Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 26

Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 26
26 Tíminn Laugardagur 17. október 1992 Ásta Kr. Ragnarsdóttir námsráðgjafi segir að menn geti ekki lengur leyft sér tilraunastarfsemi í námsvali: Brvnt að taka ákvörðun áður en námið er hafið Námsmenn standa frammi fyrir fjölmörgum valkostum við upphaf náms á haskólastigi, en augljóslega henta þessir valkostir einkum nemendum mis- jafnlega vel. Við H.í. eru starfandi námsráðgjafar sem Ieiðbeina náms- mönnum og aðstoða í þessum frumskógi æðri menntunar og Tíminn hitti að málu Ástu Kr. Ragnarsdóttur sem stýrir Námsráðgjöf H.í. Hún var fyrst spurð um það hvaða meginatriði það væri sem huga þyrfti að hjá framhalds- skólanemum þegar þeir útskrifast og hygðu á frekara nám. „Þegar kemur að vali hjá framhald- skólanemum um það í hvaða nám þeir ætla að fara, þá tel ég mjög mik- ilvægt að þeir átti sig á því að það er ekki nema lítið hlutfall af því námi sem hægt er að stunda hér sem er starfsmiðað. Þ.e.a.s. nám sem gefur einhver ákveðin starfsréttindi á til- teknum sviðum þegar því er lokið. Hins vegar er það algengt að vænt- ingarnar eru talsverðar til þess að nám í Háskóla íslands sé starfsmið- að. f rauninni má segja að háskóla- námið sé oft frekari grunnmenntun, í framhaldi að stúdentsprófmu, sem síðan þarf að bæta við framhalds- menntun til að sérhæfa sig á ákveðnum sviðum. Ég tel að það sé afskaplega mikilvægt að fólk skilji þetta fullkomlega og geri það upp við sig hvort það er tilbúið til að fara í slíkt langskólanám. Ef fólk er ekki alveg tilbúið til þess, þá er eðlilegt að skoða aðra möguleika, sem eru í takt og samræmi við þær væntingar sem svo margir hafa. Það eru til margir skólar sem eru verknáms- og starfsmiðaðir sem eru á háskóla- stigi. En það virðist sem einhver meinloka hrjái margt ungt fólk eftir að stúdentsprófi lýkur og því finnst það eina sem blasi við sé nám í Há- skóla íslands. Því er einmitt mikil- vægt að undirstrika að hann er alls ekki eini kosturinn sem í boði er. — Er e.t.v. talsvert um það að nem- endur eru að uppgvöta það eftir að vera löngu byrjaðir í einhverju námi að þeir eru að læra eitthvað sem þá langar ekki til að læra? Já, það er heilmikið um það. í slík- um tilfellum er fólk yfirleitt ekki nógu vel undirbúið hvað varðar sjálft sig, þ.e. að gera sér grein fyrir hvað væntingar það hefur, hvaða áhuga og í hverju framtíðaráformin felast. Það má kannski orða það þannig að fólk hefúr þá ekki unnið með sjálft sig sem skyldi, en það er gífurleg vinna sem felst í því að at- huga hver maður er og hvað maður vill. Það verður líka að taka þessu sem vinnu og gefa því þann tíma sem það þarf. Fólk er misfljótt að taka þessa ákvörðun og þannig hef- ur það verið lengi. En í dag geta nemendur í rauninni ekki leyft sér mikla tilraunastarfsemi í þessum efnum, með tilliti til fjárhags og m.a. nýrra reglna hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna. Nú er t.d. að- eins lánað í fimm ár til grunnnáms og veðji námsmaður á rangan hest í upphafi og noti í það t.d. eitt ár, þá er hann búinn að taka af sínum námslánakvóta. Kjósi þessi nemandi síðan að fara í nám sem tekur 4-5 ár í grunninn þá nær hann ekki að vera lánshæfur allan tímann. Þess vegna er alltaf að verða þýðingarmeira að menn hugsi sinn gang vegna þess að kjör og aðstæður eru að breytast." — Og hver eru þá skiiaboðin til þessara námsmanna? „Ég held að menn verði að kort- leggja betur hvað það er sem þeir eru að sækjast eftir. Ekki að seilast eftir umbúðum heldur innihaldinu. Fólk þarf að spyrja hvað það er sem hver skólagerð hefur upp á að bjóða og hvernig það falli að þeirra eigin áhuga og getu. Síðan eru náttúrlega þeir sem kjósa þessa leið og koma í nám í Háskól- anum og líta á það sem áframhald- andi grunnmenntun — eins konar sökkul til að standa á í framtíðinni — þá getur þetta vitaskuld verið mjög farsæl Ieið. Ef fólk temur sér gott verklag á námstímanum og nær tökum á náminu, þ.e. að skilja þau lögmál sem gilda í hverri grein, þá er viðkomandi vel staddur upp á framtíðina að gera. Þegar námsmað- urinn hefur skilið lögmál sinnar greinar og tileinkað sér það, getur hann yfirfært reynsluna á milli fræðigreina og viðfangsefna og þetta er mjög mikilvægt, ekki síst með til- liti til símenntunar eða endur- menntunar, sem er að öðlast sívax- andi mikilvægi." — Ertu að segja að menn læri að tileinka sér ákveðin vinnubrögð? ,dá, en ekki bara vinnubrögð held- ur líka ákveðinn skilning. Þetta er í raun spumingin um að ná þekkingu og tökum á því á hverju fræðigrein byggir og hvernig við nálgumst ný viðfangsefni. „ — Að lokum, hvað með nám er- lendis? ,Almennt gildir það sama og um nám hér heima. Hins vegar hafa leiðir verið að þrengjast í þeim efn- um og nemar hafa ekki lengur það svigrúm sem þeir höfðu áður til að fara til náms erlendis. Vegna lána- málanna geta námsmenn í dag ekki verið eins öruggir um sig úti og einnig stýra lánamálin námsvali nokkuð því ekkert lán vegna skóla- gjalda fæst út á nám í útlöndum ef hægt er að stunda sams konar eða sambærilegt nám hér heima. Ásta Kr. Ragnarsdóttir. En á sama tíma og þetta er að ger- ast hefur átt sér stað jákvæð þróun sem er aukið alþjóðasamstarf, og nú er slíkt samstarf t.d. hafið á milli skóla á háskólastigi sem hefur að markmiði að auðvelda fólki að fara utan og taka hluta af námi sínu í öðru landi þó það útskrifist á ís- landi. Þetta er í boði fyrir alla skóla hér heima sem tengjast þessum samningum og samtökum á há- skólastigi og þetta opnar þar af leið- andi ótal möguleika,“ sagði Ásta Kr. Ragnarsdóttir að lokum. Lánasjóður íslenskra námsmanna: Beyttar úthlutunar- reglur Lánasjóösins Á síðastliðnu sumri voru gerðar verulegar breytingar á starfs- og út- hlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þær hnigu flestar í þá átt að þrengja rétt námsmanna til lántöku hjá sjóðnum og herða kröfur um endurgreiðslu lána eftir að námi er lokið. Áð hve miklu leyti þessar breytingar eru réttmætar eða skynsamlegar verður ekki felldur dómur um hér, heldur reynt að útskýra í stuttu og einfoldu máli í hveiju þær eru fólgnar. Vextir á námslán Námslán frá LÍN bera nú í fyrsta skiptið vexti, en áður voru þau einungis verðtryggð. Heimild er til í nýju lögunum að innheimta allt að 3% ársvexti af lánunum. Ríkisstjómin hefur samþykkt að vextirnir verði 1% þar til annað verður ákveðið. Vextir greiðast frá námslokum, en ekki á náms- tíma. Hert endurgreiðsla, styrkir afnumdir Endurgreiðslur lána hefjast skv. nýju lögunum tveimur árum eft- ir námslok (hófst skv. eldri lög- um þremur árum eftir námslok). Þær eru í tvennu lagi. Föst af- borgun er 48 þús. kr. á ári sam- kvæmt núgildandi verðlagi. í öðru lagi er um launatengda af- borgun að ræða og er miðað við að fyrstu 5 árin verði endur- greiðslur 5% af heildartekjum (útsvarsstofni), en eftir það 7%. Þetta eru verulega hertar reglur um endurgreiðslu og ættu nem- ar að skoða vandlega greiðslu- byrði láns áður en það er tekið. Á meðan verið er að endur- greiða lán, sem tekin eru skv. nýju lögunnum frestast afborg- anir af eldri lánum ef einhver em. Þá er LÍN óheimilt að veita styrki skv. nýju lögunum. Ferða- lán koma í stað ferðastyrkja. Engin lán fyrr en árangur liggur fyrir Útborgunartima námslána var breytt með nýju lögunum. Þau greiðast nú eins og tíðkaðist áð- ur til nýnema, þ.e.a.s. þegar námsárangur liggur fyrir eftir hverja önn eða skólaár. Reglur um námsframavindu em hertar og miðast nú 100% lán við 100% námsframvindu. Þetta er ef til vill alvarlegasta breytingin á námslánakerfinu, en hún veldur því að námsmenn verða í flest- um tilfellum að fá skammtíma- lán frá bönkum eða sparisjóðum til þess að fjármagna framfærslu sína frá því að nám er hafið þar til að úrslit prófa liggja fyrir. Ákveðið hefur verið að LÍN bæti þann kostnað sem námsmenn hafa af þessu með sérstöku vaxtaálagi á námslán vegna þess að þau greiðast nú að meðaltali 2-4 mánuðum seinna frá LÍN til námsmanna en áður. Þá skal atygli á því vakin að í sumum tilfellum er nemendum ekki kleift að skila fullum náms- árangri eftir haustmisseri. Þetta á t.d. við um þá sem sitja í heils- ársfögum, fá ekki námsárangur metinn fyrr en að vori, og fá þá skert haustlán í samræmi við það. Námsmenn erlendis eiga einnig á hættu að lenda í óvissu þar sem námskerfi eru mismun- andi eftir löndum. Lán sem eru greidd út á haus- tönn eru vegna eftirfarandi: Lán vegna sumamáms ‘92. Lán vegna skólagjalda til þeirra sem stunda nám erlendis. Ferðalán til framhaldsnema erlendis. Ferðalán og skólagjaldalán eru þó ekki greidd til nýnema er- lendis. Þá er einnig rétt að hafa í huga að stjóm LÍN innheimtir 1,2% lántökugjald af veittum lánum, sem dragast frá heildar- upphæðinni. Nú þarf að sækja sérstaklega um lánin Eftir nýjustu breytingar á regl- um LÍN þurfa allir námsmenn að skila gmnn- eða framhaldsum- sókn um lán vegna skólaársins 1992-1993. Framhaldsumsókn er ekki lengur sjálfkrafa eins og hún var. Óheimilt er að taka um- sókn til greina, sem berst eftir að tilskilinn frestur er útmnninn. Sérstök athygli er á því vakinn að haustlán verða ekki greidd fyrr en lokaáætlun vegna heild- artekna hefur borist. Heimilt er að gjaldfella lán ef lokatekju- áætlun reynist röng. Þar sem þessi háttur er hafður á er mikil- vægt að áætla tekjur viðkomandi námsmanns og maka nákvæm- lega strax að hausti. Ef fyrirsján- legt er að áætlunin stenst ekki ber að tilkynna það strax, svo ekki komi til sviptingar á láns- rétti. Heildartekjur em allar tekjur fyrir skatt. Hertar kröfur um námsframvindu Lágmarksafköst í námi til þess að fá námslán eru 75%. Undan- tekningar eru heimilar ef um fyrsta árs nema er að ræða, vegna veikinda eða vegna barns- burðar í ljölskyldu námsmanns. Þeir sem hafa verið á námslán- um og em að ljúka námi á haustmisseri fá 100% lán eigi þeir eftir meira en 50% af ein- ingafjölda misseris. Eigi þeir eft- ir minna en 50% fá þeir lán í hlutfalli við þann einingafjölda sem þeir eiga eftir ólokið. Námsmenn skila inn undirrit- uðu óútfylltu skuldabréfi til LÍN, sem ber með sér í hvað tilgangi það er gefið út og að ábyrgðar- menn hafi teki að sér sjálfskuld- arábyrgð á námslán viðkomandi allt að ákveðinni fjárhæð. Þak á lánstíma Þeir sem þiggja styrki eða laun vegna náms síns sem nemur hærri fjárhæð en gmnnfram- færslu á mánuði (nú rúm 49 þús. kr. á íslandi) em ekki lánshæfir. Lánstími á ári er styttur. Nú er ekki Iánað lengur en í 9 1/2 mán- uð (vinnuregla) á ári, jafnvel þó skóli standi lengur. Námsmenn, sem hófu nám eftir skólaárið 1990-91 geta fengið lán í 5 ár að hámarki í grunnháskólanámmi eða sérnámi. Heimilt er að veita aðstoð í 5 ár til viðbótar þeim áraíjölda til framhaldsháskóla- náms. Lán önnur en fram- færslulán Lánað er vegna skólagjalda á ís- landi fari þau fram yfir 15 þús. kr. Lánað er fyrir þeirri upphæð sem fer fram yfir 15 þús. kr. Lán em ekki veit til gmnnháskóla- náms eða sémáms erlendis. Þó hefur verið samþykkt að þeir námsmenn sem höfðu fengið skólavist í gmnnháskólanámi eða sérnámi erlendis fyrir 3. júní sl., fái lán vegna skólagjalda í samræmi við reglur sem giltu á síðasta ári. Veitt em almenn lán vegna skólagjalda til framhalds- skólanáms, sem geta að hámarki orðið 27 þús. USD. Sjóðnum er þó heimilt að veita lán með með- alvöxtum banka vegna skóla- gjalda í gmnnháskólanámi er- lendis eða sémámi sem ekki verður stundað á íslandi. Lán vegna bóka-, efnis- og tækjakaupa verða föst fjárhæð, 30% af grunnframfærslu eins mánaðar vegna alls skólaársins. í útreikningi námsláns er bætt við aukaláni vegna vaxtakostnað- ar. Þetta er gert til að bæta mönnum það að útborgun lána seinkar í flestum tilvikum að meðaltali um 2-3 mánuði miðað við fyrri reglur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.