Réttur - 01.07.1927, Side 27
Rjettur]
FRA ÓRYGÐUM
125
Vestan við dalinn gengur fram fjallsröðull frá
Tjarndalafjöllum. Sunnanvert er röðull þessi lágur og
sveigir allmikið til austurs, en norðan til á honum rís
hár og kollóttur tindur. Heitir hann Iiauðlcollur, en
sumir nefna hann MiðdalaJtnjúk eða Þjófahnjúk. Vest-
an við þennan röðul er vestari Þjófadalurinn. Liggur
hann í stórum boga alt upp að jökli. Sunnan og suð-
vestan við þennan dal liggja þrjú móbergsfeJl fremur
lág og dalir á milli. Fell þessi nefnir Þorv. Thoroddsen
Þjófafell, en það mun vera rangt. Vestasta fellið er
nefnt Fögtulilíðarfjall eða venjulegast aðeins Fagra-
hlið. Er allmikill gróður norðaustan í fellinu. Þetta fell
nefnir Þorvaldur Rauðkoll. Á miðfellinu hefi ég ekki
heyrt neitt nafn, en fremsta fellið er kallað Múli. Fyrir
norðan Fögruhlíð gengur snarbrött hlíð norður með
jöklinum og liggur jökullinn fram á hana. Austan við
hlíðina liggur dalverpi til norðurs. Nefnir Þorvaldur
það Hundadali. Það nafn mun þó sjaldan notað.
Sunnan við Þjófadali er Hrútafell.* Það er mikið
fja.ll, hátt og hlíðabratt. Gnæfir það hátt yfir önnur
fjöll og sést víða að. Það stendur einstakt, en lág fell
tengja það við Langjökul. Á feilinu er jökulhvel, og
ganga fimm skriðjöklar niður hlíðarnar, einn að aust-
an, þrír að norðan og einn að norðvestan, er hann
mestur og nær alt niður á jafnsléttu. Hrútafell minnir
mjög á Eiríksjökul. Austur frá Hrútafelli gengur lág-
ur háls alllangt austur á Kjöl. Heitir hann Þverbrekkur.
Norður frá Hrútafelli ganga lágar melöldur fram á
Múla. Vestan við þær verður dalur einn, er Sanddahir
heitir. Vestan að dalnum liggur fell það hið nafnlausa,
sem er á milli Múla og Fögruhlíðar. Dalur þessi geng-
ur inn á bak við Hrútafell að fellum þeim, sem tengja
Hrútafell við Langjökul. Hann er gróðurlaus, og ganga
jöklar niður í botn hans; að austanverðu norðvestur-
*
Sumir nefna Hrútafell Regnbogajökul.