Réttur - 01.07.1927, Síða 33
Rjettur] FRÁ ÓBYGÐUM 131
Kemur hann upp austan við Sátu og fellur í stóran
boga norður undir Bláfell, þaðan niður yfir Foss-
brekku og út í Ströngukvísl ofanvert. FosSbrekkulæk-
ur er oftast kallaður Bláfellskvísl ofan við Fossbrekku.
Venjulega eru Blöndukvíslarnar vatnslitlar. Vatns-
mest er Strangakvísl og er hún eigi öllu minni en
Blanda, þar sem þær falla saman. í leysingum geta þær
allar orðið ófærar.
Vestan í Blöndu rennur Seyðisá. Hún er bergvatn og
kemur upp milli Sandkúlufells og Búrfjalla, og heita
þar Seyðisárdrög. Fellur hún í fyrstu til suðurs, en
snarbeygir svo til austurs. Rennur þar í hana lítil kvísl
vestan úr Búrfjallahlíð, og er hennar áður getið. Renn-
ur Seyðisá lengi til austurs og falla í hana Beljandi og
Þegjandi. Sveigir hún svo til norðurs og út í Blöndu.
Beljandi kemur upp í miðjum Búrfjöllum. Fellur hann*
til norðausturs út í Seyðisá, og er hann miklu vatns-
meiri, þar sem þær koma saman. Sumir nefna og ána
Beljanda eftir það, alt út að Blöndu. Sennilegt er, að
þetta sé réttara og bendir þessi gamla vísa á, að svo sé:
»Þrettán kvíslar í Þegjanda
Þegjandi í Beljanda.
Beljandi í Blöndu þó
Blanda rennur út í sjó.«
Þegjandi kemur upp í Tjarnadölum. Renna þar sam-
an smálœkir þrír. Kemur einn þeirra sunnan dalina, en
tveir ofan úr Tjarnadalafjöllum, úr giljum, sem heita
Ytra- og Fremra- (syðra) Oddnýjargil. Nyrst í
Tjarnadölum sameinast hann Hvannavallakvísl, sem
kemur úr HvannavaUagili. Rennur hann þá til austurs
um hríð, en sveigir til norðausturs rétt fyrir vestan
Hveravelli, og heldur þeirri höfuðstefnu alt út í Seyð-
* Beljandi og Þegjandi eru nú ætíð beygð sem karlkynsorð.
9