Réttur - 01.07.1927, Blaðsíða 12
110
ÁNAUÐ NÚTíMANS
[líjcttur
vinnandi stjett, sem sjálf hefur ráðin yfir allri sinni
framJeiðslu og sjálf kaupir inn alt, sem hún notar. Þeir
munu fyrr eða síðar sjá, að þetta verður ekki gert,
nema með fullkominni ríkiseinkasölu á öllum útfluttum
og innfluttum afurðum, þ. e. með þjóðnýtingu allrar
utanríkisverslunar, og ríkisrekstri á þeim framleiðslu-
tækjum vorum, sem rekin eru af örfáum auðmönnum
og hlutafjelögum með fjölda launaðra starfsmanna, þ.
e. þjóðnýtingu togaranna, verksmiðjanna, flutninga-
skipanna o. fl. Þó ber þess að gæta, að slíkur ríkisrekst-
ur er engin þjóðnýting, fyrr en það eru verkamenn og
bændur sjálfir, er með ríkisvöldin fara.
Það verður hið örlagaríkasta spor, er stigið hefur
verið á þessu landi, er stjettir, sem frá byggingu þess
hafa verið kúgun beittar og áþján, taka sjálfar völdin
í sínar hendur. Þá reynir á alt það besta, djarfasta og
traustasta, sem til er í alþýðu eðli. Þá reynir á hvort
alþýðan hefur notað baráttutímann, þessa ágætu eld-
raun hennar, til að brenna burt sorann úr sál sinni, til
að yfirvinna fáfræði þá og þrællyndi, sem yfirstjettirn-
ar hafa reynt að skapa og viðhalda hjá henni; þá fær
hún að sýna, hvort samúð smœlingjanna og fórnfýsi,
sem altaf reynir á í hverju verkfalli eða heitri hríð,
hefur megnað að yfirstíga hinar lægri ófjelagslyndu
hvatir; og þá sjest hvort hún hefur öðlast það andlega
sjálfstæði og þekkingu, er hún þarf, til að hafa vald á
sjálfum foringjum sínum, steypa þeim, er þeir bregð-
ast henni, fylgja þeim fast, er þeir reynast stefnunni
trúir. Valdanám alþýðunnar er þó ef til vill mest raun
á foringja hennar. Hörð barátta alþýðunnar er besti
skóli þeirra. Löðurmannleg barátta, sífelt friðarhjal og
afsláttarsamkomulag, er öruggasta ráðið til að eyði-
leggja alþýðuforingjana og flokkinn með. Þingræðis-
skipulagið með öllum sínum bræðingsstjórnum, bitl-
ingum og smámunasemi, er sem kjörið til þess að laða
til sín og spilla öllum þeim »foringjum« alþýðunnar,