Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 2
2 Tfminn Laugardagur 17. joktóber 1992 Járnblendifélagið á Grundartanga: Auka eigendur hlutafé sitt? Ríkisstjómin hefur ákveöið að hefja viðræður við aðra eigendur Jámblendifélagsins á Grundartanga um leiðir til að bæta fjárhagslega stöðu Jámblendifélagsins. Ein leið- in sem skoðuð verður er að eigend- ur félagsins leggi fram aukið hluta- fé. íslenska jámblendifélagið er að 55% hluta í eigu íslenska ríkisins, norska fyrirtækið Elkem á 30% hlut og japanska fyrirtækið Sumitomo Corporation á 15%. Horfur em á að Jámblendifélagið tapi um 400 milljónum á þessu ári. Félagið tapaði yfir 400 milljónum á síðasta ári. -EÓ Umhverfisráðuneytið: Magnús skipaður ráðuneytisstjóri Magnús Jóhannesson hefur veríð skipaður ráðuneytisstjóri í umhverf- isráðuneytinu. Jafnframt hefur Magnúsi verið veitt lausn frá embætti siglingamálastjóra, en hann hefur verið í leyfi frá því starfi í rúmt ár meðan hann hefur gengt starfi að- stoðarmanns umhverfisráðherra. Magnús Jóhannesson er fæddur á fsa- firði 23. mars 1949. Hann lauk B. Sc. prófí í efnaverkfræði frá Háskólanum í Manchester í Englandi árið 1973 og M.Sc. prófi frá sama skóla árið 1975. Að námi loknu réðst hann til starfa sem verkfræðingur hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og síðan sem deild- arverkfræðingur hjá Siglingamála- stofnun. Árið 1980 varð hann deildar- stjóri Alþjóða- og mengunardeildar Siglingamálastofnunar og jafnframt staðgengill siglingamálastjóra frá 1982. Magnús var skipaður siglinga- málastjóri 1985 og gegndi því starfi fram á mitt ár 1991 þegar hann varð aðstoðarmaður Eiðs Guðnasonar um- hverfisráðherra. Magnús er kvæntur Ragnheiði Her- mannsdóttur æfingakennara og eiga þau tvö böm. -EÓ LÍTIL SENDIBIFREIÐ valt þegar hann lenti I árekstri við bíl á mótum Súðarvogs og Sæbrautar I fyrrakvöld. Farþegi I framsæti sendibílsins fótbrotnaði og varð að fá tækjabíl slökkviliðsins til að ná honum út úr bilnum. Tfmamynd Sigursteinn Sighvatur hvetur sýslu- menn til að hækka meðlög Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra telur eðlilegt að ein- stæðir foreldrar nýti sér í auknum mæli rétt sinn til að fara fram á hærri meðlagsgreiðslur. Sighvatur sagði að sýslumenn felli með- lagsúrskurði og eðlilegt sé að þeir taki í auknum mæli tillit til fjár- hagsgetu þess foreldris sem meðlagið greiðir. Guðný Guðbjömsdóttir, varaþing- maður Kvennalistans, spurði heil- brigðisráðherra á Alþingi hvort Egilsstaðabær: Þokkalegt atvinnuástand Atvinnuástandið í Egilsstaðabæ hefur verið þokkalegt sem af er en þó eru nokkrar konur án atvinnu vegna óvissu með framtíð pijóna- stofunnar Dyngjunnar. Stefán Bragason bæjarritari segir að atvinnulífið í bænum einkennist öðru fremur af stöðugleika: „Lítið um toppa og lægðir.“ Nokkuð hefur verið um bygginga- framkvæmdir í bænum, bæði af hálfu einstaklinga og hins opinbera. Vinna við þessar byggingar er víða að komast á lokastig og þar sem ekki er vitað með vissu um frekari verk- efni fyrir byggingaiðnaðinn kann að bregða til beggja vona um afkomu- möguleika iðnaðarmanna þegar fram í sækir. -grh hann væri tilbúinn til að nýta sér lagaheimildir til að hækka meðlags- greiðslur til einstæðra foreldra, ann- aðhvort almennt þannig að meðlag nemi helmingi af framfærslukostn- aði barns eða þannig að meðlags- greiðslur endurspegli greiðslugetu þess foreldris sem er meðlagsskylt. í svari heilbrigðisráðherra kom fram að það væri á valdi sýslumanna að úrskurða um upphæð meðlags- greiðslna. Lágmarksmeðlag má ekki vera lægra en sem nemur bamalíf- eyri á hverjum tíma. Ráðherra sagð- ist geta beitt sér fyrir að bamalífeyr- ir verði hækkaður en svaraði því ekki hvort hann hygðist gera það. Hann sagði að þessi mál öll séu í skoðun í framhaldi af niðurstöðu sérstakrar nefndar sem fjallaði um tryggingabætur til einstæðra for- eldra. „Þessi ákvörðun er í valdi sýslu- manns. Hann getur úrskurðað, sam- kvæmt gildandi lögum, þá meðlags- greiðslu sem hann telur eðlilega miðað við framfærslukostnað og miðað við fjárhagsgetu þess foreldr- is sem meðlagið á að greiða. Það er ekkert í lögum sem kemur í veg fyr- ir það. Hins vegar hafa þeir, sem um þessi mál hafa fjallað hingað til, af einhverjum ástæðum ekki gert slíkt nema í algjömm undantekningartil- vikum. Heilbrigðisráðuneytið mun beita sér fyrir því að kynna fólki rétt sinn til þess að fara fram á hærri meðlagsúrskurð en sem nemur bamalífeyri og mun ítreka ósk um að sýslumenn skoði þau mál við úr- skurð á meðlagsgreiðslum," sagði Sighvatur. -EÓ Rekstur Flugleiða: Tapið nemur 66 millj. kr. Flugleiðir töpuðu 66 milljón- um kr. á fyrstu sjö mánuðum árs- ins en á sama tíma í fyrra var hagnaður 64 millj. kr. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá félaginu. Þar segir að af- koma þessa mánuði hafi versnað um 130 milljónir króna milli ára. Sigurður Helgason, forstjóri fé- lagsins, segir að félagið verði að laga útgjöld að þessum staðreynd- um. Hann bætir við að þessa versn- andi afkomu megi rekja til þess að rekstrartekjur eru 7% lægri en í fyrra á sama tíma og rekstrargjöld hafi aðeins lækkað um 3%. Aðal- ástæðan fyrir minni tekjum eru lægri fargjöld. Stjómendur Flugleiða eru nú að skoða allar ieiðir til að draga úr kostnaði við reksturinn. Til greina kemur að fækka starfsfólki. Tals- menn Flugleiða hafa þó sagt að hópuppsagnir séu þó ekki á dag- skránni. -HÞ ...ERLENDAR FRÉTTIR... BIRMINGHAM Maastricht bjargaö? Leiðtogar EB landanna hófu neyöar- fund I gær til bjargar Maastricht sam- komulaginu sem ógnaö er af mótþróa Dana og Breta sem vilja ekki sæta yf- irstjórn skrífræöisafla I Brussel. SARAJEVO Rafmagn kom og fór Rafmagn komst á aftur I Sarajevo I gær en borgin hefur veriö straumlaus I þrjár vikur. Þaö stóö þó ekki lengi viö þvl aö háspennullnumastur var skotiö niöur nokkrum tlmum slöar aö sögn rafveitustjóra borgarinnar. GENF Ógnavetur framundan Hjálparstofnanir beijast nú viö þaö aö flytja sem allra mest af vistum og fatnaöi til Júgóslavfu. Vetur er þar aö ganga I garö og kuldar og vosbúö ógna lífi 400 þúsunda fólks. BANDARlKIN Bush slappur Bush forseti kom stjórnmálaskýr- endum á óvart meö aö ráðast ekki aö Clinton I kappræöu forsetaframbjóð- enda meö áburö eöa getsakir um landráö. Þess I staö var hann I vöm I kappræöunni og þótti afar linur. Möguleikar Clintons til aö ná forseta- kjöri þykja hafa aukist eftir kappræö- una. BEJING Forystan yngd upp Blaö I Bejing segir aö kommúnista- flokkurinn hyggist yngja rækilega upp I liöi æöstu embættismanna rlkis og flokks. Leiötogi Klnakomma, Deng Xiaoping, er 88 ára og nánustu sam- starfsmenn hans eru á svipuöu reki. OSLO Friöarverölaun Nóbels Friöarverölaun Nóbels 1992 féllu I skaut Rigobertu Menchu frá Guate- mala. Hún er indíáni og hefur leitt réttindabaráttu indlána I S- Ameríku. MOSAMBIK Loks vopnahlé Jóakim Chissano forseti Mósambik segir aö vopnahlé milli stjómar lands- ins og Renamo uppreisnarmanna hafi nú komist á eftir 16 ára borgara- styrjöld og aö friöarsamningar hafi veriö undirritaöir. ANGOLA Engir friðarsamningar Hætta varö viö fund milli Jose Edu- ardo dos Santos, forseta Angóla, og Jónasar Savimbi sem halda átti I dag vegna þess aö á siöasta augnabliki kraföist Jónas þess aö úrslit I nýaf- stöönum forsetakosningum yröu gerö opinber. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.