Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 17. október 1992 Ferðamálaskóli íslands Skólinn sérhæfir sig í starfsmennt- un fyrir þá sem vilja starfa við ferða- þjónustu og er skólinn rekinn af Fé- lagi íslenskra ferðaskrifstofa og Tölvuskóla íslands og útskrifast nemendur frá skólanum sem ferða- ráðgjafar. Námið er stundað í dagskóla, frá 13- 17 í sex mánuði, sept-mars og eru 25 nemendur teknir inn árlega. Með námi í skólanum er nemendum gert kleift að geta, auk allra almennra starfa á ferðaskrifstofu, tekið við fyr- irspurnum erlendis frá um íslands- ferðir og eins um ferðir frá íslandi, gengið frá tilboðum í þær, pantað gististaði og gefið út flugfarseðla, svo eitthvað sé nefnt. Skólastjóri er Jónas R. Sigfússon. Nánari upplýsingar: Ferðamálaskóli íslands Höfðabakki 9 112 Reykjavík S: 91-671466 KENWOOD RAFMAGNSPANNAN HENTAR VEL í MARGSKONAR MATARGERÐ KAUPTU KENWOOD Á KR. 8.965 KR. 8.517 STGR. HEKLA LAUGAVEGI 174 S. 695500/695550 Lárus Sigurösson, hjá SPRON. Ttmamynd: Ami Bjarna. Liðveisla, námsmannaþjónusta sparisjóðanna: Megináhersla lögð á persónu- lega þjónustu „Það má segja að þau tilboð, sem bankar og sparisjóðir gera náms- mönnum, séu í grundvallaratriðum þau sömu, þannig að þegar upp er staðið held ég að sú þjónusta sem námsmenn fá skipti mestu máli,“ segir Lárus Sigurðsson hjá Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis. „Sparisjóðimir hreykja sér oft af því að vera sjóður einstaklinga, enda eru hlutfallslega fleiri einstak- lingar í viðskiptum hjá okkur en bönkunum. Þannig keppumst við við að veita einstaklingum persónu- lega þjónustu, jafnóstofnanalega og okkur er frekast unnt.“ Sparisjóðimir bjóða námsmönnum upp á sérþjónustu sem ber nafnið Liðveisla. Öllum þeim sem hafa náð 18 ára aldri er boðið að stofna til Sér- tékkareiknings, en þeir sem ekki hafa náð þeim aldri geta stofnað Trompbók eða Öryggisbók. Þeir sem hafa fengið tékkareikning geta feng- ið yfirdráttarheimild að hámarki 150 þúsund kr. fyrir einstakling. Fyrir heimildir að upphæð 80 þúsund kr. og lægri er ekki tekið heimildargjald heldur greiðast vextir eingöngu fyrir þá upphæð sem námsmaður nýtir á hverjum tíma. Fyrir námsmenn, sem eiga von á láni frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna, er boðið upp á að lána allt að 100% af væntanlegu námsláni. Lánið er veitt í formi yfir- dráttar, en námsmaðurinn skilar inn tryggingavíxli með a.m.k. einum ábyrgðarmanni sem á fasteign. Yfir- dráttarheimildin hækkar um hver mánaðamót um það sem nemur mánaðarlegri framfærslu náms- mannsins og endar í þeirri upphæð, sem nemur lánsloforði LÍN. Sveigjanleiki Ef til þess kemur að námsmaðurinn nær ekki tilskildum námsárangri og fær skert lán frá LÍN metur viðkom- andi sparisjóður hvem og einn nema út af fyrir sig og býður upp á þann möguleika að skuldbreyta mismun- inum í skuldabréf til lengri tíma eft- ir hag hvers og eins. Liðveisluþegar sem hafa launatekj- ur af sumarvinnu eða vinnu með skóla eiga kost á launaláni sem getur numið allt að 350 þúsund kr. og borgast til baka með mánaðarlegum greiðslum. Félagar í Liðveislu sparisjóðanna eiga kost á Visa- eða Euro greiðslu- SEM BER SAMAN KJÖR, REYNSLU OG ÞJÓNUSTU Það er engin tilviljun að Stúdentaráð Háskóla íslands og Samband íslenskra námsmanna erlendis gengu til samstarfs við Búnaðarbankann! 0 Lánsumsóknir og gögn frá LÍN fyrirliggjandi í útibúum bankans. 0 Námslokalán, yfirdráttaheimild, skipulagsbók, Gengið Irá lánveitingj fyrir ollt árið, með einni lerð i banknnn. trtf T' f lísl"W6nu!,“' ,""h“"'lul>i6""!l“. c . . - j -í i tjarmalaraogiot og tleira. Allt að 100% lánshlutfall af væntanlegu láni frá LÍN. 1% lægri vextir, ekkert lántökugjald eða annar kostnaður. Sveigjanlegar endurgreiðslur. Alþjóðlegt hraðbankakort fyrir námsmenn erlendis. Gjaldeyrisþjónusta á námsmannakjörum. Námsstyrkir á hverju ári. Lán vegna búslóðaflutninga að loknu námi erlendis. 5% afsláttur af flutningsgjaldi búslóða með Samskipum hf. 0 Námsmannalínan er fyrir alla námsmenn 18 ára og eldri. NAMS • BLJNAÐARBANKINN -svarar kröfum námsmanna LINAN .<

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.