Réttur - 01.07.1927, Blaðsíða 6
104
ÁNAUÐ NÚTÍMANS
[Rjettur
lendum auðmönnum til að kaupa upp afurðir þjóðar-
innar og braska með þær eftir því sem þeim þóknast.
Aðaltakmark allra þessara manna er að hafa sjálfir
sem mestan persónulegan hagnað af rekstrinum og
sölunni. Heill heildarinnar verður að víkja fyrir hags-
munum þeirra, er árekstur verður þar á milli. Heildin
verður að eiga það undir dugnaði þeirra eða dugleysi
hvernig öllu reiðir af með rekstur, sölu og slíkt. Á hin-
um »góðu« árum, þ. e. a. s. milli þess að viðskifta-
kreppur auðvaldsskipulagsins ætla að ríða því að fullu,
eins og nú, — græða þessir menn stórfje, en alþýðan,
hinar vinnandi stjettir, eru fátækar eftir sem áður. Á
»vondu árunum« leggja þeir starfa sinn niður að
mestu, láta reka á reiðanum, láta atvinnuleysið sjúga
merg og blóð úr vinnandi lýðnum, svo hann verði
meirari og eftirlátssamari næst, — en fátækt alþýð-
unnar eykst. Sjálfir ráða þessir menn ekkert við dutl-
unga markaðsins, og að endingu verða þeir ef til vill
sjálfir undir í þessum ógnarhríðum auðvaldsskipulags-
ins — og skilja alþýðuna eftir á köldum klaka með lje-
leg framleiðslutæki, slæm markaðssambönd og argasta
öngþveiti í öllum fjármálum.
í hverri sveit þessa lands situr fjöldi bænda, er
horfa döprum augum á hvernig sífelt minka möguleik-
arnir á að forðast fátæktina. Hver fyrir sig brýtur
heilann örvæntingarfullur um, hvernig forðast skuli
hækkun skulda hjá kaupmanni og kaupfélögum, hvern-
ig komast skuli hjá veðsetningu jarðarinnar eða borga
bankavexti, ef hann þegar er kominn í skuldir þar;
fyrir hverjum smábónda verður greiðsla kaupgjalds
til verkafólksins meir og meir óyfirstíganlegur þrösk-
uldur, og hann sjer ekki fram á annað en minkun rekst-
ursins, eða að hann flosni upp af jörðinni, ef svo held-
ur áfram.
í hverju kauptúni og smáþorpi þessa lands býr fjöldi
verkamanna, sem atvinnuleysi og fátækt öllum stund-