Réttur - 01.07.1927, Page 19
Rjettur]
BARRABAS
117
varpa þannig. Enginn gat talað þannig til neins af
æðstuprestunum, ekki heldur landshöfðingjans. Slíka
lotningu bar enginn fyrir þeim. Það voru heldur engar
æsingar í borginni á móti þeim. Það hlaut að vera
Jesú.
Barrabas hlustar.
Svo heyrir hann rödd, sem er hreinni og mildari en
rödd barnsins, en þó einbeitt og voldug. Röddip var yf-
irnáttúrleg eins og stjórnarvöld himins hefðu gefið
þeim, sem talar, vald til að flytja mannkyninu hinn
æðsta boðskap og gera kraftaverk með hverju orði
sínu.
Nokkur augnablik gleymdi Barrabas sjálfum sér og
varð gagntekinn af orðum meistarans:
Nú líður að því að eg fullkomni verk mitt og uppfylli
ritningarnar. Til þess kom eg í heiminn og til þess er eg
fæddur að eg beri sannleikanum vitni. Alt sem eg hefi
kent er sannleikur. Eins og grasið á jörðunni styrkist
og vex við regn himins, eins mun blóð mitt gefa kenn-
ingum mínum mátt til að vaxa og þroskast í hjörtum
mannanna. Eg er reiðubúinn til að deyja og finn að sú
stund nálgast að eg verði handtekinn. —
Svo var löng þögn.
Barrabas stóð í sömu sporum og beið þess að meist-
arinn talaði á ný. Hann var sannfærður um að það var
Jesú frá Nasaret, sem hafði talað. En nú tók annar til
máls.
Barrabas vaknaði eins og af draumi.
Því var hann að standa hér og liggja á hleri, í stað
þess að hafast eitthvað að.
Ræna, stela, myrða. Það er þinn sannleikur, Barra-
bas.
Hann sá að hér gat hann ekkert gert.
Hann reikar út í garðinn og út á strætið. En hann
er eitthvað öðruvísi en hann átti að sér. Hvað gekk að
8»