Réttur - 01.07.1927, Síða 13
Rjettur]
ÁNAUÐ NÚTIMANS
111
sem ekki standast freistingar auðs og valda — og það
er alþýðunni happ, ef hún losnar við slíka forustu-
»sauði«, áður hún tekur völd sjálf, því ekkert yrði
henni hættulegra á þeim örlagatímum, en hálfvelgja
sú og heigulsháttur, er slíkum mönnutm fylgir. En þá
þarf hún líka sjálf í baráttunni að hafa andlegt hug-
rekki og siðferðislegt. þrek til að taka eldskírn hreinsun-
arinnar, hvenær sem óheilindi birtast í flokki hennar,
til að höggva af þann lim, er hana hneykslar. Að þora
að gagnrýna sjálfa sig, flokk sinn og foringja, leynt og
og ljóst, er fyrsta skylda alþýðunnar, ef hún þekkir
köllun sína og ábyrgð, næst því að fylkja liði sínu gegn
f j andmönnunum.
»Þeir rnunu lýðir löndum ráða, es útskaga áðr of
bygðu«. Barátta »útskagalýðanna« er þegar hafin um
allan heim. Frá útskögum álfanna sækja kúgðar ný-
lenduþjóðir að miðdeplum auðvaldsins í Evrópu og
Ameríku. Frá úthverfum stórborganna sækir kúgaður
verkalýður að arni auðvaldsins, hver í sínu landi. Eitt
voldugt samband tengir sarnan þá frelsisbaráttu
verkalýðs og bænda, sem þegar er háð um allan heim.
Eitt samband, ofsótt, hatað, brennimerkt, — en ódrep-
andi, sem andi nýrra hugsjóna. í þeim hildarleik, sem
nú er háður milli auðvalds og alþýðu, er þetta samband.
tákn sameiningar allra þeirra, sem kúgaðir eru og vilja
frelsi, allra þeirra, sem fátækir eru og vilja brjóta af
sjer það ok, allra þeirra, sem þekkingu þrá og hafa
hana ekki; rnerki allra þeirra, sem ekki geta lengur
þrifist og þroskast við kjör þau, er auðvaldið skapar,
allra þeirra, er vilja brjóta ok sitt af sjer og eru reiðu-
búnir til að fórna öllu fyrir það. Alþjóðasamband
kommúnista með bestu og djörfustu forvígismenn allr-
ar alþýðu innan sinna vébanda — og auðvald Breta og
Bandaríkjanna með öll voldugustu kúgunartæki nú-