Réttur - 01.07.1927, Síða 30
128
FRÁ ÓBYGÐUM
[Rjettur
fært. Það er gamalt, en þó runnið eftir síðustu ísöldu.
Gígnum er vel lýst í ferðabók Þorvalds (II. bd., bls.
202). Hefir hraunið runnið þaðan norður að Hvera-
völlum og Rjúpnafelli, vestur að Þjófafelli, Múla og
Þverbrekkum, nokkuð austur fyrir Kjalfell og suður
með Hrefnubúðum. Á uppdrætti Þorvalds nær Kjal-
hraun austur að Hofsjökli. Þetta er rangt. Hraunið nær
aðeins litlu lengra austur en Rjúpnafell, og eru breiðir
sandar milli þess og jökulsins.
Suðaustur frá Strýtum, en austur frá mynni Þjófa-
dala, er Kjalfell. Það er allhátt fell og hlíðabratt. Stefn-
ir það frá austri til vesturs og er ásýndar ekki ólíktbáti
á hvolfi. Fellið er úr móbergi, en grágrýtisbelti eru efst
í því.
Norðaustur frá Strýtum er Rjúpnafell. Það er lægra
en Kjalfell og minna um sig. Virðist það alt úr mó-
bergi. Þetta feli er nefnt Dúfufell á öllum uppdráttum
af Kili, en Henderson og Sigurður Pálsson kalla það
Grúfufell. Nú þekkja kunnugir menn þó eigi annað
nafn á því, en Rjúpnafell.
Dúfufell eða Dúfunefsfell liggur norðvestur frá
Rjúpnafelli, en norðaustur frá Hveravöllum. Fell þetta
er lítið og að líkindum aðeins há jökulalda, en sést víða
að, með því að það stendur á sléttlendi. Á uppdrætti
Daniels Bruun er þetta fell nefnt Rjúpnafell. Miklu
fleiri rugla saman nöfnunum á þeim tveimur fellum,
sem síðast eru talin. Hefi eg því spurt Pál á Guðlaugs-
stöðum og aðra kunnuga menn um þessi örnefni, og
ber þeim saman um, að þau séu rétt eins og hér er sagt.
Milli Dúfufells og Rjúpnafells eru sléttlendar mel-
öldur, og heita þær Dúfunefsskeið. Um það er talað í
Landnámu.
í þætti Grafar-Jóns og Staðarmanna talar Gísli Kon-
ráðsson um Grúfufellsmela á Kili, og á undirgrind Auð-
unnarstofu oð hafa hvolft þar vetrarlangt. Sigurður
Pálsson nefnir og þetta sama (Suðri IV. bls. 102—