Tíminn - 08.04.1993, Síða 16

Tíminn - 08.04.1993, Síða 16
16 Tíminn Fimmtudagur 8. apríl 1993 Kannski eiga borgarbúar framtíðarinnar eftir að aka um brú yfir hættulegustu gatnamót landsins. Munu framkvæmdir við ein hættulegustu gatnamót landsins kosta röskan hálfan milljarð króna? Brúargerð á hættulegum stað? BÆNDUR — BÆNDUR VERÐSPRENGJA Útvegum endurbyggða Mueller heimilismjólkur- geyma beint frá verksmiðjunni Meko í Hollandi. Öll mælitæki, rofar og kælikerfi fyrir Freon 22 er nýtt. Full verksmiðjuábyrgð. „0“-geymarnir eru með lokuðu undir- þrýstings- kerfi. Sjálfvirkur 4ra þátta þvottabúnaður tryggir góða mjólk. Mueller „0“ er fullkomnasti heimilisgeymirinn frá Mueller. Fyrir utan ofanskráðan búnað er hitamælir, tímarofi fyrir gangsetningu hræri- og kælikerfis milli mjalta og eins skömmu áður en nýmjólk bætist í geyminn. Utvegum einnig aðrar gerðir endurbyggðra forkæla sem draga úr rekstrarkostnaði. Sparið og gerið hagstæð kaup. BUIJÖFUR KEILUFELLI47 SÍMI 75160 FAX 870290 Verður Miklabraut lögð í 250 metra brú yflr gatnamótin við Kringlumýrarbraut, sem kosta mun röskan hálfan milljarð króna? Þetta er ein af þremur til- lögum, sem koma fram í skýrslu sem iyrirtækið Hönnun hf. hefur unnið fyrir gatnamálastjóra og eru til umræðu og skoðunar f borgarkerfínu. Samkvæmt svo- nefndu svartblettamati eru þessi gatnamót þau hættulegustu á landinu, hvað varðar slys og árekstra. Að sögn Sigurðar I. Skarphéðins- sonar gatnamálastjóra eru þetta einungis tillögur sem eru til skoð- unar, og má jafnvel búast við að þær verði fleiri. Hann á von á að í lok þessa mánaðar eða byrjun þess næsta verði málið tekið fyrir í borgarráði. Tillögur þær, sem merktar eru eitt og tvö, eru nokkuð keimlíkar. Sú fyrri heitir „Miklabraut á há- brú“ og gerir ráð fyrir vegbrú, sem leiðir umferðina um Miklubraut yfir gatnamótin. Aðkoma Kringlu- mýrarbrautar er á sama stað og í sömu hæð og nú er. Gert er ráð fyrir að brúnin sé um 250 metra löng og framkvæmdir muni kosta 560 millj. kr. Tillaga númer tvö gerir einnig ráð fyrir vegbrú á sama stað, en heldur styttri eða um 190 metra. Þá eru gatnamót Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar jafnframt lækkuð um tæpa 5 m. Þessi tillaga nefnist „Miklabraut á lágbrú" og er hún dýrust tillagnanna þriggja og hljóðar kostnaðaráætlun upp á 650 millj. kr. Miklabraut undir“ er heitið á til- lögu númer þrjú. Eins og nafnið ber með sér er gert ráð fyrir að Miklabraut sé grafin niður í gjá, en gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar liggi um brú yfir gjána, og er gert ráð fyrir 500 millj. kr. framkvæmdakostnaði. í skýrslunni er talað um að þarna sé um forathuganir að ræða, sem gefi aðeins lauslega hugmynd um heildarkostnað. Þá kemur fram að ítarlegri könnun þyrfti að fara fram áður en nákvæm kostnaðar- áætlun lægi fyrir. -HÞ Aukin fiskvinnsla talin fljótvirkasta aðferðin til að bæta atvinnuástandið í Keflavík: Viðvarandi atvinnuleysi frá hausti ’91 Aukin flskvinnsla er álitin fljótvirk- asta aðferðin til að bæta atvinnu- ástandið í Keflavík, þar sem viðvar- andi atvinnuleysi hefur verið frá hausti 1991. Það er mikil breyting frá því sem áður var, þegar í fjóra áratugi þar á undan hafði einatt skort vinnuafl í bænum, þótt árs- tíöabundins atvinnuleysis hafl þar gætt á stundum. Atvinnuleysið ágerðist, þrátt fyrir auknar aðgeröir bæjaryfirvalda á ár- unum 1986-1990 til að efla atvinnu- lífið og greiða fyrir atvinnurekstri, m.a. með eignaraðild að tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum og bæjar- ábyrgðum í auknum mæli vegna lántöku fyrirtækja. Allt kom þó fyrir ekki og áhrifa samdráttar í öllum helstu greinum atvinnulífsins varð ekki umflúinn, með þeim afleiðing- um að atvinnuleysi kvenna hefur verið um 10% og karla um og yfir 5%. Þetta kemur m.a. fram í greinar- gerð með viðamikilli skýrslu at- vinnumálanefndar Keflavíkur um hvert stefna beri í atvinnumálum bæjarins. Þar kemur einnig fram að helstu auðlindir Suðurnesja eru fiskimiðin, auðlindir sjávar og sjáv- arbotns, gufuorka og heitur jarðsjór, Bláa lónið og önnur affallslón, að ógleymdum heimamönnum á Suð- urnesjum, sem hafa almenna og staðgóða þekkingu á atvinnulífinu og vilja til samskipta, samstarfs og viðskipta við annað fólk og aðrar þjóðir. Að mati nefndarinnar er aukin fisk- vinnsla þó háð því að flestir hinna atvinnulausu komi úr fiskvinnslu- störfum eða hafi vilja og hæfni til að ganga í þau störf, sem ekki er sjálf- gefið í ljósi reynslunnar. Nefndin tel- ur að hægt sé að auka fiskvinnslu í bænum með kaupum á aflaheimild- um, en þó helst með því að kaupa það erlendis frá, því ella sé verið að bæta atvinnuástandið á kostnað annarra með kvótakaupum úr öðr- um landshlutum. -grh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.