Réttur - 01.07.1927, Síða 7
Rjettur]
ÁNAUÐ NÚTÍMANS
105
um hafa plágað, og nú bœtist ofan á hin mikla kreppa
atvinnuveganna, sem kemur þyngst niður á þeim. Sum-
ir þessara manna fá ekki einu sinni sumarkaup sitt
greitt og verða að treysta á náð og miskunn náungans,
þá veturinn nálgast. Oft á tímum sjá þessir menn ekki
fram á annað, en að sá »óvættur« hreppi þá að lokum,
er þeir í lengstu lög hafa reynt að flýja, — sveitin, er
sviftir þá ef til vill síðustu leifum mannrjettinda
þeirra.
Níu tíunduhlutar fslendinga eru bændur og verka-
menn. Yfir níu tíunduhlutum þjóðarinnar vofir eymd
sú, er nú er lýst, á meginhluta hennar hvíla bjargræð-
isáhyggjurnar, sem farg, er hann vart fær risið undir,
og virðist ætla að kæfa allan vísi til andlegs lífs í hel-
greipum sínum. Og hver og einn brýst um og slítur æfi
sinni og afli á hetjulegum fangbrögðum við farg þetta,
oft á krampakendum tilraunum til að losna undan því,
en — þeir eru ekki samtaka.
Náttúra landsins, eðli innflytjendanna og afstaða öll,
hafa alið upp einstaklingshyggjuna í þessari þjóð. Boð-
orðið: »hjálpaðu þjer sjálfur, þá hjálpar guð þjer«,
hefur gengið íbúunum í merg og blóð. Alt frá byggingu
landsins hafa þeir búið hver út af fyrir sig á bónda-
bæjum sínum, og meginreglan hefir verið að sækja
sem minst til annara, verða sem sjálfstæðastur og öðr-
um sem allra minst háður. Afleiðingin hefur að vísu
verið sú, að íslensk bændamenning getur sýnt nokkur
dæmi mjög duglegra einstaklinga, en hinsvegar hefur
hún farið á mis við flest það, er ekki varð unnið af ein-
staklingum, heldur aðeins með samtökum; frain að
síðasta mannsaldri mátti heita að enginn brúarpartur,
enginn vegarspotti væri til í landinu, nema þar sem
hestarnir óviljandi gerðust brautryðjendur. Sama varð
með tæki þau, er enginn einn gat eignast; þau eignaðist
enginn, og orfið og hrífan drotnuðu einvöld í heimi ein-
staklings-framtaksins.