Réttur - 01.07.1927, Qupperneq 8
ÍOG
ANAUÐ NÚTIMANS
[Rjettur
Á síðasta mannsaldri fer þetta loks að breytast, þeg-
ar breytt þjóðfjelagskjör sýna bændum og verkalýð
fram á, að samtakaleysið geti ekki lengur gengið í svo
stórum stíl. Það verði að draga ofurlítið úr þessum
þjóðarlesti. Og samvinna bænda og verklýðssamtök
hefjast í þjóðlífi fslendinga. Þar með ætti að byrja nýr
kafli í sögu þessa lands.
Við segjum að íslensk náttúra hafi átt sinn þátt í
samtakaleysi voru. Og þó hefði einmitt náttúra lands-
ins átt að kenna okkur samtökin, hefðum við verið
menn til að fylgja kalli hennar, að koma og sigra sig,
en ekki lifað á horsnöpum hennar, ránræktinni, eins
og hingað til. Allar samgöngur eru erfiðar, allar áveit-
ur krefjast samvinnu, allar rannsóknir jarðvegsins
heimta samstarf margra heila, hagnýting vjelanna er
óhugsandi án samhjálpar — alt kallar að okkur, til að
vinna saman, ef við aðeins erum svo þroskaðir að vilja
leggja eitthvað fram til að gera okkur öllum lífið ljett-
ara.
En þjóðfjelagskjörin og lega landsins knýja þó til
ennþá frekari samvinnu. íslendingar flytja meir út á
hvert mannsbarn í landinu, en nokkur önnur þjóð í
heimi (500 krónur á mann). íslenska þjóðin á því meir
undir mörkuðum og samgöngum komið, en nokkur önn-
ur þjóð. Landið liggur langt frá öðrum löndum, svo
ferðir verða dýrari. Þörfin á að reka alla verslunina í
sem stærstum stíl, með fullkomnu skipulagi, er því
meiri en hjá nokkurri annarri þjóð. Við þyrftum að
hafa stór skip, er við fyltum sjálfir farmi eftir föstu
skipulagi. Við þyrftum að kaupa alt það, sem þjóðin
þarf, eins og það væri fyrir eitt stórt bú; við mættum
síst af öllu láta nokkra sundrung og samkepni komast
að, þegar við erum að selja afurðirnar, sem öll afkoma
landsbúa byggist á. — En það er alt þveröfugt. Við
erum tvístraðir í samkepni hverir við aðra og verðum