Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 25

Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 25
Laugardagur 17. október 1992 Tíminn 25 Séra Werner átti f haröri baráttu um hvort hann skyldi rjúfa eiö sinn sem klerkur eöa gera borgaralega skyldu sína og bjarga llfi barna sem moröingi sat um. Hefði ég hins vegar sent bréfið mundi enginn hafa um það vitað nema ég og Guð. Það mundi eflaust hafa valdið mér áhyggjum og sálar- stríði; ég mundi hafa látið af prest- skap og gengið í klaustur, en senni- lega hefði mér þá tekist að bjarga lífi þriggja drengja." Skömmu eftir að Bartsch hafði gert játningu sína fyrir presti ginnti hann tíu ára gamlan dreng inn í helli, misþyrmdi honum og kyrkti hann að lokum. Að því búnu hélt hann á fund séra Werners og beidd- ist af honum skrifta og aflausnar öðru sinni. Bartsch hættir að skrifta „Ég var á barmi örvilnunar," sagði séra Werner. „Þarna stóð morðingi frammi fyrir mér, unglingur sem öllu fremur þarfnaðist sérfræðiað- stoðar en refsingar. Samt gat ég ekk- ert gert annað en að grátbiðja hann um að gefa sig fram við lögregluna og játa glæpi sína. En allar mínar bænir reyndust til einskis." Séra Werner leitaði til yfirboðara sinna í örvæntingu sinni og skýrði þeim frá vanda þeim er hann átti við að etja. „En þeir veittu mér enga hjálp,“ sagði presturinn með nokkurri beiskju. „Ég bað til Guðs að mér yrði veitt aflausn í þessu sérstaka tilviki, RÁÐNING Á KROSSGÁTU að ég mætti veita lögreglunni upp- lysingar þær sem voru að sliga mig. Ég vildi óska þess nú að ég hefði vanhelgað prestskrúða minn. Frekar vildi ég að mér hefði verið vikið úr kirkjunni en að verða að hafa það á samviskunni að hafa óbeinlínis átt sök á dauða íjögurra drengja með þögninni." Bartsch myrti þriðja drenginn og þann fjórða, en ekki kom hann til skrifta eftir þau morð. Talið er að hann hafi óttast að presturinn kæmi upp um hann. „Ég vissi um bæði þessi morð,“ sagði prestur, „vissi hver hefði fram- ið þau, því aðferðin var sú sama. Lögreglan vissi líka að þarna var að- eins um einn morðingja að ræða. En hendur mínar voru bundnar. Kvöld nokkurt kom móðir eins hinna myrtu drengja til mín til skrifta. Hún grét með sárum ekka þegar hún sagði mér að hún hefði refsað þessum tólf ára gamla syni sínum fyrir einhverja smávægilega yfirsjón skömmu áður en hann var myrtur. Fór hann þó að heiman, sagðist ætla í gönguferð, en kom aldrei heim aftur." Þarna sat móðir hins myrta á móti prestinum sem vissi hver hinn seki var, en þorði ekki að láta það upp- skátt. „Ég bað til Guðs að Bartsch yrði tekinn fastur áður en hann myrti fleiri börn,“ sagði presturinn. „Bað þess eins heitt og innilega og ég mögulega gat. Það var eina mögu- lega leiðin til þess að stöðva hann. Ég gat það ekki.“ Fimmta fómarlambið Bartsch hafði myrt fjóra drengi og seint á árinu 1966 ginnti hann fimmta fórnarlamb sitt, fjórtán ára gamlan dreng, inn í helli með sér. Bartsch, sem var vel sterkur, kom drengnum undir þegar inn í hellinn var komið, batt hendur hans á bak aftur og fæturna saman um ökkla. Því næst misþyrmdi hann honum í heila klukkustund. Bartsch hafði lýst upp hellinn með marglitum kertum. Á meðan hann misþyrmdi drengnum tónaði hann á latínu. Þegar leið að hádegi fór Bartsch að þreytast, yfirgaf dreng- inn og fór heim að borða. Hann hafði þó í huga að koma aftur og halda misþyrmingunum áfram, þar til þær næðu hápunkti sínum með því að drengurinn yrði kyrktur. En fórnarlambið sem Bartsch hafði valið sér í þetta skiptið var skap- meira og hugrakkara en hann gerði ráð fyrir. Drengnum var ljóst að hans biði ekkert nema dauðinn þeg- ar Bartsch kæmi aftur, enda hafði Bartsch ekki dregið dul á ætlan sína. Um leið og Bartsch var kominn út úr hellinum skreið drengurinn með erfiðismunum að syllunni þar sem eitt kertanna stóð og tókst að ýta því fram af með öxlinni. Honum varð að þeirri von sinni að ekki slökknaði á kertinu í fallinu. Nötrandi af hræðslu um að Bartsch kynni að snúa aftur á hverri stundu bar drengurinn böndin á úlnliðun- um að loganum. Hann lét það ekki á sig fá þótt hann skaðbrenndist á höndunum, heldur hélt þeim að loganum þar til honum heppnaðist að brenna sundur böndin. Hann var þá ekki seinn að leysa böndin af fót- um sér, tók síðan til fótann og hljóp eins og fjandinn væri á hælunum á honum, sem hann í raun var, þar til hann komst á lögreglustöðin. Þar sagði hann sögu sína og sýndi þau merki sem hann bar til sönnunar. Bartsch, sem ekki hafði grun um að fórnarlamb hans væri gengið hon- um úr greipum, hélt aftur til hellis- ins, þar sem lögreglan beið hans. Bartsch var ekkert að þræta fyrir það að hann hefði myrt drengina fjóra og hefði haft í hyggju að myrða í fimmta sinn. Hann skýrði lögregl- unni einnig frá því að hann hefði ját- að fyrstu tvö morðin fyrir séra Werner við skriftir. Þegar lögreglan sneri sér til prestins vegna málsins, viðurkenndi hann að hafa vitað að Bartsch hefði framið þessi tvö morð og grunað að hann hefði einnig ver- ið valdur að þeim síðari. Þeir borgarbúar sem voru mót- mælendatrúar voru þá ekki seinir að taka afstöðu og lýsa skoðun sinni. Þeir kröfðust þess að kaþólski prest- urinn yrði dæmdur samsekur morð- ingjanum, þar eð hann hefði ekki einungis vitað að hann var valdur að morðunum, heldur hefði hann get- að komið í veg fyrir að tvö seinni morðin yrðu framin. En saksóknar- inn var óbifanlegur. „Þagnarheit skriftaföður á sér örugga stoð í lög- um,“ sagði hann. „Presturinn var bundinn þagnareiði sem hann dirfð- ist ekki að rjúfa.“. Það bætti lítið um fyrir prestinum þótt séra Werner Brúning, opinber málsvari kaþólsku kirkjunnar í Vest- ur-Þýskalandi, segði: „Kaþólskur prestur má aldrei, hvernig sem á stendur, minnast einu orði á það sem honum er trúað fyrir í skrifta- stóli. Þar sem presturinn er aðeins milligöngumaður hins trúaða og Guðs má ekki stofna í hættu algerri leynd skriftanna. Annars væru skriftamál úr sögunni." Morðingi og klerkur lokaðir frá umheim- inum Bartsch var leiddur fyrir rétt í Wup- pertal, ákærður um (jögur morð, fundinn sekur og dæmdur í ævi- langt fangelsi. Táldi saksóknarinn ólíklegt að hann yrði nokkurn tíma látinn laus framar. Séra Werner ákvað að setjast aftur að í klaustrinu í Sviss þar sem hann dvaldist áður. „Ég ætla að dveljast þar það sem ég á eftir ólifað," sagði hann. „Ég get ekki til þess hugsað að setjast aftur í skriftastól og eiga það á hættu að skriftabarnið skýri mér frá því að það hafi framið morð. Ég geri ekki ráð fyrir að það hafi komið fyrir nokkurn prest áður að hann hafi tví- vegis á ferli sínum lent í þeim sama hræðilega vanda og ég hef mátt glíma við. Dauði þessara barna mun ávallt hvíla á mér sem mara, þótt ég finni ekki neina sök hjá mér sem presti í því sambandi. Ég trúi því að Guð hjálpi mér að frá friðþægingu, því það var í hans nafni sem ég þagði, þó svo að ég vissi með sjálfum mér að ég hefði getað komið í veg fyrir dauða þessara barna ef mér hefði verið frjálst að skýra frá því sem ég vissi.".. KVIKMYND FYRIR BÖRN — NORRÆNT SAM- STARFSVERKEFNI Kvikmyndastofnanir Norðurlanda hafa gert áætlun um samstarf, þar sem öll löndin taka sameiginlega þátt í að fjármagna gerð fimm kvikmynda fyrir böm, eina ffá hveiju landi. Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir umsóknum um þátttöku í samstarfsverkefhinu. Aðeins bíómyndir í fullri lengd koma til greina. Umsóknir skulu sendar til Kvikmyndasjóðs fyrir 1. febrúar 1993, á umsóknareyðublöðum sjóðsins ásamt handriti, kostnaðaráætlun og greinargerð um fjármögnun. Niðurstöður um val á ffamlagi íslands munu liggja fyrir 1. mars 1993. Nánari upplýsingar á skrifstofu Kvikmyndasjóðs íslands, Lauga- vegi 24, Reykjavík. Kvikmyndasjóður íslands Laugavegi 24 - Box 320 - 121 Reykjavík Sími: 91-62 35 80 - Fax: 91-62 71 71 Hundahreinsun og greiðsla árgjalds í Reykjavík Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 201/1957 um varnir gegn sullaveiki skulu allir hundar eldri en 6 mánaöa hreinsaðir af bandormum í október eða nóvember ár hvert. Eigendum hundanna er bent á að snúa sér til starfandi dýralækna í Reykjavík með hreinsun. Einungis þeir hundaeigendur, sem senda heilbrigðiseftir- litinu gild hundahreinsunarvottorð fýrir 15. desember n.k., fá heimsenda gíróseðla til greiðslu árgjalds. Gjalddagi árgjalds er 1. janúar og eindagi 1. mars. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Hjartans þakkir fœrí ég öllum þeim Jjölmörgu, er sýndu mér vinsemd í tilefni 70 ára afmælis míns 6. október s.l. með heimsóknum, veglegum gjöfum, blómum og heillaskeytum. Sérstakar þakkirflytjum við hjónin bœjarstjórn 01- ' afsvíkurkaupstaðar fyrir þann mikla virðingarvott, sem okkur var sýndur með því að tilnefna okkur heið- ursborgara Olafsvíkurkaupstaðar við þetta tœkifœri. Guð blessi ykkur öll. Alexander Stefánsson Björg H. Finnbogadóttir Til neytenda og matvælafyrirtækja Slátrun búfjár skal eingöngu fara fram í löggiltum sláturhúsum, ef selja á afurðimar. Heimilt er að slátra hæfilegum fjölda búfjár til eigin neyslu á lögbýlum ut- an kaupstaða og kauptúna, en ekki er heimilt að dreifa þessum afurðum frá lögbýlinu, hvort heldur er til einkaaöila eða fyrirtækja. Við heimaslátrun fer heilbrigðisskoðun ekki fram og því er hætta á að afurðirnar séu mengaðar og óhæfar til neyslu. Heimaslátruðu kjöti, sem finnst í dreifingu, skal því fargað vegna sýkingarhættu. Af þessum sökum er stranglega bannað að taka óskoðað kjöt inn í matvælafyrirtæki, kjötvinnslur eða veitingastaði. Heilbrigðisfulltrúar og héraðsdýralækn- ar fylgjast með að settum reglum sé fylgt og munu þeir leita aðstoðar lögreglu, ef nauðsyn krefur. Hollustuvernd ríkisins Yfirdýralæknir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.