Réttur - 01.07.1927, Side 5
Rjcttur]
ÁNAUÐ NÚTÍMANS
103
myndun og þróun auðvaldsins, hugsunarhátt og drottn-
unarvald auðvaldsstjetarinnar, — þá sjer hann að ekk-
ert nema barátta hans sem stjettar, sem vinnandi heild-
ar, barátta hans um völd þau, er yfirstjettin þá hefur,
getur frelsað hann frá fátækt og kúgun. Hann sjer að
hann þarf sjálfur að öðlast völdin yfir lífsskilyrðuím
sínum, yfir auðsuppsprettulindunum og auðsköpunar-
tækjunum, til að geta leitt þann auð sjer til lífs og
blessunar, er áður olli honum eymdar og böls.
Nú er verkalýðurinn víðast hvar um heim vaknaður
til þessarar köllunar. Nú kveður veröld við af herópum
herskara þeirra, er settir hafa verið hjá til þessa, en
krefjast nú sjálfir nautnar gæðanna, er þrældómur
þeirra og strit hafa skapað.
Hjer á landinu lifa nú 100,000 manns, sem eiga
mestalla afkomu sína undir framleiðslu afurða, er þeir
verða að selja á erlendum markaði. Helmingurinn af
þessu fólki eru aðeins launþegar hjá öðrum, eiga sjálf-
ir ekki framleiðslutækin, sem þeir vinna við, ráða
sjálfir engu um afurðirnar, er þeir framleiða. Þriðj-
ungur er svo bændur, sem teljast atvinnurekendur, en
eru flestir lítt betur staddir en launþegar og sjálfir
undirorpnir öllum liættum þeirra og öllum dutlungum
markaðsins. Allur þessi fjöldi, níu tíunduhlutar þjóð-
arinnar, er meir en nokkrar aðrar vinnandi stjettir
heimsins upp á erlendan markað kominn. Hinar vinn-
andi stjettir íslensku þjóðarinnar flytja mest út og
inn af öllum þjóðum heims að höfðutölu til. Alt þeirra
líf er komið undir markaði í Noregi, Svíþjóð, Spáni,
ítalíu, ef til vill Brasílíu og Rússlandi og víðar. Og
hvernig tryggja þær þennan markað, hvernig tryggja
þær sjer framleiðslutækin, sem þær þurfa að vinna með.
Framleiðslutækin eru í höndum nokkurra manna,
sem alveg geta sjálfir ráðið hvort þeir framleiða nokk-
uð eða ekki neitt. Sala afurðanna er í höndum nokk-
urra manna, sem hafa fje frá þjóðinni sjálfri eða er-