Réttur - 01.07.1927, Síða 1
Anauð nútímans
og hlutverk íslenskrar alþýðu.
»Þeir munu lýðir löndum ráða,
es útskaga áðr of bygðu«.
Alt frá alda öðli hljóðar saga sú, sem rituð er, og
oss eftirskilin, um dýrð og dásemdir höfðingja þessa
heims, um ágæti og afrek stórmennanna, um vald og
veg drotnenda lýðsins. Fátt getur sagan um allar raun-
ir þeirra, er borið hafa þessa glæsilegu menningar-
byggingu á herðum sjer; lítið er skráð þar um tár þau,
er fella varð, svo gimsteinarnir gætu prýtt kórónur
valdhafanna, eða blóðið, sem rann, svo gullbjarmanum
gæti slegið á sali höfðingjanna.
Alt frá upphafi vega hefur saga mannkynsins verið
frásögn um baráttu mannanna um lífsgæði þau, er
náttúran og samtök þeirra veittu þeim, og venjulegast
hefur farið svo, að lítill hópur manna hefur náð ráðun-
uim yfir þeim lífsskilyrðum, er allur fjöldinn þarfnast,
til að geta lifað, og beitt síðan yfirráðum sínum yfir
þessum lífsskilyrðum til að láta fjöldann, sem undir
hann þurfti að sækja, vinna fyrir sig og afla sjer lífs-
gæðanna, en sleppa sjálfur við vinnunna og gefa sig
að nautn lífsins einni saman. Alt frá alda öðli hefur
því saga mannkynsins verið sagan um stjettaskiftingu
og' stjettakúgun. Frá því að maðurinn fór að gera ann-
7*