Réttur - 01.07.1927, Side 2
100
ÁNAUÐ NÚTÍMANS
[Rjettur
an mann að þrœl sínum og náði þannig valdinu yfir
aðallífsskilyrði hans, líkama hans sjálfum, meðan einn
maður átti jörðina eða jarðirnar, sem annar bjó á, —
og fram til þess að einn maður á vinnutækin: verk-
smiðjurnar, togarana, samgöngutækin, sem annar þarf
að vinna við, — allan þennan tíma hefur mannkynið
skiftst í kúgara og kúgaða, í yfirstjettir og undir-
stjettir.
Alt frá því við fyrst höfum sögur af, íifir tilfinning-
in um kúgunina og órjettlætið, sem undirstjettirnar
altaf hljóta að þola, — sem liggur strax í því, að þær
skuli vera til, — alt frá því fyrstu sögur eru skráðar
bærist frelsislöngunin í brjósti hinna undirokuðu. Sí-
felt gerir vart við sig sú krafa hinna vinnandi stjetta,
að fá að njóta sjálfar þeirra lífsgæða, er þær skapa,
altaf birtist rjettarmeðvitund þeirra og frelsisþrá í
nýjum og fegurri myndum, ætíð kemur uppreisnar-
andi þeirra fram í róttækari og stórfeldari tilraunum
til að afla rjettar síns, til að umskapa þjóðfjelagið í
samraemi við rjettar- og frelsiskröfur sínar. Alt frá
alda öðii hefur saga mannkynsins verið saga um
stjettabaráttu og stjettastríð, um frelsisbaráttu hinna
undirokuðu stjetta og þjóða gegn ofurvaldi drotnar-
anna.
Verkalýður nútímans er sú stjett, sem síst allra veit-
ir einstaklingum sínum tækifæri til auðsöfnunar. Hver
þekkir verkamann, sem er ríkur? Eða hver þekkir rík-
an mann, sem er verkamaður? Verkalýðurinn sem heild
verður þyngra undir oki fátæktarinnar en nokkur önn-
ur stjett. Innan hans er einstaklingnum engin viðreisn-
ar von, á allri stjettinni hvílir bölvun fátæktarinnar.
Verkalýðurinn er hið kjörna olnbogabarn þjóðfjelags
nútímans. Og þangað leita líka olnbogabörn þau, er
missa tilverurjett sinn í öðrum stjettum. Þangað leitar
bóndinn, sem þrælkað hefur eftir mætti á jörð sinni, til
að reyna að hafa þar ofan af fyrir sjer, þegar hann að