Tíminn - 17.10.1992, Síða 18

Tíminn - 17.10.1992, Síða 18
18 Tíminn Laugardagur 17. október 1992 Ingólfur Guðmundsson á markaössviöi Landsbankans: Landsbankmn hóf fyrstur banka að bjóða sérstaka þjónustu fyrir námsmenn í september árið 1989 með stofnun Námunnar. í dag eru Námufélagar yfir tíu þús- und talsins, en þetta er langfjöl- mennasta bankaþjónusta náms- mannna á landinu. „Með Námunni bjóðum við náms- mönnum upp á heildarlausn í banka- viðskiptum," segir Ingólfur Guð- mundsson á markaðssviði Landsbank- ans. „Markmiðið er að bjóða náms- mönnum bestu fjármálaþjónustuna á markaðinum. Við höfum verið leið- andi á þessu sviði og tíu þúsund virkir Námufélagar eru okkar besta auglýs- ing. Landsbankinn hefur haft foryst- una og ætlar að halda henni.“ Náms- mannnaþjónusta Landsbankans var íyrsta skref bankans til þess að fara út í heildarþjónustu við ákveðinn hóp viðskiptavina og var í raun ákveðin þróun í þjónustu bankans. Það skal tekið fram að gefnu tilefni að bankinn hefúr ekki gert sérsamninga við ein- staka hópa námsmanna, heldur sam- starfssamninga við skóla og samtök námsmanna. Náman samanstendur af mörgum þáttum. Námsmönnum er boðið upp á að stofna Einkareikning, sem er tékkareikningur með dagvöxtum. Þeim gefst kostur á að fá 50 þús. kr. yf- irdráttarheimild þar sem einungis þarf að greiða fyrir þann hluta sem er nýttur. Að auki er Námufélögum boð- in mjög sveigjanleg Einkareiknings- lán. Lánþegum LÍN gefst kostur á að fá Námureikningslán til framfærslu á meðan beðið er eftir greiðslum frá Lánasjóðnum. Þau geta numið allt að 100% af væntanlegu láni og felast í yf- irdráttarheimild sem námsmaður get- ur látíð hækka eftir því sem líður á veturinn. Þjónusta Námunnar er opin öllum námsmönnum frá 16 ára aldri. Bank- inn setur einungis þau skilyrði að þeir sem ganga í Námuna stofni Einka- reikning. Jafhframt verður viðkom- andi að fallast á að námslánin séu sett beint inn á reikninginn, en þetta á að sjálfsögðu aðeins við um þá sem taka lán hjá LÍN. Þeir sem gerast aðilar að Námunni geta fengið greiðslukort strax við upphaf viðskipta. Námsmenn undir 18 ára aldri eiga þó ekki kost á að fá afhent greiðslukort eða tékk- hefti, þar sem það er óheimilt sam- kvæmt lögum. Að öðru leyti njóta þeir sömu réttinda og aðrir viðskiptavinir bankans. Landsbankinn afhendir félögum í Námunni ókeypis filofax minnisbók strax við upphaf viðskipta. Þá eru ár- lega veittir á- vegum bankans sjö námsstyrkir og eiga allir Námumenn kost á að sækja um þessa styrki. Um- sóknir hafa verið auglýstar í dagblöð- unum (en upplýsingar um þá er einn- ig hægt að fa í útibúum Landsbank- ans) og skal senda inn upplýsingar um námsferil, heimilishagi og framtíðar- áform fyrir 16. mars nk. Lanndsbankinn annast móttöku skjala fyrir lánasjóðinn en í öllum af- greiðslum bankans liggja frammi eyðublöð og bæklingar lánasjóðsins. „Yfir 10 þúsund virkir Námufélagar“ Þjónustufulltrúar bankans hafa í sum- ar verið sendir á sértök námskeið í málefnum LÍN, en hver og einn Námufélagi fær alla þjónustu og fyrir- greiðslu hjá sínum þjónustufulltrúa í viðkomandi útibúi. Frá upphafi hefur Landsbankinn haft frumkvæði og forystu í að þjónusta námsmenn erlendis en samkvæmt upplýsingum bankans er nú svo kom- ið að um 90% íslenskra námsmanna erlendis eru félagar í Námunni. Þessi árangur hefur vakið nokkra athygli, m.a. hlaut markaðsdeild bankans að þessu tilefni 2. verðlaun fyrir besta beina markaðssetningarátakið á Norð- urlöndum sl. vetur. Megnið af þjón- ustu við námsmenn erlendis annast Austurbæjarútibúið, sem er í sama húsnæði og Lánasjóðurinn. Ingólfur vill að lokum taka fram að unnið er að frekari þróun á þjónustu Landsbanka íslands við námsmenn. í því sambandi eru margar hugmyndir uppi, en allar ábendingar frá náms- mönnum um bætta þjónustu eru vel þegnar. Námsmenn/Námufé- lagar á íslandi. Nánari upplýsingar Sparireikningun Þarf að leggja inn 3 þúsund kr. við stofnun reiknings. Þú færð afhent Einkakort sem veitir þér aðgang að 25 Hraðböknum. Einkareikningun Einkareikningnum fylgja ýmis hlunnindi, en ætlast er til að náms- lánin séu lögð inn á þennan reikn- ing. Við stofnun þarf að leggja inn 15 þúsund kr. Námsmenn eiga kost á 300 þúsund kr. Einkareikningsláni með sveigjanlegum afborgunarskil- málum. Mögulegt er að fá 50 þúsnd kr. yfirdrátt. Aðeins þarf að greiða fyrir heimildina sé hún notuð og þá af þeirri upphæð sem er í mínus hverju sinni. Sparivelta: Þeir námsmenn sem legga fyrir reglubundið inn á Spariveltu þann tíma sem þeir fá greidd laun eiga hugsanlega kost á að fá Námureikn- ingslán á lægri vöxtum en aðrir. Lágmarks spamaðartími á Spari- veltu er aðeins 3 mánuðir. Sparivelt- an virkar hvetjandi á þá sem vilja sýna fyrirhyggju og eiga varasjóð fyrir veturinnn og hafa tök á að leggja smáræði til hliðar mánaðar- lega. Námureikningslán: Er svar bankans við breyttum regl- um LÍN. Það felst í yfirdráttarheim- ild, sem námsmaður getur látið hækka eftir því sem líða tekur á vet- urinn. Námsmaður greiðir einungis vexi af mínusstöðu hvern dag. Námsmaður getur lækkað yfirdrátt sinn með því að leggja inn tilfallandi greiðslur sem hann fær. Náist tilskil- inn námsárangur ekki geta endur- greiðslur verið sveigjanlegar. Námsmenn/Námufé- lagar erlendis. Frekari upplýsingar Einkareikningun Grundvöllur þess að geta nýtt sér skuldfærslu á greiðslukortareikning- um og/eða lánafyrirgreiðslu í formi skuldabréfs eða yfirdráttarheimildar er stofnun Einkareiknings. Hægt er að fá allt að 50 þúsund kr. yfirdráttar- heimild. Aðeins þarf að greiða vexti af þeirri fjárhæð, sem er í mínus. At- huga þarf að veita umboðsmannni eða öðrum umboð til að annast hugs- anlega lántöku. Stöðluð eyðublöð liggja fyrir. Námureikningslán: Sjá upplýsingar fyrir innlenda náms- menn. Sparivelta: Sjá upplýsingar fyrir innlenda náms- menn. Námslokalán: Sjá upplýsingar fyrir innlenda náms- mennn. Námsmenn erlendis eiga rétt á fá allt að helming lánsins tveim al- manaksmánuðum áður en námi lýk- ur. Einkanáman: Vegleg minnisbók (filofax) afhent endurgjaldslaust við inngöngu í Námuna. Styrkveiting: Einu sinni á ári eru veittir sjö styrk- ir til Námufélaga. Námslokalán: Þeir sem hafa verið í viðskiptum við bankann öðlast sjálfkrafa rétt til námslokaláns. Önnur lán viðkom- andi í bankanum koma til frádráttar. Greiðslukort: Öllum Námufélögum gefst kostur á að fá greiðslukort við 18 ára aldur. Cjaldeyrisreikningun Þeir bera í mörgum tilfellum hærri vexti en bjóðast á óbundnum reikn- ingum erlendis. Við afgreiðslu á gjald- eyri er tekin lægsta leyfileg þóknun, nú 0,4%. Ef óskað er eftir að fá milli- fært af þessum reikningi inn á reikn- ing erlendis er nauðsynlegt að fylla skilmerkilega út millifærslubeiðni. Millifærslan á sér stað í SWIFT-kerf- inu og er kostnaður fyrir hverja send- ingu á erlendan banka nú 540 kr. Ráðgjafi í Austurbæjarútibúi: Hægt er að snúa sér beint til Odd- bjargar ögmundsdóttur eða Einars Gröndal í síma 354 1 606729 (fax: 354 129759). 6 0 D Þ JONUSTA, MARGRA ÁRA REYNSLA midsviifý HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK, SÍMI 634000. \

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.