Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 17. október 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Krístjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sfml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ráðalaus ríkisstjóm Allt bendir nú til þess að forystumönnum í sjávarútvegi sé nóg boðið vegna aðgerðaleysis rík- isstjórnarinnar í málefnum atvinnugreinarinnar. Eftir fund með forsætisráðherra um málefni sjáv- arútvegsins lét formaður Vinnuveitendasam- bands íslands svo um mælt að bjargráð hans væri eins og að lækna höfuðverk með því að höggva af tærnar. Það er nú að verða fullljóst að stefna rík- isstjórnarinnar er sú að fara gjaldþrotaleiðina í sjávarútvegi og hvika ekki frá því. Útflutningstekjur hafa dregist samn um 4 milljarða króha á þessu ári. Hallarekstur í sjávar- útvegi verður að mati Þjóðhagsstofnunar 8,5% á næsta ári og rekstrarhorfur versna stöðugt. Við þessar aðstæður virðist ríkisstjórnin vera staðráðin í því að gera ekki neitt, láta gjaldþrotin dynja yfir og telja að eftir þau ragnarök rísi upp iðgræn jörð. Þetta er slíkt ábyrgðarleysi að það er alveg ótrúlegt. Forsvarsmenn atvinnulífsins hafa tekið fram að gjaldþrotaleiðin sé ekki fær, og með henni ná- ist ekki fram sú hagræðing í sjávarútvegi sem er nauðsynleg við þær aðstæður sem nú eru. Allt þetta er talað fyrir daufum eyrum ríkisstjórnar- innar. Hún er ráðalaus. Ástandið í sjávarútveginum verkar nú sem lamandi hönd á allt atvinnulíf landsmanna. Óviss- an er algjör, rekstrargrundvöllinn vantar bæði á landi og sjó. Ekkert er vitað um leikreglur þær, sem eiga að gilda í þessari atvinnugrein næstu ár- in. Nefnd um sjávarútvegsstefnu er lömuð vegna ágreinings og hugmynda um að leggja ný gjöld á atvinnugreinina. Það þarf mikla bjartsýni nú til þess að láta sér detta slíkt í hug, þegar óróinn er slíkur á gjaldeyrismörkuðum að sjávarútvegurinn þarf á lækkun kostnaðar að halda, ef hann á að standast þær sviptingar. Þetta ástand er eins og tímasprengja í ís- lensku efnahagslífi, og nú er svo komið að veru- lega kraumar undir hjá þeim sem standa niðri á jörðinni og eru í hinum minnstu tengslum við at- vinnulífið í landinu. Hvort rök þeirra ná inn fyrir þykka veggi stjórnarráðsins kemur í ljós á næst- unni. Ef svo verður ekki, má búast við harðvítugri þjóðfélagsátökum, meira hruni í atvinnulífmu og meira atvinnuleysi en nokkru sinni íyrr. Er þetta það sem koma skal? SSÖS5WSSaSfSíiEBÍ' * Atli Magnússon: „Endurfundir“ við prófessor írá St. Pétursborg I heimsókn til Sovétríkjanna fyrir um það bil átta árum kom ég meðal annarra merkra staða til Leningrad, sem nú hefur fengið nýtt nafn og er kennd við Sankti Pétur, eins og hún löngum hét eða frá því er Pétur keisari mikli efndi til nýrrar höfuðborgar ríkis síns á fenjasvæði við Finnska fló- ann. Þetta var í desember og það var fimbulvetur, eins og gjama verður á þessum slóðum f Rúss- landi. Krap var og elgur á götum, rétt eins og í Reykjavík, og frost- mistur yfir skrýtnu tumunum á virki Péturs og Páls. Auðvitað þótti liggja beint við að íslenskum blaðamanni væri boðið að heimsækja þann mann, sem mest og best rækti íslensk fræði við Leningrad-háskóla, en hann var Valerij Bérkov prófessor. Þetta var roskinn maður og höfð- inglegur að sjá, en alvörugefinn á svip. Islensku mun hann hafa lært hjá Steblin-Kaminski, víðkunn- um vini íslenskrar tungu austur þar en látnum er þetta var. Þar sem ég var eini íslendingurinn í ferðinni, sem staðið hafði í tvær vikur, voru það kynleg viðbrigði er ég var sestur inn á skrifstofu þessa merka fræðimanns, og hann Ieit á mig dálítið hátíðlegu augnaráði og sagði hátt og skýrt: „Við getum talað íslensku.“ Ekki mun ég rekja viðtalið, sem snerist um iðkun norrænna fræða í Sovétríkjunum, en ég komst að því að prófessor- inn var ekki aðeins höfundur ís- lensk-rússneskrar orðabókar, heldur hafði hann og rússnesk- norska orðabók í smíðum, en ef nokkuð var mun hann hafa verið enn betur að sér í norskri tungu og fræðum en íslenskum, þótt ís- lensku talaði hann reiprennandi og lýtalaust. Því verður mér hugsað til þessa fundar við prófessor Bérkov, er Morgunblaðið birti á fimmtu- dag grein eftir hann um hagi og hugarástand rússnesku þjóðar- innar á yfirstandandi umrótstím- um. Greinin er rituð af skerpu og innsæi, eins og annars eins manns er von og vísa, og gefur mynd af því er menn hugsuðu en töluðu ekki á þeim tíma er fundum okkar bar saman árið 1984. En nú er hægt að tala og mig langar til að vitna til nokkurs af því, er prófess- orinn segir um líf hins almenna Rússa þá — og nú. Fái maður einn á ‘ann ... „Sovéskur þegn,“ segir Bérkov, „var ekki einvörðungu vanur því að yfirvöld og leynilögregla þjösn- uðust á honum að vild. Hann var — og er raunar enn þann dag í dag — alveg varnarlaus gagnvart öllum þeim sem hann þarf eitt- hvað til að sækja á þessari eða þessari stundu, hvort sem um er að ræða einhvem skriffinn í kerf- inu á neðsta þrepi valdastigans eða bara einhverja önuglynda af- greiðslustúlku — svo alls ekki sé minnst á hina meiriháttar valds- menn eins og lögregluþjóna við umferðarstjóm eða starfsfólkið hjá tryggingastofnun ríkisins. Fái maður einn á ‘ann í kerfinu — fái til dæmis ekki neina stöðu- hækkun í starfi eða fái ekki að ferðast til útlanda án þess að sú neitun sé rökstudd á neinn hátt — þá var einungis tveggja kosta völ: Að rekja harma sína í viðurvist nánustu skyldmenna sinna og/eða vina frammi í eldhúsi — þó ekki fyrr en búið var að taka símann úr sambandi svona til vonar og vara. Hinn kosturinn er að drekka sig út úr fullan. Reynslan þykir hafa sýnt að besta lausnin sé að taka sambland af báðum þessum kost- um... Þetta félagslega, fjárhagslega og andlega helsi hafði eðlilega eins og við var að búast í för með sér mikinn tvískinnung í öllum hugsunarhætti og stuðlaði að pól- itískum vanþroska almennings. Enn þann dag í dag er félagsleg fá- kænska áberandi í fari „homo sovieticus“ og kemur greinilega í ljós í vissum skorti á jákvæðum og uppbyggilegum husunarhætti: í „klíkuskap", skorti á umburðar- lyndi gagnvart skoðunum annarra og í fleiru áþekku. Efnahagslegt ósjálfstæði hefur leitt til þess að menn gera helst ráð fyrir því að nauðsynjar eigi að koma að ofan frá æðri stöðum, þ.e.a.s. að ríkisvaldinu beri skylda til að leysa málin varðandi nauð- þurftir hvers einstaklings. Jafnvel í því eymdarástandi, sem núna ríkir í landinu, eru það enn ósköp fáir sem verða sér úti um ein- hverja aukavinnu til þess að afla meiri peninga handa sér og sín- „Þjóðarkarakter“ eða... Prófessor Bérkov ræðir frekar um núverandi ástand og gera eft- irfarandi orð hans algengar hug- myndir um sérstakan „þjóðar- karakter" annarra þjóða og þá ekki síst Rússa dálítið barnalegan og hlálegan: ,AHt hefur þetta fargan mjög ýtt undir tvo aðra þætti í hugar- heimi sovétmannsins. Annar þess- ara þátta er mikil þolinmæði og langlundargeð. Úr því að það hef- ur um svo langan aldur verið gjör- samlega tilgangslaust, já beinlínis hættulegt, að vera með mótþróa, þá er ekki annað að gera en að sætta sig bara við það sem maður þó hefur og láta sér lynda það sem að manni er rétt. Og þetta eru svo sem ekki nein rótgróin rússnesk skapgerðareinkenni, eins og margir vestrænir ferðamenn þó álíta þegar þeir sjá fólk standa sljótt og örþreytt í biðröðum klukkustundum saman í Rúss- landi. Flest þetta fólk veit mætavel að það er gjörsamlega gagnslaust að hafa uppi mótmæli, tilgangs- laust að sýna af sér ofsareiði, baða út öllum öngum eða láta óánægju sína og hneykslan í ljós á annan hátt. Okkur er það reyndar jafhlít- ið í blóð borið að húka í biðröð eins og t.d. íslendingum og ítöl- um. Við erum bara tilneydd að gera það. Þar af leiðir að okkur þykir skynsamlegast að spara kraftana... Við göngum núna í gegnum eitt versta tímabil í sögu okkar. Já, við erum snauð, örþreytt og pólit- ískt vanþroska; höfum ekki lengur vanist því að þurfa fyrst og fremst að treysta á okkur sjálf. En stöð- ugt fleiri Rússar gera sér Ijóst að við erum að öðlast heilbrigði aftur eftir langvarandi og alvarlegan sjúkdóm. Við verðum að hætta bæði að vanmeta okkur og ofmeta okkur sjálf. Við erum hvorki nein guðs-útvalda þjóð né heldur þjóð sem guð hefur snúið baki við í vandlætingu; við erum stórbrotin þjóð sem hefur hlotið einkar sorg- leg örlög. Nú veitir söguleg þróun okkur tækifæri og það tækifæri verðum við að hagnýta. Við verðum að vinna — vinna af kappi, samviskusamlega og sýna afl(astagetu. Það er okkar eina leið út úr ógöngunum." Þökk sé prófessor Bérkov fyrir hina merku og hreinskilnu grein, sem freistandi væri að rekja frekar en hér er gert, og megi vonir hans fyrir hönd þjóðar sinnar allar ræt- ast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.