Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. október 1992 Tíminn 7 Björn situr hér á steini suður á 73. gráðu suðlægrar breiddar, en sunnar hefur varla neinn Islendingur komið. Rætt við Björn Erlingsson haf- eðlisfræðing um dvöl á sovéskri rekísrannsókna- stöð og hundrað daga rannsókna- ferð á Suður- skautslandinu. Friður mörgæsafiokkur spókar sig nærri vök á ísnum. unum og tókst að koma því til leiðar að ég fékk að heimsækja sovéska rannsóknastöð á rekísn- um norður af Alaska. SP-31 Þessi stöð eða röð stöðva hafði verið rekin frá árinu 1930 með 50-60 manna starfsliði og fóru þar fram rannsóknir á hafi, hafís og lofthjúp. Starfræksla fyrstu stöðvanna, einkum milli 1930- 1940, var mikið afrek og mjög áhættusamt fyrirtæki eins og fjarskiptum og samgöngum var þá háttað. Á um það bil tveggja og hálfs árs fresti hafði stöðin verið flutt til og endurreist á nýjum rekísfláka. Var þessi hin 31 frá upphafi og bar nafn samkvæmt því — SP-31. Nýrri og stærri stöð, SP-32, hafði þó verið tekin í notkun en hún strandaði við norður-Grænland og var lögð niður. SP-31 hafði verið á reki í tvö og hálft ár í Pólhafinu er hér var komið sögu og var á vestur- leið 120 mílur norður af Prudo Bay í Alaska. Áður hafði hana meðal annars rekið í ísnum norð- ur af Síberíu. Yfir stöðinni hafði hvflt hernað- arleg leynd fram til þessa. Vonað- ist ég tií að geta komið þarna upp tækjum vegna rannsókna minna er Sovétmenn síðan munu sjá um að fylgjast með áfram. Slík lang- tímarannsókn á þessum slóðum sá ég að yrði mér og þeim rann- sóknum sem ég vinn að mjög gagnleg. Til ferðarinnar naut ég stuðnings Norska vísindasjóðsins og fleiri velviljaðra aðila í Noregi og samstarfsaðila í Bandaríkjun- um. Varð þessi litla tilraun mín þarna tímamótamarkandi, þar sem hún var fyrsta austur-vestur samstarfsverkefnið á sovéskri rekísstöð. Kyrrstöðutímabil tók við á sviði vísindasamvinnu gömlu risaveld- anna er herforingabyltingin var gerð í Moskvu haustið 1991 og þá er Sovétríkin voru lögð niður um sl. áramót. En nú er að koma skriður á samvinnu að nýju. Rússar veita aðgang að hinum miklu og merku gögnum sínum, sem varpa Ijósi á fjölmarga þætti sem áður voru óljósir, einkum á sviði lofts- lagsfræði. Antonovvélin sem flutti menn og innar fyrir norðan Alaska. hafa til umráða sjö stærri rann- sóknaskip og fsbrjóta. Rannsókn- ir þeirra hafa staðið um áratuga- bil bæði á norðurheimskautinu — Arcticu og á suðurheimskaut- inu Antarcticu. Er leiðin lá opin til samstarfs fannst mér ganga hægt að koma því af stað og gerðist ég óþolin- móður. Ég sá að hér var mögu- leiki á að mætast með auðveldu móti með því að við færum að hitta Rússana með tölvubúnað okkar og mælitæki, en þeir leggðu á móti skipakost og búnað og mikla fagþekkingu og mann- afla. Hóf ég því baráttu við skrif- ræðiskerfið bæði í Noregi, Sovét- ríkjunum og vestur í Bandaríkj- vistir til sovésku rekfsstöðvar- Samfélagið á rek- ísnum Ferð mín hófst með því að ég flaug til Anchorage í aprfl 1991 og þaðan lá leiðin til Prudhoe Bay þar sem mikil olíuvinnsla Banda- ríkjamanna fer fram. Varð ég að fara á „puttanum" út á ísinn. Tókst mér að fá far með flugvél frá Seattle, sem tekin hafði verið á leigu vegna bandarísks skamm- tímarannsóknaverkefnis sam- starfsmanna minn við háskólann í Washington. Flugu þeir með mig út til sovésku stöðvarinnar fyrir gjald sem rétt svaraði til eld- neytiskostnaðar. Flugmanninum gekk nokkuð erfiðlega að finna stöðina á enda- lausri íbreiðunni, en loks tókst það þó. Er mig bar að stóð svo á að verið var að skipta um fólk í stöðinni og margir á heimleið eft- ir árs dvöl í auðninni. Mannflutn- ingar og vistaflutningar fóru fram á stórum Antonov-flugvél- um, en flugbrautin sem menn hafa gert sér þarna lokast þó í maí eða júní og verður ekki fær á ný fyrr en í desember. Undraðist ég hve góða og myndarlega flug- braut Rússunum hafði tekist að gera þarna við erfið skilyrði. Hún er rennslétt og 1100 metra löng og þarf að vonum mikið viðhald vegna snjóa og ójöfnumyndana á ísnum. Þarna dvaldi ég í tvær vikur og varð dvölin mér mjög eftirminni- leg. Rússar tóku mér af mestu al- úð, veittu mér alla aðstoð við flutning á farangri og uppsetn- ingu tækjabúnaðar mfns, en til- raunin snerti rannsóknirnar vegna íssprungumynstra og ég hef áður getið um. Sovétmenn höfðu sjálfir verið með skyldar tilraunir í gangi, en nálgast verk- efnið með alveg ólíkum hætti. Margt kom mér nýstárlega fyrir sjónir þarna og hvað vísindaiðk- anirnar snerti þá sá ég að sá mun- ur var á að við reynum að ná fram bestu hugsanlegri aðferð við lausn á hverju úrlausnarefni, en Rússar reyna aftur á móti að nýta þá aðstöðu og aðföng sem best er fýrir hendi er. Varð ég þess var að þeim fannst við Vesturlandamenn gera okkur seka um mesta bruðl á sumum sviðum. Þeir virtust líka gera sér nokkuð ævintýralegar hugmyndir um neyslusamfélag Vesturlandabúans. Kviðu heimkomunni Viðhorf þeirra til breytinganna í Sovétríkjunum fannst mér ann- ars vera tvíþætt: Sumir voru von- góðir og gerðu sér háar hug- myndir um opnunarstefnuna og voru stoltir af þjóð sinni og afrek- um hennar. Þeir kviðu ekki fram- tíðinni. En aðrir voru kvíðnir. Þeir virtust uppgefnir á ástand- inu og þjóðfélagi sínu. Það mátti sjá það á göngulagi sumra af mönnunum að þeir voru á heim- leið eftir ársdvöl í stöðinni. Þeir voru ekki léttir í spori, heldur bognir og niðurlútir og kvíðinn leyndi sér ekki vegna óvissu um hvað við mundi taka eftir tryggt og öruggt líf þarna á ísnum. Rússunum fannst ár ekki langur tími. „Ár er ekki lengi að líða,“ sagði einn af veðurfræðingunum þarna við mig. Varð mér þá litið í eigin barm, en eftir þriggja vikna fjarveru var maður vanalega feg- inn að komast heim. Þessi veður- fræðingur kvaðst einnig mundu sakna að komast ekki í gufubað heima, sem var einn helsti „lúx- usinn" þarna á ísnum. Gufubaðið hafði smíðað gamall vélstjóri á stöðinni. Vélstjóri þessi var að ljúka sinni tólftu ársvertíð úti á heimskautaísnum. Hann hafði verið bæði á suður- og norður- heimskautssvæðunum og naut mikillar virðingar meðal sam- starfsmanna sinna. Hann mátti m.a. fá sér meira en aðrir af ávöxtum þeim og grænmeti eftir kvöldverðinn sem ég hafði fengið að taka með mér af umframbirgð- um amerískra félaga minna. Þannig sá ég að matið á virðingu manna var annað en hjá okkur, þar sem mest er farið eftir stöð- um og titlum. Af SP-31 stöðinni er það að segja að í júlí sl. brotnaði ísinn upp og varð hún að yfirgefast með miklu írafári. En Rússar hafa rekið aðra rekísstöð í Weddelhafinu við suð- urskautið og hefur tilrauninni verið haldið áfram þar að frum- kvæði og fýrir atbeina Rússanna. Tilraunatæki mín björguðust og eru nú starfrækt áfram þar suður frá. En ekki bjargast allt þegar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.