Réttur - 01.07.1927, Page 35
II j cttur]
FUÁ ÓBYGÐUM
133
hlíðum Hrútafells. Á þeirri leið rennur hún í gljúfri, en
er því sleppir, fellur hún fram á eyrar, og hefir fylt
framburði allstórt stöðuvatn undir Hrútafelli. Kastast
hún síðan á eyrum niður að Baldheiði og er víða reið,
en með fram Baldheiði og Hrefnubúðum rennur hún í
grunnu gili, er hún hefir skorið sjer milli hrauns og
hlíða, og er ófœr á þeirri leið. Frá suðurhorni Hrefnu-
búða fellur hún fram um breiðar malareyrar og kvísl-
ast síðan út um Hvítárnes, en það er óseyri hennar, er
hún hefir borið fram í Hvítárvatn. Venjulega er áin
góð yfirferðar á eyrunum neðan við Hrefnubúðir.
Svartá er bergvatn, eins og nafnið bendir á, og eigi
vatnsmikil. Kemur hún upp í austurbrún Kjalhrauns,
norðaustur frá Kjalfelli, og rennur suður með hraun-
inu að austan. Alllangt suður frá Kjalfelli kemur í hana
kvísl, er sprettur upp suður frá Kjalfelli, og er hún
nefnd Kjalfellskvísl. Rennur Svartá síðan lengi með-
fram hrauninu, en er því sleppir milli melása og út í
Hvítárvatn að austan.
JöJculkvísl kemur upp í Blágnípujökli austan við Blá-
gnípu. Er hún þegar vatnsmikil og gleypir þrjár kvísl-
ar frá Kerlingarfjöllum og hina fjórðu, er kemur norð-
an fyrir Blágnípu, og heitir hún Blágní-pukvísl. Fellur
Jökulkvíslin síðan til suðvesturs í ýmsum bugðum og í
Hvítá austur af norðurenda Bláfells. Verður henni lýst
betur á öðrum stað.
Stöðuvötn eru fá á Kili. Austan undir Rjúpnafelli er
vatn eigi alllítið. Nefnir Þorvaldur það Sandvatn
(Ferðabók, II. bd., bls. 203). Páll á Guðlaugsstöðum
hefir eigi heyrt það kallað annað en »vatnið austan
undir Rjúpnafelli«. Flatir sandar liggja að vatninu á
þrjá vegu, og virðist það vera grunt. Um afrensli þess
veit ég ekki.
f Tjarnadölum eru hvorki vötn né tjarnir. Þó má
9*