfstæðar heildir, svo sem listaskólarnir. Um þessi efni fjallar nú sérstök nefnd, Samstarfsnefnd háskólastigsins, og formaður hennar er Sveinbjörn Björnsson háskólarektor. Við fórum fram á að mega ræða við hann um ýmsar þær hugmyndir og álitamál, sem upp hafa komið á þessum vettvangi. Sveinbjörn Björnsson varð vel við þessari ósk og fer spjall okkar hér á eftir. í upphafi rakti hann núver- andi stöðu skóla á háskólastigi í fáum orðum. „Við ræðum um grunnskóla-, fram- haldsskóla- og loks háskólastigið í ís- lenska menntakerfmu. Þegar um há- skólastigið var rætt, var löngum ein- göngu átt við Háskóla íslands. En svo hafa smám saman verið að koma til sögunnar skólar sem teljast starfa á háskólastigi, þótt það hafi ekki í öll- um dæmum verið skilgreint með lögum. En þrír skólar hafa um þessar mundir þá sérstöðu að þeim hafa verið sett lög, sem kveða á um að þeir séu háskólar, og auk Háskóla íslands eru þeir Kennaraháskólinn og hinn nýstofnaði Háskóli á Akureyri. En svo eru skólar, sem hafa heimild ráðuneytis til að kenna efni á há- skólastigi, og má þá nefna tölvuhá- skóla Verslunarskóla íslands, Sam- vinnuháskólann og Tækniskólann að hluta. Hjá honum er það tæknifræð- in og iðnrekstrarfræðin, en í heil- brigðisgreinum meinatæknar og röntgentæknar. Þá eru sumir skólar, sem farnir eru að kenna efni sem há- skólar, þótt þeir séu ekki komnir með lög um að þeir séu háskólar. Þar vil ég nefna listaskólana: Myndlista- og handíðaskólann, Tónlistarskól- ann í Reykjavík og Leiklistarskóla ríkisins. Þessa þrjá er nú rætt um að sameina í einn listaháskóla og ætl- unin að hann verði í húsi Sláturfé- lagsins, sem kunnugt er. Eru það efstu stig þess, sem kennt er í Mynd- lista- og handíðaskólanum og íon- listarskólanum sem skoðað er sem háskólanám, svo og leiklistarnámið. En þessir skólar hafa einnig byrj- endakennslu í listgreinunum með höndum og spanna þannig allt sviðið frá grunnskólastigi og upp úr. Þá eru það Þroskaþjálfaskólinn og Fóstur- skólinn. Þessi skólar gera nú kröfu um stúdentspróf og eru með kennsluefni, sem talið er á háskóla- stigi. En réttinda sem háskólar njóta þeir samt ekki enn, heldur eru þeir kallaðir sérskólar. Loks eru tveir skólar ótaldir, en þeir eru íþrótta- kennaraskólinn og Bændaháskólinn á Hvanneyri. í þeim síðarnefnda er um bændanám að ræða framan af, en að því loknu tekur við meira bóknám og menn fara í Bændaháskólann. Þetta eru þá alls tólf skólar. Samstarfsnefnd há- skólastigsins Til er svokölluð Samstarfsnefnd há- skólastigsins, sem mun hafa starfað í allmörg ár og hefur rektor Háskóla íslands verið formaður hennar lengst af. Segja má að hér sé fyrst og fremst um að ræða ráðgjafarnefnd fyrir ráðuneytið um það hvernig allir þessir skólar megi starfa sem best saman. Frá því er ég tók sæti í nefnd- inni í fyrrahaust höfum við einkum leitast við að kynnast því hvað verið er að gera í þessum skólum. Við höf- um heimsótt skólana og jafnframt eru vinnuhópar að störfum, sem reyna að greiða úr örðugleikum sem upp koma í samstarfi. í einum starfs- hópnum höfum við rætt hvernig skólarnir gætu nýtt sér sem best þau tækifæri, sem nú eru að opnast í al- þjóðasamskiptum. Hér við skólann hefur starfað allsterk alþjóðaskrif- stofa, en þar sem hinir skólarnir eru minni hafa þeir ekki haft sambæri- legt bolmagn til þess að sinna slíku. Að alþjóðasamskiptum þarf að vinna fólk, sem tileinkað hefur sér alla þá skriffinnsku sem snertir Brussel og einnig norrænt samstarf. Sem dæmi um árangur af umræð- um innan nefndarinnar vil ég nefna nýlega tillögu til ráðuneytisins um að sett veröi upp svonefnd Alþjóða- skrifstofa háskólastigsins. Er lagt til aö hún veröi til Inisa hér í I láskóla ís- lands og sinni öllum skólum á há- skólastigi. Hún á aö hjálpa þeim að átta sig á hvaöa styrkir eru í boði, en þeir eru einkum tvenns konar. Til eru styrkir sem gera kleift aö senda nemendur til annarra landa og láta þá taka hluta af námi sínu þar og Ijúka því síðan hér, um leið og er- lendir stúdentar gætu sótt til íslands hluta af námi er þeir lykju í heima- landinu. Þá er um aö ræða styrki til þess aö skiptast á kennurum og ef til vill stjórnendum skóla. Þar er átt viö að stjórnendur komi að öörum skól- um í ár eöa svo, kynni sér vinnu- brögð þar og geti hagnýtt sér þau við eigin skólastofnanir aö því loknu. Þá vil ég víkja aö þeim möguleikum, sem eru aö skapast í því tilliti að viö getum sótt um aö taka þátt í rann- sóknarverkefnum, sem í gangi eru á vegum Evrópubandalagsþjóðanna. Ekki er þó enn búiö að koma því á fastan grundvöll hvernig aö þeirri vinnu verður staöiö, en hún jafnvel enn umfangsmeiri en nemenda- skiptastarfið. Vænta má að hér muni ekki aðeins skólarnir eiga hlut að máli, heldur dragist rannsóknastofn- anirnar inn í þetta, svo og Rann- sóknaráð og Vísindaráð. Kennarar lánaðir milli skóla Annað, sem við höfum unnið að, er að auka möguleika á að lána kennara á milli skóla. Slíkur samningur er nú kominn á milli Kennaraháskólans og Háskóla íslands. Því getur kennari við hverja deildanna, sem hér eru, og til þess er fús farið og kennt hluta af kennsluskyldu sinni við Kennarahá- skólann. Eins geta menn frá Kenn- araháskólanum komið hingað í Há- skóla íslands og kennt hér. Þetta gef- ur kost á samnýtingu á kennslukröft- um, ekki síst þegar um fáa einstaklinga er að ræða á tilteknu þekkingarsviöi. Þá viljum við greiða fyrir því að nemendur geti tekið hluta af námi sínu við einhvern ann- an skóla hér innanlands, og skólarn- ir viðurkenni þar með hver annars fræðslu, ef svo ber undir. Ég held því fram að ef við getum viðurkennt þekkingu, sem aflað er í öðrum lönd- um, þá ætti ekki síður að vera hægt að viðurkenna þekkingu sem aflað er í nálægum bæjarhluta. En stundum verður þaö þó erfiðara, því fyrir kem- ur aö þaö sé líkt og persónur vilji blandast inní málin. Þennan þrösk- uld hjálpar alþjóölega samvinnan við að yfirstíga, því menn sjá af henni að þaö nær engri átt að menn geti ekki unnið saman á sama svæði út af gömlum krit einum saman. En hér er að fleiru aö hyggja. Sam- starf getur greiðlega tekist í milli skóla sem báöir eru á háskólastiginu, þar sem þeir eru með kennara sem eru á svipuðum kjörum. En er kem- ur að þeim skólum sem ekki eru orðnir háskólar, þótt þeir eigi von um þaö, kunna erfiðleikar að skap- ast. Þeir hafa þá kennara sem eru á kjörum framhaldsskólakennara, svo að þegar vilji er til að skiptast á kenn- urum milli þessara skólastiga spretta upp álitamál. Vel má hugsa sér að maður, sem hér er f prófessorsemb- ætti. fari að kenna í skóla sem notar launataxta framhaldsskólanna. Á hann þá að fá framhaldsskólakenn- aralaun eða teljast „heldri" kennari og fá prófessorslaun fyrir aö kenna sama efni og framhaldsskólakennari gerði á undan honum? Þetta er at- riði. sem ásamt fleiru er nauðsynlegt að koma málum á hreinni grundvöll. Ég vil og geta um að á næstunni munum við ræða áfram fyrirhugaða sameiningu listaskólanna í einn listaháskóla og hvernig hann gæti best tengst Kennaraháskólanum og Háskóla íslands eða Háskólanum á Akureyri. Allir eiga þessir skólar það sameiginlegt að þeir mennta kenn- ara og þar á meðal kennara fyrir list- greinar. Kennaraháskólinn menntar kennara fýrir grunnskóla og því að nokkru leyti kennara í handíð og myndlist. Þarna gæti hann átt sam- vinnu við Myndlista- og handíðaskól- ann, svo og Tónlistarskólann er að tónlistarkennslu kemur. Enn er það á umræðustigi hvort rétt sé að gera hér úr eina heild og hitt hve stórar sé skynsamlegt að heildirnar verði. Verði skólar of stórir, fer svo á endan- um að enginn ræður við að stýra þeim. Ein hugmyndin er sú að rétt kynni að vera að sameina Kennaraháskól- ann, íþróttakennaraskólann, Þroska- þjálfaskólann og Fósturskólann, en fóstrur eru að réttu lagi fyrstu kenn- aramir. Á dögunum birtist grein eft- ir Jónas Pálsson, fyrrverandi rektor Kennaraháskólans, þar sem hann reifaði það hvort ekki væri rétt að gera einn uppeldisháskóla úr þessum skólum. Vel er hugsanlegt að það væri skynsamlegt, því hinar smærri skólaeiningar verða jafnan óhag- kvæmar í rekstri. En það breytir ekki því, sem ég áður sagði, að ekki er gott að skóli verði of stór. Ég er til dæmis ekki viss um að það væri hag- kvæm lausn að listaháskóli yrði að- eins ein deild úr Háskóla íslands. Há- skóli íslands er að vísu margir skólar í eðli sínu, en uppbygging listahá- skólans gæti orðið erfiðari ef hann ætti að keppa við rótgrónar deildir frekar en sækja sinn vöxt sem sjálf- stæður skóli. Stúdentspróf og kröf- ur um gæði kennslu- efnis Ein helsta viðmiöunin til þessa um það hvort skóli skuli teljast starfa á háskólastigi hefur verið hvort hann gerir stúdentspróf að inntökuskilyröi við innritun nemenda eða ekki. En vitanlega er það þó ekki jafnframt sönnun þess að það nám, sem skal bjóða, sé gilt háskólanám. Þar verður að líta á þær kröfur sem gerðar eru. Að vísu hefur það lengi verið umdeilt hve langt nám skuli vera og hve háan sess því skuli ætla í skólakerfinu. En þróunin er sú að stöðugt er verið að gera meiri og meiri kröfur um bók- legan undirbúning áður en sjálft starfsnámið hefst. Sem dæmi má nefna að nú hefur hjúkrunarnámi verið lyft upp á háskólastig. Gerðar eru kröfur um fræðilegan hluta í náminu, og úr hjúkrunarnámi á há- skólastigi koma starfskraftar sem eru aðrir en hjúkrunarkonur voru fyrr- um. Nú sinna sjúkraliðar mörgum þeim störfum sem fyrrum voru í verkahring hjúkrunarkvenna, en hjúkrunarfræðingarnir ganga að ýmsum verkum sem læknar einir fengust við. Svipað má segja um kennaramenntunina. Áður fóru menn í Kennaraskólann sextán ára og luku prófi um tvítugt. Nú er kraf- ist stúdentsmenntunar og fjögurra ára viðbótarnáms. Loks sýnist mér aö verslunarmenntunin sé að fara upp á þetta stig. Enn höfum við Verslunar- skólann, en hann skiptist í almennt verslunarnám og í stúdentsnám, og það er betri helmingurinn af nem- endunum sem í stúdentsnámið fer. Nú er stefnt að verslunarháskóla. Því bendir margt til að verslunarnám, sem lýkur við tvítugsaldur, muni brátt ekki talið nægja til þess að menn geti starfað sem verslunar- menn. Gæðakröfur innan menntakerfisins Ég held að um þessar mundir séu allir að reyna að leita svara við því hvernig við getum komið okkur á réttan kjöl, þótt fleyið hallist nokkuð núna í bili. Það fer eftir við- horfum hvers og eins og því, sem honum stendur næst, hverjar tillög- ur hans til úrlausnar eru. Én það er sannfæring flestra, sem vinna að skólamálum, að ein besta leiðin sé að veita sem flestum góða menntun og þá í þeirri trú að sú menntun hjálpi þeim að bjarga sér. Þannig þykir skólamönnum það öfugsnúið ef þörf gerist á að skerða skólastarfið, því til lengdar teljum við að einmitt þetta muni greiða okkur leið inn í sem besta framtíð. Menn, sem vinna í skólum, vona því að það takist að láta hjólið fara að snúast á hinn veginn og að hægt verði að fara að bæta skólana og auka. En um leið þarf að fara að auka gæði skólastarfs meira en verið hefur. Hér ráða tískusveiflur miklu, en að und- anförnu hefur sú skoðun verið ríkj- andi að skólinn skuli vera öllum op- inn og að öllum skuli gefa tækifæri til náms. Þetta er ágæt hugsjón í sjálfu sér, en verður stundum á kostnað þess hvaða kröfur við gerum til nemendanna. Eins og er þykir því mörgum að við höfum opnað marga skóla of mikið. Menn þurfa að leggja á sig við nám og ég hef þá trú að ekki séu allir jafnir að eðlisfari. í skólun- um er gert upp á milli manna og ekki er öllum gefið það sama á prófi. Ég held að það sé því eðlilegt að sumir fái hærri einkunn og aðrir lægri og þá ýmist vegna þess að þeir eiga auð- veldara með námið eða vegna þess að þeir hafa lagt harðara að sér. Skól- arnir verða líka að leggja sig fram og sjá um að gæði séu tryggð og að ár- angurinn sýni það, en þessa er auð- vitað krafist í störfum á hvaða sviði sem er. Nú ræða menn um þjóðarsókn í gæðamálum. Þetta er áróðursherferð sem er að byrja, og hún á sjálfsagt við í fiskvinnslu og öllum iðnaði. En hún á ekki síður við í skólum. Mér þykir að enn sitji nokkuð í fólki sá tími þegar fólk hafði ekki efni á að fara í skóla og síðan það tímabil þegar að- eins lítill hópur fékk að halda áfram, en öðrum var vísað út til þess að vinna. Eftirtektarvert er það til dæm- is að foreldrar, sem gjarna vildu læra sjálfir en fengu það ekki, vilja gjarna kosta miklu til að börn þeirra fái að læra hvað það sem hugur þeirra stendur til. En þetta má ekki verða til þess að skólarnir verði opnaðir svo mjög að ekki séu uppfylltar þær kröf- ur sem gera verður, að hvergi reyni á fólk og að það syndi alls staðar í gegn. Þá verða skólamir aðeins geymslur, en nú heyrist að víða er- lendis gerist það vegna hins langvar- andi atvinnuleysis að farið sé að „geyma“ fólk innan skólaveggjanna, án þess að krefjast þess að það læri þar neitt að marki. Rætt við Sveinbjörn Björnsson háskólarektor um störf Samstarfsnefndar háskólastigsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.