Tíminn - 08.04.1993, Side 24

Tíminn - 08.04.1993, Side 24
24 Tíminn Fimmtudagur 8. apríl 1993 Til sölu Honda XR 600, árg. ‘85, til sölu. Fallegt hjól í góöu standi. Selst á kr. 190.000 staögreitt. Uppl. í síma 91-41224 eftir kl. 18. Póstur og sími auglýsir lausa til umsóknar stöðu í markaðs- og alþjóðadeild fjarskiptasviðs. Starfs- sviöið verður samskipti við alþjóðasamtök og stofnanir, þar á meðal innan Norðurlanda og Evrópu, sem fjalla að öllu eða einhverju leyti um fjarskiptamál. Vegna sívax- andi alþjóðlegrar samvinnu í fjarskiptum ásamt sam- ræmingu við önnur lönd, sem mun aukast við inngöngu íslands í EES, er um að ræða mjög fjölbreytt og áhuga- vert starf. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólamenntun og almenna þekkingu á fjarskiptamálum og alþjóðamálum. Nánari upplýsingar veitir starfsmannadeild stofnunarinn- ar. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sendist Póst- og símamálastofnun fyrir 1. maí n.k. PÓSTUR OG SfMI Varnarliðið: Kjötiðnaðarmaður Varnarliðið óskar að ráða kjötiðnaðarmann með réttindi", til starfa hjá nýlenduvöruverslun varnarliðsins. Starfið felur í sér vinnslu og frágang á kjöti og fiski í neyt- endaumbúðir ásamt tilheyrandi þjónustu við viðskiptavini. Krafist er fagmenntunar ásamt hæfileikum til að vinna sjálfstætt og eiga samskipti við aðra. Nokkur enskukunn- átta er nauðsynleg. Um er að ræða fast starf. Skriflegar umsóknir berist til Varnarmálaskrifstofu, ráðn- ingardeild, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, eigi síðaren 19. apríl 1993. Umsóknareyðublöð fást á sama stað. Hlutafélagaskrá Laust er til umsóknar starf löglærðs fulltrúa hjá Hlutafé- lagaskrá. Möguleiki er á hlutastarfi. Launakjör skv. kjara- samningi BHMR og ríkisins. Upplýsingar um starfið gef- ur Benedikt Þórðarson, forstöðumaður Hlutafélagaskrár. Umsóknir sendist Viðskiptaráðuneytinu fyrir 30. þ.m. Auglýsing frá Bamavemdarsjóði Hlutverk Barnaverndarsjóðs er að stuðla að forvörnum á sviði bamavemdar og að upplýsa almenning um bamavemd. Ákveðiö hefur verið að úthluta úr Bamavemdarsjóði til verk- efna sem samrýmast framangreindum markmiðum sjóðsins. [ umsókn skal tilgreina verkefni og tilgang þess og á hvaða timabili það verði unniö ásamt upplýsingum um umsækjanda. Umsóknum um framlög úr Bamavemdarsjóði skal skila til skrifstofu Bamavemdarráðs að Laugavegi 36,101 Reykjavík, fyrir 25. apríl 1993. Stjóm Bamavemdarsjóós. Þorsteinn Einarsson: Leiðbeiningar og hugleiðingar um notkun þjóðfánans Á miðju ári 1987 skipaði þáver- andi forsætisráðherra, Steingrím- ur Hermannsson, nefnd til þess að endurskoða reglur um notkun þjóðfánans. Fyndist henni ástæða til, gera þá tillögur um breytingar. Semja skyldi nefndin leiðbeining- ar sem auðvelduðu almenningi að tileinka sér réttan skilning á með- ferð fánans. Mun þessi nefndarskipun hafa verið gerð fyrir áhrif frá forseta ís- lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Vafalaust mun hún sem margir aðrir hafa séð hve notkun þjóðfán- ans við ýmis tækifæri var ávant, jafnvel röng. Við athugun orðið áskynja að reglur um notkun hans eða leiðbeiningar, sem voru 1964 gefnar út af dómsmálaráðuneyt- inu á einblöðungi, voru ófull- nægjandi. Rétt hefur þótt að fá birtan út- drátt úr lesmáli þeirrar ágætu bókar, sem forsætisráðuneytið gaf út í ársbyrjun 1991 um fánann og önnur tákn þjóðarinnar. í bókinni er einnig ágrip sögu fánans eftir Birgi Thorlacius. Þó bókin hafi fengist keypt hjá bóksölum og sé ekki ýkja löng, hefur almenningur leitað eftir leiðbeiningum í styttra máli. Fram á síðastliðið ár fengust í forsætisráðuneytinu leiðbeining- ar þær, sem dómsmálaráðuneytið gaf út 1964 og stangast í mörgum atriðum á við efni fyrrnefndrar bókar. Sé almenningur í vafa um liti eða hlutföll ísi. þjóðfánans, getur hann fengið réttar upplýsingar við skoðun fána, sem eiga samkvæmt ákvæði í auglýsingu forsætisráðu- neytisins frá 23. janúar 1991, að vera til sýnis í Þjóðminjasafni ís- lands og hjá lögreglustjórum (nú sýslumönnum). Með fánum framleiddum í fána- saumastofu á Hofsósi fylgja notk- unarreglur og eins með fánum seldum í Veiðarfæraverslun El- lingsens í Reykjavík. Meginatriði notkunarreglna fána eru sett fram í hinni fýrrnefndu fánabók, en lausnir ýmissa sér- stakra vandamála verða þar ekki fundnar, til að mynda á hvaða stöng skal draga ísl. þjóðfánann, ef fánastöngum er raðað þvert á byggingu í einni röð eða tvöfaldri, sinn hvoru megin inngöngu og jafnvel á þríhyrningslagaðan flöt á hátíðasvæði eða á sporöskjulagaða veggi íþróttavalla. Staðsetning einnar stangar við lítið íbúðarhús eða stórhýsi getur orðið vanda- mál. Öll slík vandamál verða leyst af hverjum og einum, með því að afla sér rétts skilnings á megin- reglum um meðferð þjóðfánans og beita honum. í fánabókinni eru ekki birtar töflur til glöggvunar á hæðum stanga og stærðum fána við hæfi þeirra. Þetta er gert í eft- irfarandi leiðbeiningum. í sam- bandi við hæðir stanga er rétt að taka fram, að framleiðendur eða innflytjendur hafa á boðstólum fánastengur, sem að lengdum til standa á heilum eða hálfum metr- um og falla tölulega ekki fullkom- lega að stærðum þeirra fána sem á markaðnum eru. Hér verður hver og einn, sem þekkir hlutaðeigandi reglur, að fara þann meðalveg sem leiðir til þess sem best hæfir hin- um ísl. fána. í erlendum alfræðibókum og tímaritum má lesa upplýsingar um gerðir og notkun fána, sem ekki eru í samræmi við ísl. fána- reglur og þvf skal varað við að fara eftir þeim. Fræðsla um gerð íslenska fánans og leiðbeiningar um notkun fána Gerð fánans: 1. Almennur þjóðfáni, almenn- ingi heimilt að nota. 2. Ríkisfána-tjúgufána noti Al- þingi, ríkisstjórn, Hæstiréttur, ráðuneyti og aðrar stofnanir ríkis- ins innanlands og erlendis. 3. Fáni forseta íslands. 4. Fáni pósts og síma. 5. Fáni tollgæslu. 6. Fáni hafnsögumanns. Hlutfall milli breiddar og lengdar fánans: 18:25 Algengustu lengdir fánastanga eru 6,30 m, 7,20 m og 8 m. Fánar þeim við hæfi: 126x175 cm, 144x200 cm og 160x222 cm. Stöng sem er 12 m hæfir 240x333 cm fáni. Burðarstengur eru venjulega 270 cm, 300 cm, og lengst 450 cm. Burðarfáni er 108x150 cm, 120x167 cm, 135x187 cm og 150x208 cm. (Ath.: Stórfánar til burðar eða flöggunar á mjög háum stöngum eru ekki undanþegnir lögum um hlutföll eða gerð hins íslenska fána). Stærð fána sem yfirleitt eru til sölu. í svigum lengdir stanga við hæfi. 90x125 cm (4 1/2 m) 110x150 cm (5 1/2 m) 125x175 cm (6 1/4 m) 135x187 cm (6 3/4 m) 150x208 cm (7 1/2 m) 162x225 xm (8 m) 198x275 cm (10 m) 216x300 cm (11 m) Innbyrðis afstaða litarreita og stærðir Bláu stangarreitirnir eru fern- ingar, þ.e. allar hliðar þeirra jafn- langar. Ytri reitirnir eru jafnbreið- ir ferningunum tveimur, en tvö- falt lengri. Rauði krossinn á að vera í miðjum hvíta krossinum, en við það myndast jafnbreiðar hvítar rendur meðfram honum. Breidd rauða krossins á að vera 1/9 af breidd fánans, en breidd hvítu randanna helmingi minni, þ.e. 1/18 af breidd fánans. Til að taka af vafa að því er snert- ir litina er miðað við alþjóðlega litastaðla eins og fram kemur í auglýsingu forsætisráðunevtisins, sem nú fer með fánamál. Ákveðið hefur verið að framvegis verði gögn varðandi fánalitina hjá ráðu- neytinu og erlendis hjá sendiráð- um íslands og fáni í réttum hlut- föllum og litum skal vera til sýnis í Þjóðminjasafni íslands og hjá lögreglustjórum. Fánastöng og fánastærð a. Fánastöng getur verið annað- hvort upp af húsi eða út frá hlið þess. Skal stönginni komið fyrir á smekklegan hátt. Einnig má reisa fánastöng á jörðu. Á efri enda fánastangar er æski- legt að sé hnúður með skoruhjóli, sem fánalínan leikur liðlega f. Neðarlega á stönginni eða í beinu framhaldi af henni sé snerill til að festa fánasnúruna. Hentugt er að fánastöng sé þann- ig komið fyrir að auðvelt sé að losa hana eða fella. Fánastöng skal vera einlit. b. Þegar fánastöng er reist á jörðu skal leitast við að hafa hlut- fall milli stærðar fána og lengdar fánastangar við hæfi. Æskilegt er að miða við að breidd fánans sé 1/5 af lengd fánastangar. Ef stöng er upp af húsþaki, sé hún þrisvar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.