Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.10.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 17. október 1992 ÞEGAR rætt er um heimskautaslóðir koma flestum fyrst í hug sögufrægir leiðangrar könnuða og nöfn manna eins og Amundsen og Scott, Nansen, Peary eða Shackleton — og svo vitanlega Vilhjálmur Stef- ánsson. En ísbreiðurnar geyma enn marga leyndardóma og án afláts er unnið að því að leysa gátur þeirra. Um heimskauta- og hafís- rannsóknir hefur tekist fjölþjóðasamstarf og ný viðhorf í alþjóðamálum hafa nýlega orðið til þess að fyrrum Sovétríkin hafa veitt aðgang að gögn- um sem fremstu vísindamenn þeirra hafa safnað í áratugi og að svæðum sem hafa verið lokuð fyrir vísindamönnum annarra landa. Þetta sam- starf var þó hafið í litlum mæli nokkru áður en Sovétríkin voru lögð niður og svo vill til að ungur, íslenskur hafðelisfræðingur, Björn Erlingsson, varð einn fyrsti vísindamaðurinn frá Vesturlönd- um sem heimsótti sovéska heimskautarann- sóknastöð, en það var í apríl og maí á sl. ári. Skammt varð stórra högga í milli hjá Birni, því í nóvember lagði hann upp í leiðangur til Suður- skautslandsins og dvaldi í hundrað daga við rannsóknir úti á ísbreiðum við 74,5 gráðu suð- lægrar breiddar. Er ekki vitað tii að annar íslend- ingur hafi komið sunnar á jörð vorri en hann. Björn Erlingsson: „Geri varla ráð fyrir að ég muni lifa það aftur á einu og sama árinu að ferðast svo mikið. “ (Tímamynd Árni Bjarna) í Noregi sem gerðu mér kleift að vinna að rannsóknum og taka þátt í leiðöngrum. Til þessara rannsókna hef ég notið stuðnings Norræna hafeðlisfræðihópsins (Nordisk kollegium for fysisk oceanografi) sem starfræktur er á vegum Norrænu ráðherranefnd- arinnar og sfðar Norska vísinda- sjóðsins með rannsóknaraðstöðu á Norsk Polarinstitutt. Þetta var mér vitaskuld afar mikilvægt. Sovésk-vestræn samvinna Þýðingarmikil umskipti urðu á þessum vettvangi er opnunar- stefnan „glasnost" kom til sögu f Sovétríkjunum. Á stórri ráð- stefnu í Leningrad (St. Péturs- borg) 1988, þar sem Heimskauta- rannsóknastofnun Sovétríkjanna (nú Rússlands) hefur aðalstöðar, var ákveðið að hefja samstarf milli austur og vesturs. Ég tók þátt í þessari ráðstefnu. Fram til þess tíma hafði hér verið um tvo heima að ræða sem lokaðir voru hvor fyrir öðrum. Sovétmenn höfðu nálgast viðfangsefnin sum- part á annan hátt en menn á Vest- urlöndum og tækjabúnaður þeirra og mælitækni hafði þróast á annan veg. En rannsóknir þeirra voru stórar í sniðunum og við heimskautarannsóknastofnun þeirra vinna 2000 manns og þeir Björn er nú nýlega fluttur ásamt eiginkonu sinni Bergþóru Valsdóttur og þrem börnum til ís- lands eftir ellefu ára dvöl í Noregi þar sem hann stundaði nám sitt við háskólann í Osló og lagði stund á rannsóknir og hefur nú hafið störf á Veðurstofu íslands. Við föluðumst eftir viðtali við Björn og báðum hann að greina í stuttu máli frá eðli fræða sinna og viðfangsefni og segja okkur sitthvað af langferðum sínum. Fyrst spyrjum við hann um upp- runa hans og námsferil. „Ég er nú 34 ára, fæddur árið 1957 í Reykjavík og uppalinn þar,“ segir Björn. „Að loknu stúd- entsprófi 1977 og BS prófi frá Há- skóla íslands 1981 hét ég til Osió til náms í hafeðlisfræði. Bæði á námstíma mínum og að Ioknu Cand. Sc prófi 1987 hafa rann- sóknir mínar beinst að eðli og eiginleikum hafíss og í seinni tíð að gerð hermilíkana af ísreki. Þekking á ofangreindum efnum hefur sannað mikilvægi sitt og mönnum er nú sífellt að verða Ijósari þýðing þeirra fyrir um- hverfið og að heimskautasvæðin eru lykilsvæði er kemur að mót- un loftsiags og ástands djúpsjáv- ar. Þá er þess að geta að ég hef lengi unnið að doktorsritgerð um innri krafta og hnikanir í ís, sem felst í að kanna íssprungur og brotaferli þeirra. Leitast ég við að tengja saman rumfræðilega eig- inleika brotaferla og brotaeigin- leika íssins, svo sem brotastyrk hans og innri krafta. Styðst ég þar meðal annars við myndir frá gervitunglum og ýmsa fjarkönn- unartækni. Hér eru að opnast nýjar víddir í rannsóknum á innri kröfum íssins og viðnámi hans undir ytri áhrifum. Vegna legu landsins er okkur ís- lendingum afar mikils virði að fylgjast svo vel með því sem verið er að gera í hafísrannsóknum og hægt er. Við eigum að taka þátt í þeim eftir föngum og auka þann- ig skilning okkar á því viðkvæma samspili milli lofthjúps og hafs sem hér er um að ræða. Þessar rannsóknir hafa og beint hagnýt gildi, og vii ég þá nefna reklíkön hafíss, sem ég vonast til að geta komið hér upp og starfa nú að. Á hafísári kunna slík líkön að auka á öryggi fiskiskipa og annarrar skipaumferðar við land- ið með því að veðurfræðingar eiga þá aðgang að fullkomnari upplýsingum, svo ekki sé minnst á þau áhrif sem hafísinn hefur á A ísbreiðum heim- skautalandanna tvegg a veðurfar og ástand sjávar, ýmist varanlega eða tímabundið, en reklíkönin gera ráð fyrir við- brögðum íss eftir stefnum og styrk strauma og vinda. Margt er enn lítt kannað „Það voru þessi þýðingarmiklu rannsóknarverkefni sem hvöttu mig til að helga mig þessum efn- um, því náttúran er margslungin og þekking á ýmsu skammt á veg komin. Ég neita því þó alls ekki að nokkru ævintýraþrá réð vali minu og löngun til að kynnast framandi slóðum heimskauta- svæðanna. Þeim hef ég nú fengið að kynnast, en sem betur fer eru þau úrlausnarefni mörg sem vinna má við skrifborðið heima við. Því valda ekki síst upplýsing- ar gervitungla og önnur fjar- skiptatækni okkar tíma. Ég var svo heppinn að njóta ýmissa styrkja og aðstöðu á árum mínum Sovéska rannsóknarskipið „Akadamik Fedorov" viö rönd ísbreiðunn- ar á Suðurskautslandinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.