Réttur - 01.07.1927, Side 14
Í12 ÁNAUÐ NÚTIMANS [Rjettur
tímans, andleg og veraldleg, á valdi sínu, — það eru
mögn þau, sem nú deila um drottinvald heims, það eru
fylkingarnar, sem nú berjast í hverju landi, hve smátt
sem það er. Milli þeirra tveggja aðilja verður hver al-
þýða innan skamms að velja. Annaðhvort skal kosið;
frelsisbaráttan með allri hennar áhættu eða þrælahald,
íklætt frelsisgrímu, — en þrælkun þó.
fslenska alþýðan mun enn síður en undirstjettir ann-
ara landa fær um að öðlast fullkomið frelsi án hjálpar
stjettarbræðra nágrannalandanna. Því meir sem hún
vinnur bug á óvinum1 sínum innanlands og afnemur
glundroðann þar, því áþreifanlegar kemst hún í návígi
við erlenda auðhringi, sem, minstakosti þegar um út-
flutningsafurðir er að ræða, vart verða unnir án á-
gætra samtaka við neytendur viðkomandi lands. Með
sigri alþýðunnar innan þjóðarheildarinnar, margfald-
ast þörfin á nánum samtökum utan þjóðarinnar -— á
alþjóðasamtökum. Og þau þarf, sem annað, að treysta
í tíma, þau eru lengi að þroskast svo sterk verði og góð.
Fullkomið íslenskt þjóðfrelsi fæst ekki trygt fyr en
aðrar þjóðir einnig hafa náð fullkomnu frelsi, fyr en
smáþjóðirnar og smælingjarnir eiga ekki óvætti stór-
veldanna lengur yfir höfði sjer. Hugsjónin, sem bestu
frelsisfrömuðir íslensku þjóðarinnar hafa fórnað lífs-
starfi sínu fyrir, rætist ekki, fyr en alþýða þessa lands,
í nánu og öruggu sambandi við alþýðu annara landa,
hefur öðlast vald yfir landi sínu og lífsmöguleikum.
Fjarri fer því, að slíkt samband myndi deyða hin góðu
sjerkenni þjóðarinnar, þvert á móti mun það þroska
þau öfgalaust og tryggja henni nautn þjóðargæða
sinna, andlegra og veraldlegra, betur en nokkurri smá-
þjóð á vorum róstutímum.
í því samspili þjóðanna, er þá skal skapa, mun hver
þjóðarstrengur sem nú hafa sinn sjerstaka hreim, og
kept mun verða að því að styrkja hann, dýpka og fegra,
svo alheildin verði að auðugri fyrir; en þessir strengir