Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 17. október 1992 Samvinnuháskól- inn á Bifröst Samvinnuháskólinn að Bifröst í Borgarfirði er sérskóii á háskóla- stigi, sem veitir samvinnuháskóla- próf í rekstrarfræðum og tekur námið tvö ár. Náminu er skipt í fjög- ur misseri og er hvert þeirra fjórir mánuðir í fullu og stöðugu námi. Á hverju misseri beinist námið að til- teknu viðfangsefni, s.s. að þjóðfélagi og lögformlegu og efnahagslegu umhverfi atvinnurekstrarins, á öðru misseri að markaðsstjórnun ásamt ýmsum skyldum sérgreinum o.s.frv. Umsækjendur um rekstrarfræði- nám við Samvinnuháskólann verða að hafa lokið stúdentsprófi af hag- fræði- eða viðskiptabraut eða öðru sambærilegu námi. Þeir umsækj- endur hafa forgang, sem orðnir eru meira en tuttugu ára að aldri og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Auk rekstrarfræðináms býður skól- inn upp á nám í Frumgreinadeild, sem er eins árs undirbúningsnám fyrir rekstrarfræðinám. Inntökuskil- yrði í það nám er þriggja ára nám á framhaldsskólastigi, án tillits til námsbrauta. Nánari upplýsingar: Samvinnuháskólinn á Bifröst 311 Borgamesi S: 93-50000 Þroskaþjálfaskóli (slands Þroskaþjálfaskólinn er ríkisskóli, sem starfar undir yfirstjórn Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- is. Nám við skólann tekur þrjú ár og em inntökuskilyrði þau, að viðkom- andi verður að hafa náð 18 ára aldri, hafa lokið stúdentsprófi (annað nám er þó viðurkennt, ef skólastjóm met- ur það gilt) og í þriðja lagi þarf við- komandi að hafa starfað í a.m.k. í sex mánuði á stofnun fyrir fatlaða. Eins og áður sagði er námstíminn þrjú ár, en þó er heimilt að ljúka námi á allt að fimm ámm. Námið er bæði bóklegt og verklegt og tekur bóknám 2/3 hluta námstímans, en verklega námið 1/3 hluta. Skóla- stjóri er Bryndís Víglundsdóttir. Nánari upplýsingar: Þroskaþjálfaskóli íslands Skipholti 31 105 Reykjavík S: 91-814390 Ferðaskóli Flugleiða Ferðaskóli Flugleiða var settur í (yrsta sinn 12. október síðastliðinn, en námið var fyrst auglýst í vor. Skólanum er ætlað að bjóða upp á undirbúningsnám fyrir störf í ferða- þjónustu og er farið í fargjaldaút- reikning, farseðlaútgáfu, ferðalanda- fræði, sölutækni og vinnu við al- þjóðlega tölvudreifikerfið Amadeus. Námið á Ferðabrautinni er 400 stundir og er kennt frá kl. 13-17 alla virka daga. Eftir áramótin hefst síðan kennsla á Hótelbraut, sem einnig verður 400 stunda nám og í því felst undirbún- ingur fyrir störf við gestamóttöku hótela. Brautirnar við Ferðaskóla Flugleiða verða þrjár, en undirbún- ingurinn að stofnun Flugbrautar er þegar hafinn hjá skólanum. Þar er ætlunin að bjóða upp á átta vikna námskeið fyrir verðandi flugfreyjur og flugþjóna. Nánari upplýsingar: Ferðaskóli Flugleiða 2. hæð Hótel Esju Reykjavík S:690100 Stýrimannaskólinn í Reykjavík Aðalaðsetur Stýrimannaskólans er í Reykjavík, en þó em einnig stýri- mannaskólar í Vestmannaeyjum og á Dalvík. Nám við skólann í Reykja- vík skiptist í fjögur stig, en aðeins er kennt á fyrstu tveimur stigunum í skólunum í Eyjum og á Dalvík. Almenn inntökuskilyrði í skólann og í 1. stigs skipstjórnarpróf er 24 mánaða hásetatími eftir 15 ára aldur á skipum yfir 12 rúmlestir, en þó er skólameistara heimilt að meta ann- an siglingatíma. Þá þarf viðkomandi að kunna sund, auk þess sem vott- orð um sjón, heyrn og málfæri þarf að liggja fyrir. Auk þess þarf um- sækjandi að hafa gmnnskólapróf. Eins og áður sagði geta nemendur fengið 1. og 2. stigs skipstjórnarrétt- indi í skólunum í Eyjum og á Dalvík, en 3. og 4. stig verða menn að sækja í skólann í Reykjavík. Nánari upplýsingar: Stýrimannaskólinn í Reykjavík 105 Reykjavík Vélskóli fslands Hlutverk Vélskólans er að veita nemendum bóklega og verklega menntun, sem gerir þá hæfa til að hljóta prófskírteini á fjórum stigum og geta tekið að sér störf í þágu at- vinnuveganna til lands og sjávar. Til að fá inngöngu í skólann þarf viðkomandi að hafa lokið gmnn- skólanámi, eða að hafa náð 18 ára aldri. Námið tekur 10 annir, eða þrjú ár. Nánari upplýsingar: Vélskóli íslands 105 Reykjavík Jón Gunnar Aöils. „ Við vildum að lánafyrirgreiðslan yrði einföld og þægileg fyrir náms menn. “ íslandsbanki markaðssetur Menntabraut undir kjörorðinu „frá menntun til framtíðar": Yfirgripsmikil þjón- usta sniðin að pörf- um námsmanna í byijun þessa árs hóf íslandsbanki að þróa sérstaka þjónustu fyrir námsmenn. Við þá vinnu fékk bankinn í lið með sér náms- menn, frá framhaldsskólunum, sérskólum og Háskóla íslands. Útkoman varð Menntabraut íslandsbanka, en þar voru annars vegar hafðar að leiðarljósi þarfir námsmanna 18 ára og eldri og hins vegar breytingar sem urðu á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna í sumar. Menntabrautin er yfirgripsmik- il þjónusta, sniðin að þörfum námsmanna í námi hér á landi og erlendis. Með því að skrá sig á Menntabrautina tryggir náms- maður sér greiðan aðgang að sér- þjálfuðu starfsfólki bankans í málefnum námsmanna í öllum útibúum bankans. Þeir hafa að- S;ang að allri almennri þjónustu slandsbanka. Fyrir utan al- menna þjónustu bankans fá námsmennn á Menntabraut ýmsa sérþjónustu auk vandaðrar íslenskrar skipulagsbókar og penna. Skipulagsbókin inniheldur m.a. kafla um greiðsluáætlun og heimilisbókhald, nám hér á landi og erlendis, strætisvagnaleiðir, auk dagbókar. „Þegar við fórum af stað við þró- un þjónustunnar áttum við ekki von á því að lánafyrirgreiðslan yrði jafnveigamikill þáttur f henni og raun varð á,“ segir Jón Gunnar Aðils. sérfræðingur í markaðsdeild Islandsbanka. „Strax og endanlegar upplýsigar um nýjar starfsreglur Lánasjóðs- ins lágu fyrir skoðuðum við þær leiðir sem best hentuðu náms- mönnum. Við vildum að lánafyr- irgreiðslan yrði einföld og þægi- leg fyrir námsmenn þannig að fyrirgreiðslan gengi fljótt og vel fýrir sig.“ Menn borga fyrir þá heimild sem þeir nýta Námsmenn, sem eru með lánslof- orð frá Lánasjóði íslenskra náms- manna, eiga kost á 100% fram- færsluláni frá íslandsbanka, þ.e.a.s. bankinn lánar þeim að fullu þá upphæð sem lánasjóðurinn hef- ur gefið lánsloforð fyrir. Sé náms- maður að byrja í námi getur hann fengið 90% af áætluðu framfærslu- Iáni frá LÍN. Námsmenn, sem eru að byrja nám, þurfa ábyrgðarmenn en eftir að þeir hafa lokið tveggja anna námi og náð 100% námsár- angri hafa þeir möguleika á láni án ábyrgðarmanns. Framfærslulán íslandsbanka til námsmanna er veitt í formi stig- hækkandi yfirdráttarheimildar á tékkareikningi. NemL sem er t.d. með lánsloforð frá LIN upp á 200 þúsund krónur, getur þannig feng- ið 50 þúsund krónur á mánuði í fjóra mánuði frá bankanum. „Kost- urinn við þetta fyrirkomulag er að á þennan hátt greiðir námsmaður- inn einungis vexti af þeim hluta yf- irdráttarheimildarinnar sem hann nýtir sér hverju sinni," segir Jón Gunnar. Námsmenn erlendis eiga kost á sérþjónustu í tengslum við Menntabraut. Lánafyrirgreiðslu getur námsmaður erlendis fengið inn á tékkareikning og samið um mánaðarlega millifærslu á reikn- ing erlendis. Gjaldeyrisþóknun fellur niður þegar námsmenn á Menntabraut íslandsbanka milli- færa eða senda gjaldeyri á milli landa. íslandsbanki býður námsmönn- um erlendis upp á svokallaða greiðslu- og innheimtuþjónustu, sem getur sparað vinum þeirra og ættingjum marga tímafreka snún- inga. Námsmenn í framhaldsnámi erlendis eiga oft á tíðum húsnæði hér heima, sem þeir leigja út. Sem dæmi um innheimtuþjónustuna má nefna að bankinn býðst til að innheimta húsaleigu Mennta- brautarnemum að kostnaðarlausu. Það sama gildir um greiðslu á reikningum námsmanna erlendis. Námsstyrkír og at- hafnasfyrkir Árlega verða veittir sjö náms- styrkir á vegum íslandsbanka til námsmanna hérlendis og erlendis. Þessir styrkir eru ekki bundnir eða skilyrtir við ákveðin námsfög eða skóía. Allir námsmenn, 18 ára og eldri, geta sótt um styrkina, hvort sem þeir eru viðskiptavinir ís- landsbanka eða ekki. Hver styrkur er föst fjárhæð, að svipaðri upp- hæð og hjá öðrum bönkum. Þá ráðgerir íslandsbanki að veita einn til tvo „athafnastyrki" á hverju ári, en umsóknir um þá verða auglýstar eftir áramót. Þetta eru styrkir til námsmanna, sem hafa hugmyndir að nýsköpun í at- vinnulífinu, eða eru að hefja sjálf- stæðan atvinnurekstur eftir nám eða með námi. Allir námsmenn 18 ára og eldri geta sótt um athafna- styrk. Leiklistarskóli Islands Hlutverk skólans er að þroska leik- listarhæfileika nemenda og þjálfa þá til leiklistarstarfa, en námið tryggir þó ekki atvinnu. Um er að ræða þriggja ára nám, auk eins árs í starfi hjá Nemendaleikhúsinu. Til að fá inngöngu í skólann þurfa viðkomandi að standast kröfur inn- tökunefndar. Þeir þurfa að hafa náð 19 ára aldri, lokið a.m.k. grunn- skólanámi eða fengið sambærilega menntun, hafa gott vald á íslensku og geta kynnt sér lestrarefni á tveim- ur erlendum tungum. Skólinn tekur inn nemendur þrjú ár í senn, en ekki fjórða hvert ár, og eru ekki teknir fleiri en átta nemendur í senn. Nem- endur eiga rétt á láni úr Lánasjóði ís- Ienskra námsmanna. Um það bil helmingur kennslunnar er leiktúlkun, en einnig er lögð rík áhersla á þjálfunargreinar, s.s. al- menna líkamsrækt, hreyfingar- spuna, skylmingar, raddþjálfun og margt fleira. Fræðigreinar eru einn- ig kenndar í fyrri hluta náms, s.s. listasaga, tónlistarsaga o.fl. Nánari upplýsingar: Leiklistarskóli íslands Sölvhólsgata 13 Pósthólf 1654 121 Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.