Réttur - 01.07.1927, Page 32
Í30
FRÁ ÓBYGÐUM
[Rjettur
kemur úr miðhluta Blöndujökuls, og fellur hún vestur
um sandana og í Blöndu austur frá Rjúpnafelli. Á þess-
ari kvísl hefi ég ekki heyrt nafn. Næsta kvísl heitir Ey-
firðingakvísl. Kemur hún úr nyrsta hluta Blöndujökuls
og fellur fyrst í stað til vesturs, en svegir síðan til norð-
vesturs og fellur í Blöndu austur af Dúfufelli. Þá er
næst Svartakvísl. Hún sprettur upp undir Álftabrekk-
um og rennur fyrst í norðvestur, sveigir síðan til norð-
urs og heldur þeirri stefnu langan veg, en að síðustu
beygir hún aftur til vesturs og rennur í Blöndu austur
frá Sandkúlufelli. Á þessari kvísl er nokkur jökullitur,
en þó minni en á öðrum Blöndukvíslum. Sagt er, að áð-
ur fyr hafi hún verið bergvatn og virðist nafnið benda
á, að það sé rétt. En ekki er ég kunnugur upptökum
hennar og veit því eigi, hvaðan henni kemur jökullitur-
inn. Þó þykir mér sennilegt, að í hana renni jökullækur
ofan yfir Álftabrekkur.
Af kvíslum þeim, sem í Biöndu falla, er Strangakvísl
næst. Kemur hún upp á mótum tveggja skriðjökla á
bak við fell það, sem Sáta heitir. Fellur hún þar fram
úr miklu gljúfri, sem gengur út undan jöklinum alt nið-
ur að Sátu. Fyrst í stað rennur hún til norðvesturs og
er bæði stórgrýtt og straumhörð. Síðan sveigir hún
meira til norðurs og er þá lygn, en blaut í botni. Renn-
ur hún svo um hríð, uns hún snarbeygir tvisvar sinn-
um fyrir urðarás einn, sem stendur norðan við hana.
Kastast hún þar í fossföllum og stríðum strengjum dá-
lítinn spöl, en hægir brátt á sér aftur og fellur á sand-
eyrum norðvestur í Blöndu.
f Ströngukvísl falla tvær kvíslar, og er jökulvatn í
báðum. Sunnan í hana fellur Miðlælmr eða Herjólfs-
lækur.* Hann kemur upp norðan við Álftabrekkur,
rennur til norðvesturs, og út í Ströngukvísl neðan-
verða. Norðan í Ströngukvísl fellur Fossbrekkulækur.
* Sumir kalla hann Herjhólslæk.