Réttur - 01.07.1927, Qupperneq 4
102 ÁNAUÐ NÚTÍMANS [Rjettur
ust hug, og magnleysið hvarf fyrir mætti samtakanna.
— Ferðamennirnir lyftu bjarginu sem fis væri, og
hjeldu leiðar sinnar.
Slík sem þessi, er hin mikla breyting, er á högum
verkalýðsins verður, þegar sú hugsun vaknar hjá þeim,
er upp höfðu gefist í lífsbaráttunni og störðu tárvotum
augum á hindrun þá, er tepti veg þeirra til gœfu og
gengis, — að víkja megi hindruninni úr vegi, velta
bjargi fátæktarinnar, sem hver hafði glímt við út af
fyrir sig, ef þeir aðeins tækju á allir í einu. Þegar sú
hugmynd rennur upp í hug verkamannsins að hann
þurfi ekki að brjótast upp úr stjett sinni til að afla
sjer sæmilegra lífskjara, að hitt sje bæði heillavæn-
legra og göfugra að taka höndum saman við félaga
sína og stjettarbræður um að bæta hag allrar stjettar-
innar sem heildar, hefja hana alla á hærra stig, — þá
öðlast lífið nýtt gildi fyrir hann, þá vinnur hann þann
siðferðislega stórsigur að ganga sem einstaklingur upp
í voldugri heild, þá brýtst nýr ósigrandi máttur fram á
sjónarsvið sögunnar, máttur samtaka hinna kúguðu, er
fram að þessu sífelt voru tvístraðir og dreifðir.
Og þegar augu verkalýðsins hafa upp lokist fyrir
þessu, þá berst hann ekki lengur áfram í blindni sem
fyrr. Þá tekur hann að kryfja til mergjar orsakir fá-
tæktar sinnar og kúgunar. Hann uppgötvar þær brátt.
Hann sjer hvernig fámenn stjett á allar auðlindir land-
anna og alt, sem vinna þarf auðinn með. Hann sjer
hvernig þessi stjett fer með ríkisvaldið og ræður þar
skólum, kirkjum og flestum menningartækjum. Hann
sjer hvernig hugsunarháttur hennar mótar »almenn-
ingsálitið«. Iiann sjer nú hrœsnina í trúarsetningum
hennar um að hver komist áfram í þjóðfjelaginu með
dugnaði sínum o. s. frv. og hann sjer hversu nauðsyn-
legt henni er að viðhalda slíkum skoðunum, til að forð-
ast að vekja mátt samtakanna. Og þegar verkalýður-
inn hefur krufið þetta til mergjar, skilið til fullnustu