Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. október 1992 Tfminn 11 K.‘: Abu AbdulAziz, foringi f heilögu stríöi og barnakennari. Krossferðaandi vakn- ar Aðrir TVrkir, Ósmanar nefndir, urðu endingarbetri en Seldjúkar og stofnuðu stórveldi, sem að víð- áttu slagaði hátt upp í Arabaveldi hið forna. Ósmanar unnu Konst- antínópel, einn af höfuðstöðum kristninnar frá fornu fari, 1453 og gerðu hana að íslamskri Istanbúl. Sálrænt varð það mikið áfall fyrir kristnina. Ósmanar gerðu aðra innrás ís- lams í röðinni í Evrópu, og í þetta sinn var álfan sótt úr suðaustri. TVrkjaveldi Ósmana braut undir sig allan Balkanskaga, síðan Ung- verjaland eftir sigur sinn við Mo- hacs 1526 og gerði því næst áhlaup á Vínarborg, sem í rúmlega hálfa aðra öld varð helsta varnar- virki Mið- og Vestur-Evrópu (og vesturkristninnar þar með) gegn TVrkjaveldi og íslam. Austar gerð- ust Mongólar, sem á 13. öld lögðu undir sig kristið Rússland, tyrk- neskir að máli og íslamskir að trú. Kristnin hafði upphaflega náð fjöldafylgí sem einskonar stjórnar- andstöðuhreyfmg í Rómaveldi, en breiddist síðan út í skjóli ríkisvalds þess o.fl. ríkja. Atlögurnar frá ís- lam hafa að öllum líkindum gert hana herskárri. Þess kunna heiðn- ir Saxar að hafa goldið er Karla- magnús Frankakeisari knúði þá til kristni með hernaði og fjölda- morðum um 800. Krossferðimar margfrægu, heilög stríð af kristn- innar hálfu, hófust öðmm þræði í varnarskyni gegn sókn Seldjúka á hendur Býsans, fyrir utan trúar- legan vilja til að endurheimta upp- hafslönd kristninnar. Kristni Spánverja gagntókst af krossferða- anda í margra aldra stríðum við ís- lam á Pýreneaskaga og af því máttu indíánar o.fl. súpa seyðið. Hliðstæð áhrif hafði viðureignin við íslam á Rússa. Þeir þreyðu fyrst undir ruddalegu og niðurlægjandi oki íslamskra tartara og útþensla Rússaveldis gífúrleg varð möguleg öðru fremur á grundvelli stríðs- sigra á íslömskum ríkjum, tartör- um Suðaustur- og Suður-Rúss- lands og Tyrkjaveldi Ósmana. Þau stríð vom a.m.k. öðmm þræði heilög í augum Rússa og í þeim vöndust þeir á að eigna þjóð sinni og ríki heilagleika, sem átt hefur drjúgan þátt í mótun viðhorfa þeirra gagnvart umheiminum Bókstafshyggja í sókn Frá því síðla á 17. öld fór TVrkja- veldi yfirleitt halloka í hernaði gegn kristnu stórveldunum Aust- urríki og Rússlandi og innan þess var þá tíð stöðnunar og hnignun- ar, er svo lauk að kristin veldi sundurlimuðu það í lok heims- styrjaldarinnar fyrri. Þá hafði gagnsókn kristninnar gegn íslam náð það langt að heita mátti að gervallur íslamsheimur væri und- ir yfirráðum kristinna ríkja eða háður þeim að einhverju marki. Margir spáðu því þá að tími trúar- stríða væri liðinn. Kristni heimur- inn, nú ríkjandi á hnettinum, var fyrir löngu orðinn næsta verald- legur í viðhorfum og þess sáust merki að þau viðhorf breiddust út til íslams. Veraldlega sinnaðir valdhafar reyndu að breyta ríkjum þar eftir evrópskum/vestrænum fyrirmyndum. En eftir heimsstyrjöldina síðari voru Evrópuríkin — að Sovétríkj- unum frátöldum — veikburða og misstu yfirráð í Asíu og Afríku, þ.á m. yfir íslömskum löndum. Við það dró úr virðingu múslíma al- mennt fyrir kristna heiminum. Einskonar sósíalismi, sem sum ís- lamsríki höfðu um skeið á oddin- um og studdist hvað helst við sov- éskar fyrirmyndir, þótti ekki heppnast vel og þvarr nánast full- komlega að áliti við hrun sovét- kommúnismans. Við það urðu og áður rússnesk/sovésk íslamslönd í Kákasus og Mið-Asíu sjálfstæð ríki. Jafnframt þessu óx ásmegin bókatafshyggju (fundamental- isma) íslams, herskárri og út- þenslusinnaðri stefnu sem beinir mjög spjótum sínum gegn áhrif- um frá kristna heiminum og hon- um sjálfum. Bókstafssinnar koll- vörpuðu veraldlega og vestrænt sinnuðum keisaradómi í íran og hafa orðið mikil völd og áhrif í flestum öðrum íslamslöndum. Þessi hreyfing ætlast til að þjóðfé- lögunum sé í einu og öllu stjórnað í samræmi við lögmál íslams. Það þýðir að samkvæmt bókstafs- hygájunni er fullt jafnrétti með ís- lam og öðrum trúarbrögðum óhugsandi. Allmiklum erfiðleik- um mundi vera bundið að reyna að samræma þetta vestrænum hugmyndum og lýðræði og fjöl- ræði (plúralisma). Verður Kosovo næst? íslamsheimur á ekki hægt um vik við að aðstoða Bosníumúslíma, þar eð flutningar til þeirra verða að fara fram um yfirráðasvæði Króata, og Króatar eru vísir til að loka þeim leiðum þá og þegar, ef mujahedin gerast of umsvifamikl- ir í Bosníu að þeirra dómi. Hins- vegar er margra spá að þá og þegar fari allt í bál og brand milli Serba og íslamskra Albana í Kosovo, og inn í slíkan ófrið myndi Albanía, íslömsk á ný eftir að trúarbragða- bann Hoxha heitins er að engu orðið, að öllum líkindum dragast. Albanía hefur hafnir, svo að þang- að væri auðvelt að koma vopnum og hjálparliði frá íslamska heimin- um. Hætt er við að Grikkjum og Búlgörum, með Tyrkland hinum megin við sig, færi þá að þykja þröngt fyrir dyrum. í Transkákasíu hefur um skeið geisað stríð milli kristinna Ar- mena (sem hafa elstu ríkiskirkju heims) og tyrkneskra og íslamskra Azera. TVrkir og Azerar útrýmdu Armenum að miklu leyti fyrr á öld- inni og Armenar óttast að þessir grannar þeirra hyggist nú ljúka því verki. Meðal TVrkja og Azera heyrast raddir um að Armenía, sem liggur á milli landa þessara tveggja tyrknesku þjóða, sé óþol- andi þröskuldur er hindri samein- ingu TVrkjafólks annars vegar í TVrklandi og hins vegar í Azerbæd- sjan og Mið-Asíu. í Mið-Asíu hefur afganska óöldin breiðst út inn í Tadsjíkistan og Rússar og aðrir Evrópumenn þar óttast ofsóknir af hálfú múslíma eða eru þegar famir að sæta þeim. í Kazakstan, þar sem tyrkneskir og íslamskir Kazakkar eru nú við völd, er fjölmennur rússneskur minnihluti uggandi um sinn hag. í Rússlandi hafa íslamskir tartarar og Tjetjenar lýst yfir sjálfsstjórn eða sjálfstæði, í trássi við rússnesk stjómvöld. Eftir takmörkuðum fréttum af borgarastríðinu í Súdan að dæma, hefur það snúist upp í útrýmingarhernað bókstafssinn- aðrar íslamskrar ríkisstjómar gegn kristnum og heiðnum blökkumönnum. Ótti Evrópu við íslam er sam- ofinn kvíða út frá mikilli fólks- fjölgun í íslamslöndum, á sama tíma og kristnum Evrópuþjóðum fjölgar ekki og jafnvel fækkar. Fólksfjölgunin í íslamsheimi hef- ur þegar leitt af sér, ásamt með öðm, mikinn innflutning músl- fma til Evrópu. í mörgum ríkjum þar hafa á fáeinum áratugum vaxið upp fjölmennir íslamskir minni- hlutar. Samkvæmt einni heimild em múslímar þegar 8% íbúa Frakklands. ítök bókstafshyggju meðal þess- ara minnihluta em vemleg og þar með í þjóðfélögum þessum í heild sinni. Það sýnir sig t.d. f því að breskur rithöfúndur af íslömskum ættum, Salman Rushdie, verður að vera í felum í eigin landi vegna þess að yfirvöld þess treysta sér ekki til að vernda hann með öðm móti gegn ofsóknum bókstafstrú- aðra múslíma. Sérstaklega Suður-Evrópuríkin óttast að framundan sé stóraukinn innflutningur fólks frá Atlaslönd- um, vegna bæði innanlandsátaka þar út frá sókn bókstafshyggju og fólksfjölgunar. Sumir Suður-Evr- ópumenn kvíða því að út frá þessu spinnist illindi við íslömsku ríkin sunnan Miðjarðarhafs, sem sum verða kannski áður en varir komin með í hendurnar eldflaugar hlaðn- ar gereyðingarvopnum. Ótrúlegt afmælisverð!!! Síðustu íækin á þessu einsfaka verði 3V; t - . tr/úsr 20" litsjónvarp + myndbandstæki............49.900 stgr. Aðeins 19 stk. eftir 5132 Adyson 20" litsjónvarp m/flarst.......27.900 stgr. 2800 ELTA myndbandstæki m/fjarst...........24.900 stgr. 2032 ELTA 20" litsjónvarp m/fjarst..........29.900 stgr. Aöeins 8 stk. eftir 2013 ELTA14" litsjónvarp m/ljarst...........22.900 stgr. Aðeins 6 stk. ettir 2616 ELTA hljómflutningstæki ...............25.900 stgr. Uppselt (útv., pl.sp., geislaspilari, tvöf. kassettut., tónjafnari og tveir hát.) CD-25 Stariite bíltæki með CD- spilara.....26.900 stgr. Aðeins 9 stk. eftir 7660 ELTA bíltæki með stöðvaminnum.........9.900 stgr. Sjónvörp - myndbandstæki ■ hljómtæki ■ ferðaútvörp ■ útvarpsklukkur vasadiskó ■ ferðatæki ■ heyrnartól ■ hljómborð ■ bíltæki - bilhátalarar TONVER Garðastræti 2, Reykjavík, sími 91-627799. Sendum hvert á land sem er Þýskt gæðamerki — Munalán — Ábyrgð. Félagshyggja í fögru landi Ég undirritaður/uð óska hér með að gerast áskrifandi að Tímanum Nafn áskrifenda: ^ É ^ rr-'* r I T íminn Heimilisfang: Póstnúmer: Sími: Lynghalsi 9.110 Reykjavík Póstfax 68769. Pósthólf 10240 __ __ __ _________________ j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.