Réttur - 01.07.1927, Page 28
12G
FRÁ ÓBYGÐUM
[Rjettur
jökull Hrútafells, en að vestan mikill skriðjökull frá
Langjökli. Jökull þessi nær norður fyrir Fögruhlíð.
Skamt fyrir sunnan Hrútafell er lág hæð bunguvax-
in, er nefnist Baldheiði. Það er gömul hraundyngja, er
gosið hefir grágrýti. Hraunin eru öll jökulgnúin. Vest-
ur frá henni, en norður frá Hvítárvatni, er allhátt fjall,
bunguvaxið. Þetta fjall nefndum við dr. Niels Nielsen
Sólkötlu. Hún liggur fast upp við jökul, og klofnar á
henni mikill skriðjökull. Sólkatla er hraundyngja, er
gosið hefir blágrýti. Er hún miklu yngri en Baldheiði
og ekki jökulnúin.
Milli Sólkötlu og Hrútafells er breiður dalur, sem
Leggjabrjótur heitir. Er hann þakinn helluhraunum frá
Sólkötlu. Fyrir botni dalsins er allhár hnjúkur uppi í
jöklinum. Virðist hann vera leifar af eldfjalli. Beggja
vegna við hnjúkinn ganga fram skriðjöklar. Annar nær
suður að Sólkötlu, en hinn norður að fellum þeim, sem
ganga frá Hrútafelli upp í Langjökul.
Að suðvestan er snarbrött hlíð frá Sólkötluhraunum
niður að Fróðárdölum, en svo nefnast dalir tveir, sem
ganga norðaustur frá Hvítárvatni. Syðri dalurinn, sem
venjulega er nefndur Fróðárdalur, liggur milli hlíðar
þessarar og brattra, en lágra, móbergsfella, sem
Hrefnubúðir heita. Dalur þessi er næsta fagur og furðu-
lega gróðursæll. Undirlendi mikið er í dalnum, vaxið
stör og broki, en eftir honum liðast silfurtær bergvatns-
á, Fróðá. Fyrir botni dalsins er lítið fell, sem Ruuðafell
heitir, en lítið skarð skilur það frá Hrefnubúðum. Of-
an við fell þetta er Innri-Fróðárdalur. Er hann bugð-
óttur nokkuð, snarbrattur að vestan upp 'að Sólkötlu-
hraunum og Leggjabrjót, en að austan er líðandi halli
upp á Baldheiði. Dalurinn er gróðurlaus að kalla. Eftir
honum rennur Fróðá og fram úr honum um þrengsli
milli Rauðafells og Sólkötluhrauna.
Uppruni dalsins er furðulegur. Furðuleg er og sköp-