Réttur - 01.07.1927, Page 21
Rjettur]
BARRABAS
119
Barrabas, segir annar vörðurinn. Við höfum leit-
að þín lengi, samkvæmt skipun valdhafanna. í nafni
laganna skipum við þér að fylgja okkur. Þú ert fangi
ríkisins og verður að gjalda fyrir upphlaup þín og
glæpi.
Barrabas þegir. Þeir leiða hann á milli sín í áttina
til dyflissunnar og undrast hvað fanginn er auðsveipur.
Á hvaða leið varst þú, Barrabas, segir annar vörð-
urinn.
Til æðstaprestsins.
Hvað vildir þú honum?
Eg ætlaði að segja honum ....... Barrabas hættir í
miðri setningu.
Hvað ætlaðir þú að segja honum — um hánótt?
Að hann væri djöfull.
Þú ert þó ekki orðinn kristinn, Barrabas. Veistu
hvar Jesú frá Nasaret dvelur í borginni?
Nei, því skyldi eg vita það. Eg hefi aldrei séð hann.
Þeir voru komnir að fangelsinu, opnuðu dyrnar,
hrundu Barrabas inn í einn dinmiasta klefann, skeltu í
lás og þóttust hafa veitt vel. *
En Barrabas hné niður á steingólfið og grét beisk-
lega, ekki af því að vera dauðadæmdur fangi, heldur
yfir vonsku sinni og illverkum.
III.
Það leið að hátíð hinna ósýrðu brauða — páskunum.
Æðstuprestunum hefir tekist að æsa lýðinn á móti
Jesú og nú er komið að hinni miklu öi'lagastund.
í dag er föstudagur.
Jesú var svikinn, handtekinn og leiddur fram fyrir
Pílatus landshöfðingja. Þar er múgur og margmenni.
Það er gömul venja að landshöfðinginn gel'i lýðnum
lausann einn bandingja á hátíðinni.
Pílatus hrópar: Hvern æskið þér að eg gefi yður
lausann, Jesú eða hinn alræmda Barrabas.